Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 11

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2019/105 371 R A N N S Ó K N Inngangur Frumkomin trefjunargallgangabólga (primary sclerosing cholangitis, PSC) er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á gallganga inn- an og utan lifrar. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar. Einkennandi fyrir sjúkdóminn er bólga og bandvefsmyndun í gallgöngum sem getur valdið á víxl þrengingum og víkkunum í gallvegum sem líkjast perlufesti á myndum.1 Skorpulifur og lifrarbilun eru al- gengar afleiðingar þegar sjúklingur hefur gengið lengi með sjúk- dóminn.2 Auk þess eru sjúklingar í aukinni áhættu að greinast með krabbamein í gallgöngum og ristli.3 Allt að 50% sjúklinga þurfa lifrarígræðslu eða deyja af völdum sjúkdómsins innan 10-15 ára frá greiningu, ýmist vegna þrálátrar stíflu í gallgöngum vegna endurtekinnar gallgangabólgu, skorpulifrar og/eða vegna krabba- meins í gallgöngum og/eða lifur.4 Sjúklingar með bólgusjúkdóma í meltingarvegi eru í aukinni áhættu að fá sjúkdóminn og þá sérstaklega sjúklingar með sáraristilbólgu. Þekkt er að 2-7,5% af sjúklingum með sáraristilbólgu greinast með PSC á lífsleiðinni og um 50-80% af sjúklingum með PSC greinast einnig með sáraristil- bólgu, eða Crohns-sjúkdóm.5-10 Meirihluti sjúklinga eru karlmenn greindir á þrítugs- eða fertugsaldri.5 Faraldsfræðirannsóknir hafa sýnt nýgengi allt frá 0,41/100.000 til 1,30/100.000 á ári.6-11 Nýgengi er einna hæst í Skandinavíu (tafla I). Hins vegar er skortur á rann- sóknum sem skoða faraldsfræði þessa sjúkdóms í lýðgrunduðu þýði og engin slík rannsókn hefur verið gerð hjá heilli þjóð. Engin rannsókn hefur áður verið gerð á faraldsfræði PSC á Íslandi. Markmið okkar var því að skoða nýgengi þessa sjúkdóms á Ís- landi á árunum 1992-2012 ásamt því hvað einkennir sjúklingahóp- inn og hvernig þeim farnast. Frumkomin trefjunargallgangabólga á Íslandi 1992-2012 Á G R I P INNGANGUR Frumkomin trefjunargallgangabólga er langvinnur bólgusjúkdómur í gallvegum innan og/eða utan lifrar sem getur valdið skorpulifur, lokastigs lifrarbilun og leitt til lifrarígræðslu. Bólgusjúkdómar í meltingarvegi, fyrst og fremst sáraristilbólga, er algengur áhættu- þáttur. Hæsta nýgengi fullorðinna sem hefur verið birt var 1,2- 1,3/100.000 í Noregi og Svíþjóð og 60-76% höfðu bólgusjúkdóm í meltingarvegi. Markmið þessarar fyrstu rannsóknar sjúkdómsins á Íslandi var að kanna faraldsfræði hans frá árunum 1992-2012 og afdrif sjúklinganna. AÐFERÐIR Leit var framkvæmd í gagnagrunnum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri að sjúkdómsgreiningunni: K83.0, „Gallgangabólga“, frá 1992 til 2012. Að auki var gerð leit að sjúklingum með yfirferð á öllum gallvegaspeglunum og segulómunum af gallvegum sem framkvæmdar voru á Landspítala 1992-2012. Einnig var gerð textaleit bæði í gagnagrunnum beggja spítalanna og í gagnagrunni meinafræðinnar fyrir lifrarsýni. NIÐURSTÖÐUR Alls fundust 42 sjúklingar með sjúkdóminn innan umrædds tímabils. Miðgildi aldurs við greiningu var 34 ára, 67% voru karlkyns og 90% fullorðnir (≥18 ára). Meðalnýgengi á ári var 0,69/100.000 manns á rannsóknartímabilinu. Alls 88% sjúklinga reyndust vera með bólgusjúkdóm í meltingarvegi, þar af 89% sjúklinga með sáraristilbólgu. Sjö sjúklingar hafa verið greindir með krabbamein, þar af fjórir með meinið í gallgöngum og einn í gallblöðru. Innan tímabilsins dóu 5 sjúklingar (12%), 51 mánuði (miðgildi) frá greiningu og þar af þrír úr gallgangakrabbameini 51 mánuðum (miðgildi) frá greiningu. Þrír (7%) þurftu lifrarígræðslu, þar af einn í tvígang. ÁLYKTANIR Nýgengi á Íslandi reyndist lægra en í nágrannalöndum okkar í Skandinavíu. Það er óljóst hvort það stafar af vangreiningu tilfella og/eða að sjúkdómurinn sé sjaldgæfari á Íslandi en í Noregi og Svíþjóð. Alls 7% þurftu á lifrarígræðslu að halda og 12% dóu úr sjúkdómnum, aðallega vegna gallgangakrabbameins. Hafsteinn Óli Guðnason1 læknir Jón Örvar Kristinsson1 læknir Óttar Már Bergmann1 læknir Sigurður Ólafsson1 læknir Jón Gunnlaugur Jónasson2,3 læknir Einar Stefán Björnsson1,3 læknir 1Meltingardeild, 2meinafræðideild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Hafsteinn Óli Guðnason, haddiog@gmail.com DOI: 10.17992/lbl.2019.09.245 Skammstafanir ALP = Alkalískur fosfatasi ERCP = Gallgangaspeglun (endoscopic retrograde cholangiopancreatography) Gamma-GT = Gamma-glútamýl transferasi MRCP = segulómun af gall göngum (magnetic resonance cholangiopancreatography) ICD = ICD-10 Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma (International classification of disease) IQR = fjórðungaspönn (interquartile range) PBC = Frumkomin gallskorpulifur (primary biliary cholangitis). PSC = Frumkomin trefjunargallgangabólga (primary schlerosing cholangitis) UDCA = Ursodeoxycholic sýra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.