Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 201916
Skagakonan Bjarney Hinriksdóttir
hélt til Krítar í lok júní síðastliðins
þar sem hún ætlaði að verja sumr-
inu. Dvölin varð þó lengri þegar
Bjarney fékk upp í hendurnar fimm
litla móðurlausa hvolpa sem hún
þurfti að hugsa um. Par á ferða-
lagi fann hvolpana við hraðbraut
og tók þá upp á hótel. Þegar parið
þurfti svo að halda heim á leið tók
Bjarney að sér að hugsa um hvolp-
ana og leitar hún nú til almennings
um aðstoð við að fjármagna flutn-
ing hvolpanna heim til Íslands.
Tók sér listamannaleyfi
og hélt út
Aðspurð segist Bjarney vera mik-
ill dýravinur, kaffiunnandi og æv-
intýrakona. Hún þrífst á sköp-
un og hefur mikinn áhuga á and-
legum þroska, heilsu og vellíðan.
Hún starfar sem grafískur hönnuð-
ur og vefhönnuður og er jóga- og
núvitundarkennari og rekur Jóg-
astúdíó í miðbæ Reykjavíkur. Hún
fór til Krítar með það markmið að
einbeita sér að hönnun og bæta við
þekkinguna á því sviði. „Það getur
verið hollt að skipta um umhverfi
til að fá innblástur og ég ákvað að
taka mér smá frí frá jógakennslunni
og verja sumrinu á Krít. Ég bjó
mér því til mitt eigið listamanna-
leyfi og hélt út. Plönin mín breytt-
ust auðvitað þegar ég fékk hvolpana
til mín og þurfti að afla mér allra
upplýsinga um hvernig átti að ala
upp hunda,“ segir Bjarney í sam-
tali við Skessuhorn. Fljótlega fór
allur hennar tími í að hugsa um
hvolpana. „Ég hef sannarlega bætt
við mig þekkingu, en bara á öðrum
sviðum en ég bjóst við,“ segir hún
brosandi.
Farnir að taka sitt pláss
Eins og fyrr segir tók Bjarney við
hvolpunum af pari sem fann þá á
ferðalagi um Krít. „Þegar símtal-
ið kom hugsaði ég mig ekki tvisv-
ar um, enda var ég með auka her-
bergi og stórar svalir. Hversu erfitt
gæti það verið að sjá um fimm litla
hvolpa? Það er auðvitað fátt sæt-
ara en hvolpar og auðvitað föng-
uðu þeir hjarta mitt strax á fyrsta
degi,“ segir Bjarney. Hvolparn-
ir eru fjórar tíkur og einn rakki og
voru þau rétt um sex vikna þegar
Bjarney fékk þau. Parið sem fann
þau hafði þá gefið þeim nöfnin
Kala, Kissi, Funi, Chania og Balos
eftir fallegum stöðum á Krít sem
þau höfðu heimsótt. Hvolparnir
eru núna orðnir sex og hálfs mán-
aða. „Þau taka sitt pláss, borða mik-
ið og stækka ört. Þau eru Labra-
dor blendingar og því ansi stórir og
stæltir hundar,“ segir Bjarney.
Ætlar sjálf að
halda Kissi
Þegar hvolparnir fundust voru þeir
svo ungir að þeir hefðu þurft að
vera lengur hjá móður sinni. Bjarn-
ey gekk þeim því í móðurstað. „Ég
þurfti að ormahreinsa þá, kaupa
gott heilsusamlegt fóður og vítam-
ín og gefa þeim öryggi og hlýju,“
segir Bjarney. Hún segir það hafa
gengið vel að ala hvolpana upp. „Ég
lá yfir hundamyndböndum á You-
tube og las greinar til að læra hratt
hvernig best væri að ala upp hunda.
Ég vissi ekki mikið þar sem ég hafði
afar litla reynslu af hundum,“ segir
hún. Aðspurð segist hún ekki ætla
að eiga alla hundana sjálf þegar þau
koma til Íslands. „Hún Kissi verður
hjá mér. Hún er sú minnsta í hópn-
um en sú ákveðnasta og forvitnasta.
Hún valdi mig sjálf og ég ákvað
snemma að ég myndi halda henni.
Allir hinir eru komnir með góð
heimili á Íslandi,“ segir Bjarney. En
af hverju að flytja þau öll til Íslands
fremur en að finna heimili fyrir þau
á Krít? „Það hvarlaði aldrei að mér
að skilja þá eftir hér á Krít, aðallega
vegna þess sem ég hef orðið vitni
að hér hvað varðar meðferð á dýr-
um. Dýravelferð hér er komin afar
stutt,“ segir hún. „Það er erfitt að
finna fólk sem vill taka að sér dýr og
víða sjást hundar bundnir í stuttri
keðju allan liðlangan daginn í sjóð-
andi hita. Það liggja fyrir vísinda-
legar sannanir fyrir því að dýr eru
viðkvæmar verur og upplifa tilfinn-
ingar. Þau hafa getu til að njóta lífs-
ins sem og þjást tilfinninganlega.
Virðing fyrir dýrum í heiminum
er nú mikilvægari en nokkru sinni
fyrr og leiðir til meiri samkennd-
ar í samfélaginu. Við gleymum oft
að allt líf á jörðinni er samtvinnað;
dýr, menn og náttúra.“
Hóf söfnun á
Karolina Fund
Að flytja hunda til Íslands er flókið
og erfitt ferli sem kostar auk þess
sitt. „Eins og margir vita er ferlið
við að ferðast með dýr til Íslands
mjög kostnaðarsamt og flókið. Þeir
þurfa að vera orðnir sjö mánaða
áður en þeir ferðast, og það er aðal
ástæðan fyrir því að við erum ennþá
hér á Krít,“ segir Bjarney. Þeg-
ar hundarnir svo koma til Íslands
tekur við fjögurra vikna einangr-
un sem kostar um 250 þúsund fyr-
ir hvern hund. „Samtals er kostnað-
urinn við að flytja einn hund til Ís-
lands um hálf milljón króna,“ segir
Bjarney. Hún hefur því leitað eftir
aðstoð með söfnun í gegnum Kar-
olina Fund til að koma hundunum
til Íslands. Auk þess sem hún hef-
ur gefið út myndskreytta bók með
sögum af hundunum sem hún ætl-
ar að selja. „Á Karolina Fund get-
ur fólk lagt til fjárhæð að eigin
vali og fengið í staðinn mörg frá-
bær verðlaun. Þar er meðal ann-
ars í boði myndskreytta bókin,
kort í jóga, grafísk hönnun og vef-
síðugerð og svo eru frábærir lista-
menn að gefa vinnuna sína,“ seg-
ir Bjarney. Söfnunin hefur geng-
ið vel og segist Bjarney hafa fundið
mikinn stuðning, bæði fjárhagsleg-
an og í formi fallegra og hvetjandi
skilaboða. „Þetta er há upphæð sem
við þurftum að safna og við eigum
ennþá nokkuð í land, en ég hef fulla
trú á að þetta takist. Karolina Fund
er allt eða ekkert vettvangur og því
gerum við allt til að láta þetta tak-
ast,“ segir hún og bætir því við að
hún sé mjög þakklát öllum þeim
sem hafa stutt hana með fjárfram-
lögum og með því að deila söfnun-
inni á samfélagmiðlum. „Öll hjálp
er innilega vel þegin þar sem margt
smátt gerir eitt stórt,“ segir hún.
Bók um hundana
Myndskreyttu bókina sem Bjarney
er að selja sem hluta af söfnuninni
hefur hún unnið ásamt manninum
sínum José, en þau vinna bæði við
skapandi greinar. Ætlunin er að
gefa bókina út í apríl á næsta ári
og mun helmingur ágóðans renna
til Dýrahjálpar. „Þegar við byrjuð-
um að kynnast persónuleika hvers
hvolps fyrir sig sáum við snemma
að hver hundur kom með sinn ein-
staka karakter. Við sjáum þessi ein-
kenni sem ofurkrafta hvers og eins
og það veitti okkur innblástur við að
skrifa um ævintýri þeirra og skapa
myndskreyttar sögur, sem ætlaðar
eru fólki á öllum aldri. Bókin, með
hundunum fimm sem söguhetjum,
mun verða bók um stóru spurning-
ar lífsins, hindranir og hvernig við
yfirstíum þær; vinsemd, vinskap,
visku og kærleik. Við notum okkar
eigin persónulegu reynslu og gildi,
þekkingu á núvitund, heimspeki og
kunnáttu okkar sem hönnuðir og
myndskreytar til að myndskreyta
bókna og setja hana upp til prent-
unar,“ segir Bjarney.
Þeir sem vilja leggja Bjarneyju
og hundunum lið geta fundið „Hin
Frábæru Fimm“ á Karolina Fund
á slóðinni: https://www.karolina-
fund.com/project/view/2639. Þá
er hægt að fylgjast með þeim á Fa-
cebook undir heitinu The Fabulo-
us Five.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Sjálf ætlar Bjarney að eiga Kissi þegar
þau kom til Íslands en hinir hvolparnir
hafa fengið góð heimili hér á landi.
Kom fimm hvolpum til bjargar og
ætlar að flytja þá heim til Íslands
Bjarney Hinriksdóttir kom fimm hvolpum á Krít til bjargar og ætlar nú að flytja þá til Íslands.
Hvolparnir fimm eru Labrador blendingar og verða því nokkuð stórir.
Bjarney hefur hugsað um hvolpana ásamt manninum sínum José.
Hvolparnir fimm er farnir að taka sitt pláss í sófanum.