Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 201918 Bókaútgáfan Draumsýn hefur gef- ið út barnabókina Sólstafi eftir Jó- hönnu Harðardóttur, blaðamann í Hlésey. Bókin er ríkulega mynd- skreytt af Almari Steini Atlasyni, ungum hæfileikamanni sem gjarn- an er kenndur við Kassann, þar sem hann dvaldi eitt sinn um viku- tíma. Sólstafir byggja á fornri sögu úr Snorra-Eddu sem fjallar eins og kunnugt er um norræna goðafræði. „Mitt markmið með því að skrifa þessa bók er að sækja í norræna sagnaarfinn þjóðsögu sem ekki má undir nokkrum kringumstæðum falla í gleymsku - og koma henni á prent. Um leið reyni ég að snúa textanum yfir á mál sem börn skilja. Sólstafir er falleg saga um það þeg- ar ljósið fæðist á sólstöðum. Við Ásatrúarfólk höldum sólstöðuhá- tíðir að norrænum sið, en sólstöður eru hin upprunalegu jól norrænna manna,“ segir Jóhanna í samtali við Skessuhorn. Jóhanna segir að Sólstafir séu saga af Frey og Gerði. „Freyr er frjósemisgoðið og er í upphafi sög- unnar í þunglyndi. Hann stelst upp í hásæti Óðins og sér þaðan yfir alla heima. Meðal annars sér hann til Jötunheima þar sem Gerður Gym- isdóttir, tákn sólarinnar, dvelur. Hann verður hugfanginn af henni. Bókin fjallar um ævintýri þeirra og í henni kemur við sögu ást, sorg, draumar og átök. Raunar það sem einkennt gæti sögu um ungt fólk í dag. Ég gæti þess þó að allt sem þarna stendur rúmist í sögu fyr- ir börn.“ Jóhanna segist hafa ver- ið heppin að fá Almar Stein til að myndskreyta bókina. „Hann er líf- legur ungur maður og tókst honum vel upp í þessu verkefni. Myndir hans eru allar málaðar með olíu á striga, þær eru trúverðugar og hann sýnir þarna næmni, skynjar sög- una vel og gefur henni fallegt yfir- bragð.“ Jóhanna kveðst nýbúin að fá bók- ina úr prentun og næstu dagar og vikur fara því í upplestur og aðr- ar kynningar á bókinni. „Ég mun lesa fyrir börn og taka þátt í bók- arkynningum í verslunum, á Þjóð- minjasafninu, hjá Ásatrúarfélaginu og víðar. Það eru því líflegar vik- ur framundan og það er spennandi fyrir gamlan blaðamann eins og mig að eiga hlutdeild í bókaflóðinu í aðdraganda jóla og sólstöðuhátíð- ar,“ segir Jóhanna að endingu. mm Hestamenn á Vesturlandi gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstu- dag þegar hestamannafélögin héldu sameiginlega árshátíð sína og uppskeruhátíð á Hótel Stykkis- hólmi. Hrossaræktarsamband Vest- urlands veitti viðurkenningar fyrir góðan árangur í kynbótastarfi. Þar var hrossaræktarbúið Skipaskagi, bú þeirra Jóns Árnasonar og Sig- urveigar Stefánsdóttur, verðlaunað fyrir bestan árangur í ræktunar- starfi á árinu, en við val á ræktun- arbúi ársins er sem fyrr tekið mið af fjölda sýndra hrossa og árangur þeirra. Í öðru sæti varð búið á Mið- Fossum í Andakíl og í þriðja sæti Einhamar 2 á Akranesi. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir bestu kyn- bótahrossin í landshlutanum, sbr. meðfylgjandi lista: Fjögurra vetra hryssur: Í fyrsta sæti var Talía frá Skrúð. Faðir: Hrannar frá Flugumýri. Móðir: Pera frá Skrúð. Talía hlaut 8,04 í einkunn. Ræktandi er Sigfús Jónsson í Skrúð. Í öðru sæti var Víóla frá Skrúð. Faðir: Konsert frá Hofi. Móðir: Ósk frá Skrúð. Hún hlaut 7,81 í einkunn. Ræktandi er Sigfús Jóns- son í Skrúð. Fimm vetra hryssur: Í fyrsta sæti var Dröfn frá Stykkis- hólmi. Faðir: Hágangur frá Narfa- stöðum. Móðir: Tvíbrá frá Árbæ. Dröfn hlaut 8,53 í einkunn. Rækt- andi er Valentínus Guðnason. Í öðru sæti var Mjallhvít frá Þver- holtum. Faðir: Eldur frá Torfunesi. Móðir: Mjöll frá Horni I. Hún hlaut 8,30 í aðaleinkunn. Ræktandi: Sunna Birna Helgadóttir. Í þriðja sæti var Pollí frá Mið- Fossum. Faðir: Ómur frá Kvistum. Móðir: Saga frá Strandarhöfða. Hún hlaut 8,24 í aðaleinkunn. Ræktandi: Lára Friðbertsdóttir. Sex vetra hryssur: Í fyrsta sæti Nál frá Sauðafelli. Faðir: Glaumur frá Geirmundar- stöðum. Móðir: Hespa frá Sauða- felli. Hún hlaut 8,36 í aðaleinkunn. Ræktendur: Berglind Vésteins- dóttir og Finnbogi Harðarson. Í öðru sæti var Völva frá Sturlu- reykjum II. Faðir: Aðall frá Nýja- Bæ. Móðir: Skoppa frá Hjarðar- holti. Hlaut hún 8,34 í aðalein- kunn. Ræktandi: Jóhannes Krist- leifsson. Í þriðja sæti var Ör frá Mið-Foss- um. Faðir: Álfur frá Selfossi. Móð- ir: Ósk frá Mið-Fossum. Ör hlaut 8,31 í aðaleinkunn. Ræktandi: Ár- mann Ármannsson. Hryssur sjö vetra og eldri: Í fyrsta sæti er María frá Syðstu- Fossum. Faðir: Maríus frá Hvann- eyri. Móðir: Líf frá Syðstu-Foss- um. Í aðaleinkunn hlaut María 8,28. Ræktandi: Unnsteinn Snorri Snorrason. Í öðru sæti var Freyja frá Hjarðar- holti. Faðir: Mjölnir frá Hlemmi- skeiði 3. Móðir: Brák frá Hjarðar- holti. Í aðaleinkunn hlaut Freyja 8,19. Ræktandi: Hrefna Bryndís Jónsdóttir. Í þriðja sæti var Eyja frá Hrís- dal. Faðir: Dugur frá Þúfu í Land- eyjum. Móðir: Mánadís frá Margr- étarhofi. Í aðaleinkunn hlaut Eyja 8,18. Ræktendur: Gunnar Sturlu- son og Guðrún Margrét Baldurs- dóttir. Stóðhestar fjögurra vetra: Í fyrsta sæti var Gljátoppur frá Miðhrauni. Faðir: Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum. Móðir: Salka frá Stuðlum. Í aðaleinkunn hlaut Gljátoppur 8,11. Ræktandi: Ólafur Ólafsson. Í öðru sæti var Djákni frá Skipa- skaga. Faðir: Konsert frá Hofi. Móðir: Viska frá Skipaskaga. Í að- aleinkunn hlaut Djákni 8,06. Rækt- endur: Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir. Í þriðja sæti var Mýrkjartan frá Akranesi. Faðir: Ölnir frá Akra- nesi. Móðir: Ögrun frá Akranesi. Í aðaleinkunn hlaut Mýrkjartan 8,04. Ræktandi: Smári Njálsson. Stóðhestar fimm vetra: Í fyrsta sæti varð Eldjárn frá Skipa- skaga. Faðir: Jarl frá Árbæjarhjá- leigu. Móðir: Glíma frá Kaldbak. Í aðaleinkunn hlaut Eldjárn 8,65. Ræktandi: Jón Árnason. Í öðru sæti varð Bersir frá Hæg- indi. Faðir: Hersir frá Lambanesi. Móðir: Blæja frá Hesti. Í aðalein- kunn hlaut Bersir 8,35. Ræktandi: Björg María Þórsdóttir. Í þriðja sæti varð Ögri frá Bergi. Faðir: Jarl frá Árbæjarhjáleigu II. Móðir: Skriða frá Bergi. Í aðalein- kunn hlaut hann 8,27. Ræktandi: Jón Bjarni Þorvarðarson. Stóðhestar sex vetra: Í fyrsta sæti varð Nökkvi frá Hrísa- koti. Faðir: Rammi frá Búlandi. Móðir: Hugrún frá Strönd III. Í að- aleinkunn hlaut hann 8,48. Rækt- andi: Sif Matthíasdóttir. Í öðru sæti varð Þjóðálfur frá Álftártungu. Faðir: Álfur frá Sel- fossi. Móðir: Þjóðhátíð frá Mið- sitju. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,14. Ræktandi: Guðrún Gróa Sig- urðardóttir. Í þriðja sæti varð Freymar frá Brautarholti. Faðir: Krákur frá Blesastöðum 1A. Móðir: Bryng- lóð frá Brautarholti. Í aðaleinkunn hlaut Freymar 7,99. Ræktendur: Magnús Benediktsson, Þrándur Kristjánsson og Snorri Kristjáns- son. Stóðhestar sjö vetra og eldri: Í fyrsta sæti varð Gleipnir frá Skipa- skaga. Faðir: Skaginn frá Skipa- skaga. Móðir: Sylgja frá Skipa- skaga. Í aðaleinkunn hlaut Gleipnir 8,44. Ræktandi: Jón Árnason. Í öðru sæti varð Magni frá Lamb- eyrum. Faðir: Toppur frá Auðs- holtshjáleigu. Móðir: Mjöll frá Horni I. Í aðaleinkunn hlaut Magni 8,44. Ræktendur: Ásmundur Ein- ar Daðason og Sunna Birna Helga- dóttir. Í þriðja sæti varð Stofn frá Akra- nesi. Faðir: Asi frá Lundum II. Móðir: Iða frá Vestra-Fíflholti. Í aðaleinkun hlaut Stofn 8,42. Rækt- andi: Benedikt Þór Kristjánsson. mm Jóhanna Harðardóttir með bók sína Sólstafi, söguna af Frey og Gerði. Sólstafir eru ástarsaga fyrir börn byggð á norrænni goðafræði Uppskeruhátíð vestlenskra hestamanna Skipaskagi er Ræktunarbú ársins 2019 Eldjárn frá Skipaskaga er hæst dæmdi fimm vetra stóðhesturinn, hér sýndur af Daníel Jónssyni. Skipaskagabúið hafði yfirburði í vali á ræktunarbúi ársins. Tamninga- maður búsins er Leifur Gunnarsson sem hefur unnið hjá þeim Jóni og Sigurveigu um árabil. Verðlaunahafar og fulltrúar þeirra á uppskeruhátíðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.