Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 15 Hunang - Ullarhandverk - Kjötmeti - Reyktur silungur S u l t u r - G æ r u r - P r j ó n a v a r a - Í s b e i n t f r á b ý l i Uppstoppaðir munir - Vöfur, heitt súkkulaði og eira JÓLAMARKAÐUR Í NESI REYKHOLTSDAL • Gömlu hlöðunni • Laugardaginn 7. desember 2019 kl. 13-17 Lestur Aðventu tekur um 2 klst og bjóðum við gestum að mæta og taka þátt eða hlusta á hluta eða allan lesturinn eftir hentugleikum. Húsið verður opið til 20.00, kaffi og piparkökur. Hlökkum til! Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is safnahus@safnahus.is Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi Opin aðventudagskrá í Safnahúsi Fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 17.00 til 20.00 Dagskráin hefst kl. 17.00 með því að eftirtaldir höfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum: Una Margrét Jónsdóttir - Gullöld revíunnar Þorbergur Þórsson - Kvöldverðarboðið Kl. 18.00 hefjum við svo árlegan upplestur Aðventu Gunnars Gunnarssonar sem fer fram með aðstoð sjálfboðaliða. Ingibjörg Jónasdóttir spinnur á rokk meðan á lestrinum stendur. Verið velkomin! Aðventa Kvöldstund með fjarskiptafélögum SK ES SU H O R N 2 01 9 Þann 5. desember n.k. verður kynningarfundur frá kl. 18:00 – 22:00 í Logalandi, Reykholtsdal. Íbúum gefst kostur á að hitta sölufulltrúa fjarskiptafélaga sem selja internet, sjónvarps og símaþjónustu. Það er í boði að fá verðtilboð og panta sér fjarskiptaþjónustu á staðnum. Auk þess verða fulltrúar Borgarbyggðar á staðnum til að svara spurningum um verkefnið. Lagning á ljósleiðara í dreifðum byggðum Borgar byggðar gengur samkvæmt áætlun. Senn líður að því að fyrstu notendur geti tengst kerfinu. Lagningu er lokið í áfanga 4 og 5 þ.e. frá Varmalandi að Reykholti auk þess sem unnið er að því að ljúka lagningu í áföngum 2 og 3. Á heimasíðu verkefnisins www.ljosborg.net geta íbúar séð hvaða áfanga þeir tilheyra. Íbúum í áföngum 2,3,4 og 5 er sérstaklega bent á að þetta er kjörið tækifæri til þess að hitta fulltrúa fjarskiptafélaga nú þegar komið er að því að tengjast kerfinu. Hlökkum til að sjá sem flesta. F.h. verkefnisins Guðmundur Daníelsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra fór síðastliðinn mánudag til Hvanneyrar í þeim til- gangi að kynna fyrir háskólanem- endum í héraðinu nýtt frumvarp um menntasjóð námsmanna. Fyr- ir fundinn fékk hún leiðsögn um starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hófst ferðin á Mið- Fossum. Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) kynntu einnig sín- ar kröfur og í kjölfarið voru pall- borðsumræður. Í pallborði sátu Lilja Dögg, Sigrún Jónsdóttir for- seti LÍS og Leifur Finnbogason formaður nemendafélagsins á Bif- röst. Í kynningu ráðherra kom m.a. fram að miklar breytingar eru að eiga sér stað í námslánakerfinu. Ljúki nemandi námi innan tiltekins tíma er 30% niðurfærsla á höfuð- stól, námslán verða greidd út mán- aðarlega, aukið val verður við end- urfjármögnun og lægstu mögulegir vextir í boði. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir betri stuðningi við fjöl- skyldufólk, einstæða foreldra og námsmenn utan höfuðborgarsvæð- isins. Sigrún Jónsdóttir, forseti Lands- samtaka íslenskra stúdenta, fjallaði um kröfur stúdenta vegna frum- varps um Menntasjóð námsmanna. Aðalkrafa stúdenta er að þak verði sett á vexti en þeir segja að frum- varpið í núverandi mynd boði af- nám vaxtahámarks sem sé að finna í reglum LÍN. Sigrún fór einnig yfir kröfur stúdenta er varða láns- rétt og skýrar lágmarks námsfram- vindukröfur. mm/ Ljósm. lrs Umhverfisráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verk- efna á sviði umhverfis- og auðlinda- mála og rekstrarstyrki til félaga- samtaka sem starfa á sviði umhverf- ismála. Ráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefna- svið þess. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkis- stofnana. Heildarfjárhæð til út- hlutunar er 56 m.kr. en hver ein- stakur styrkur getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur 10% af heildarstyrkfjárhæð hvers árs. Auk almennra verkefna á málefna- sviði ráðuneytisins er við úthlutun að þessu sinni einnig lögð áhersla á samstarfsverkefni sem lúta ann- ars vegar að eflingu hringrásarhag- kerfisins og hins vegar að loftslags- málum. Með samstarfsverkefni er átt við verkefni þar sem félagasam- tök, almenningur og/eða aðrir taka höndum saman um tiltekið verk- efni. Einnig er hægt að sækja um al- menna rekstrarstyrki til félagasam- taka. Markmið þeirra er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskipt- um um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 39 m.kr. Umsækj- endur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstr- arstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum. Umsóknarfrestur er til 3. janú- ar 2020. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Sjá nánar á heima- síðu umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. mm Styrkir til verkefna á svið umhverfis- og auðlindamála Lilja kom við á Mið-Fossum í skoðunar- ferð um mannvirki LbhÍ. Kynningarfundur um nýjan menntasjóð námsmanna Svipmynd frá fundinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.