Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 22. árg. 4. desember 2019 - kr. 950 í lausasölu
Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin. Þú velur fjárhæðina,
þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakort Arion banka fæst í öllum
útibúum okkar.
Gjöf sem gleður alla
arionbanki.is
sími 437-1600
Gjafakort
Jólaleg hádegi í desember
5. og 12. desember
Borðapantanir í síma 437-1600 eða á
landnam@landnam.is
Það er alltaf gaman
að gefa upplifun
• 2 STÓ
RAR P
IZZUR
AF M
ATSEÐ
LI
• 2 ME
ÐLÆT
I AÐ E
IGIN V
ALI
• 2 SÓS
UR AÐ
EIGIN
VALI
• 2 L G
OS
AÐEIN
S 5.99
0 KR.
Tilboð gildir út desember 2019
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með
Crispy chicken burger meal
1.590 kr.
Máltíð
Síðastliðinn fimmtudag héldu út-
skriftarnemar við Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi lokahóf sitt,
eða dimission. Þessir kærleiksbirnir
hófu daginn á því að bjóða starfs-
fólki skólans til morgunverðar. Að
morgunverði loknum litu þeir við í
kennslustofum og leystu þrautir hjá
kennurum áður en lagt var af stað í
óvissuferð. Dagskránni lauk svo um
kvöldið með dansleik nemendafélags-
ins á Gamla Kaupfélaginu.
mm/ Ljósm. fva.
Jón Þór Lúðvíksson, bakarameist-
ari í Ólafsvík, hefur rekið Brauð-
gerð Ólafsvíkur undanfarinn ára-
tug en starfað þar í fjóra áratugi.
Hann hefur nú ákveðið að selja
brauðgerðina vegna erfiðs rekstrar.
Fyrirtækið hvílir á gömlum merg,
var stofnað árið 1951. Í samtali við
Skessuhorn segir Jón Þór að hann
hafi nýlega sagt öllu starfsfólki sínu
upp og er nú einn að vinna. „Ég
ætla að halda áfram þangað til ég
get selt þar sem það kostar að reka
þetta húsnæði. Ég ætla að halda
áfram á meðan heilsan leyfir en það
tekur alltaf einhvern tíma að selja
svona fyrirtæki. Aðal ástæðan fyrir
því að vilja selja er heilsuleysi okk-
ar hjónanna og minnkandi sala sem
rekja má til aukinnar samkeppni við
stóru bakaríin og innfluttar brauð-
vörur. Ef þú horfir í hillurnar í búð-
unum sérð þú að við erum bara með
lítið horn þar og hillurnar fullar af
innfluttum og aðfluttum brauðvör-
um. Þá er ekki hægt að líta framhjá
því að orkukostnaður hefur hækk-
að mikið og ekki síður hefur orð-
ið gríðarleg hækkun launatengdra
gjalda. Þetta leggst allt á eitt að ger-
ir reksturinn erfiðari.“
Jón Þór segir að þegar mest var
að gera hjá honum hafi fjórtán
manns verið í vinnu og allt að fjórir
bakarar. Sjálfur hefur Jón Þór stað-
ið vaktina í brauðgerðinni í 40 ár.
„Þegar vertíðin var og hét voru allt
að 300 til 400 manns á vertíðarbát-
unum og komu þá matsveinar eld-
snemma á morgnanna til þess að
kaupa inn fyrir daginn. Þá var oft
líf í tuskunum og mikið talað, en
núna eru þetta kannski þrír til fjórir
matsveinar sem koma og gera inn-
kaup í bakaríinu. Nú eru aðeins þrír
endursöluaðilar eftir í öllum Snæ-
fellsbæ sem versla við okkur. Hót-
el, veitingastaðir og Snæfellsbær
kaupa ek kert.“
Jón Þór segir tækifæri felast í því
fyrir samheldna fjölskyldu að gera
eitthvað með reksturinn í húsinu.
„Það er svo margt hægt að gera ef
næg orka er til staðar,“ segir Jón
Þór Lúðvíksson að endingu.
af
Vill selja Brauðgerð Ólafsvíkur
Aukin samkeppni er við stóru bakaríin og innfluttar brauð-
vörur. Hér koma nýbökuð formbrauð úr mótunum.
Jón Þór að selja Rúnari Hallgrímssyni, matsveini á Magnúsi
SH, ljúffenga vínarbrauðslengju.
Kærleiksbirnir
dimmiteruðu