Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 43

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2019/105 403 ur. Það hafi ekki alltaf tekist. Almennar lyflækningar fáist við þessar áskoranir og að stýra þjónustunni og sníða hana að þörfum sjúklinga en kostnaðaraukningin í heilbrigðiskerfinu sé áhyggjuefni. „Annað viðfangsefni Evrópusamtaka lyflækna er hágæða þjónusta fyrir sem minnstan kostnað.Við höfum getu til að gera mjög mikið en þurfum að nýta úrræðin sem best fyrir fólk. Það er mikil hætta, eins og heilbrigðisþjónustan er upp- byggð, á að fólk fari út af örkinni og finni sér þjónustu. Svo þegar árangurinn er ekki fullnægjandi leitar það annað og ferlið byrjar að nýju með tilheyrandi kostnaði,“ segir Runólfur. „Svo hafa mörg úrræði sem við höfum þróað í góðri trú, eins og rannsóknir og meðferðarúrræði, ekki reynst eins gild og í fyrstu var talið. Þá erum við að kasta fjár- munum,“ leggur hann áherslu á. Orð hans styðja við umræðu um átak um snjallt val í heilbrigðiskerfinu. „Minna er meira er því ráðandi mantran í dag,“ segir hann. En glímt sé við hugarfarið. „Við búum við ríka hefð í menntun, þjálfun og uppeldi heilbrigðisstétta. Þetta á ekki síst við lækna, þeir hafa með ákvörðunum sínum gríðarleg áhrif á hvernig fjármagn er nýtt í heilbrigðis- þjónustu,“ segir hann. Erfitt sé að breyta vinnufyrirkomulaginu en nauðsyn eigi að síður. Verðlaun í vísindum Hallgrímskirkjuturninn blasir við út um gluggann á skrifstofu Runólfs. Sól- argeislarnir teygja sig inn og lýsa upp allar bækurnar og skjölin sem hann hefur sankað að sér í bunkum í gegnum tíðina. Þetta eru örugglega merkileg plögg. Í það minnsta hafa niðurstöður hans í nýrna- rannsóknum verið verðlaunaðar, nú síðast fékk hann 5 milljónir króna fyrir vís- indastörf úr Verðlaunasjóði í læknisfræði og skyldum greinum sem afhent voru á ráðstefnunni Vísindum á vordögum. „Ég hef verið hluti af sterkum hópi vísindamanna,” segir Runólfur. „Vísinda- starfið í dag byggist gríðarlega mikið á samvinnu og ég stofnaði til samstarfs við Ólaf Skúla Indriðason nýrnalækni og Viðar Eðvarðsson barnanýrnalækni og dósent fyrir meira en tveimur áratug- um. Við höfum unnið saman að þessu starfi,” segir hann. Allir hafi þeir verið í öðrum verkefnum líka. „En kjarninn er í þessu samstarfi.“ Þeir vinna í samstarfi við aðra hópa, bæði innanlands og utan, og náið með Íslenskri erfðagreiningu og Hjartavernd. Langvinnur nýrnasjúkdómur og nýrnasteinar hafa verið helstu við- fangsefnin með áherslu á faraldsfræði og erfðir. Meginmarkmiðið er að finna leiðir til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. En af hverju þessi viðfangsefni? „Jú, af því að þetta eru svo algengir kvillar. Það er fjöldi einstakra nýrnasjúk- dóma sem leiða til langvinns nýrnasjúk- dóms,“ segir hann. „Þetta er mjög gefandi. Vísindastarf er afar mikilvægur þáttur innan háskólasjúkrahúss.“ Runólfur Pálsson prófessor á skrifstofu sinni á Landspítala. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.