Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 48

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 48
408 LÆKNAblaðið 2019/105 Sólveig Magnúsdóttir MD MBA Samstarf Landspítala og heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu varðandi markvissan undirbúning sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir, forhæfingu, er áhuga- vert og mikilvægt verkefni. Skilgreint markmið verkefnisins er að nýta bið- tímann fyrir aðgerð til að bæta þjónustu við sjúklinga með tímabærri greiningu og meðhöndlun áhættuþátta og minnka þannig líkur á fylgikvillum eftir aðgerð. Vel heppnað verkefni ætti þannig að hafa bæði jákvæð áhrif á gæði og þjónustu við sjúklinga og einnig jákvæð áhrif á rekstur heilbrigðiskerfisins.1 Þeir heilsufarsþættir sem lögð er áhersla á eru blóðskortur, sykursýki, vannæring, offita, og reykingar.2 Allt eru þetta mikilvægir þættir, en það kom á óvart að ekki er minnst á mikilvægi þess að skima fyrir kæfisvefni á forhæfingar- tímabilinu, jafnvel þótt tíðni kæfisvefns sé aukin í bæði sjúklingum með sykur- sýki og sjúklingum í yfirþyngd, en við- miðunarhópurinn sem skilgreindur er í rannsóknarverkefninu er samsettur af einstaklingum í yfirþyngd (BMI>31).3 Offita er vaxandi vandamál um allan heim og er sjúkdómur sem leiðir til margskonar heilsufarsvandamála, þar á meðal auk- innar áhættu á sykursýki, háþrýstingi, og hjarta- og æðasjúkdómum.4-8 Tíðni kæfisvefns er aukinn samfara öllum þess- um heilsufarsvandamálum9-11 og dánar- tíðni í kjölfar liðskiptaaðgerða er mun hærri hjá þeim sjúklingum sem einnig hafa kæfisvefn þegar borið er saman við sjúklinga sem ekki hafa kæfisvefn.12-14 Kæfisvefn einkennist af endurtekn- um öndunartruflunum í svefni, oftast vegna þrengsla eða lokunar í efri hluta öndunarvegs, þrátt fyrir sífellt kröft- ugri innöndunartilraunir sjúklings með tímabundnum lækkunum á súrefni í blóði og truflunum á svefngæðum.5-7 Tíðni kæfisvefns er há meðal almennings13-15 og áætlað er að allt að 85% sjúklinga með kæfisvefn séu ógreindir.16-18 Auk þess er hluti sjúkllinga sem hafa kæfisvefn mis- greindur með annarskonar svefntruflun (insomnia) og fá því ekki viðeigandi með- ferð.19,20 Ómeðhöndlaður kæfisvefn hefur neikvæð áhrif á bæði lífsgæði og heilsufar sjúklings og því mikilvægt að greina sjúk- dóminn og meðhöndla.21 Tíðni kæfisvefns í sjúklingum sem eru lagðir inn á spítala fyrir aðgerðir er hærri þegar borið er saman við tíðni sjúkdóms- ins hjá almenningi.22 Engu að síður er algengt að bæði svæfingalæknar og skurð- læknar missi af ógreindum kæfisvefni hjá sjúklingum áður en að aðgerð kemur. Í rannsókn á 708 sjúklingum sem sendir voru í svefnrannsókn (polysomnography, PSG) fyrir aðgerð og voru 38% greind með meðal til alvarlegan kæfisvefn (kæfisvefnsstuðul ≥15). Svæfingarlæknum yfirsást þessi greining í 60% tilfella og skurðlæknum í 92% tilfella.23 Tíminn fyrst eftir aðgerð, þegar sefandi lyf og ópíóðar eru gjarnan eru notaðir sem meðferð við verkjum, er sérstak- lega áhættusamur tími fyrir sjúklinga með ógreindan kæfisvefn þar sem lyfin geta slævt öndun og aukið líkur á að efri öndunarvegur falli saman. Nýlega birt rannsókn bendir á auknar líkur á slævingu öndunar við notkun ópíóða í sjúklingum með kæfisvefn og sýnir fram á samband á milli daglegs lyfjaskammts og dauða, eða nær dauða.24 Fjöldi rann- sókna bendir á hærri tíðni súrefnisskorts, öndunarbilunar og alvarlegra tilvika tengdum hjarta og æðakerfi í kjölfar skurðaðgerða, sem valda því að oftar þarf að flytja sjúklinga með ógreindan kæfisvefn á gjörgæslu eftir aðgerð en sjúk- linga sem ekki hafa kæfisvefn.25-37 Þessi aukna áhætta á fylgikvillum tengdum aðgerðum í sjúklingum með ógreindan kæfisvefni beina sjónum að mikilvægi þess að greining kæfisvefns sé hluti af for- hæfingarferlinu ef markmiðið er að bæta þjónustu við sjúklinga, minnka áhættu á fylgikvillum og bæta árangur eftir lið- skiptaaðgerðir. Alþjóðlegar leiðbeiningar um undir- búning sjúklinga fyrir aðgerð, þar með talið leiðbeiningar fyrir heilsugæslu, leggja áherslu á mikilvægi þess að Forhæfing, gæði heibrigðisþjónustu og þjónusta við sjúklinga Athugasemd við grein Maríu Sigurðardóttur: Forhæfing, undirbúningur sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir; Læknablaðið júlí 2019. B R É F T I L R I T S T J Ó R A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.