Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 52

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 52
412 LÆKNAblaðið 2019/105 Kristófer Þorleifsson formaður. Öldungadeildar LÍ Stofnfundur Öldungadeildar Læknafélags Íslands var haldinn 7. maí 1994. Haldin var 25 ára afmælishátíð í framhaldi af aðalfundi félagsins 3. maí síðastliðinn í Hvammi á Grand Hótel. Alls mættu 45 á hátíðina og snæddu saman gómsæta þriggja rétta máltíð. Hátíðinni stjórnaði Kristófer Þorleifs- son formaður Öldungadeildar LÍ. Á hátíðinni var Sigurður Egill Þor- valdson gerður að heiðursfélaga, en hann var formaður félagsins frá 2009 til 2013. Formaður afhenti Sigurði heiðursskjal og eiginkonu hans Jónu Þorleifsdóttur blóm- vönd. Undir borðum flutti Reynir Tómas Geirsson fyrrv. prófessor og forstöðulækn- ir á kvennadeild Landspítala erindi sem nefndist „Normannar og Engilsaxar. Um saumaða sögu“. Í erindinu fjallaði Reynir um meginverk í miðaldasögu Evrópu, saumaðan 70 metra langan refil eða vegg- saum sem gerður var í Englandi um 10-12 árum eftir innrás Normanna í England 1066. Refillinn er kenndur við borgina Ba- yeux í Normandí þar sem hann hefur ver- ið geymdur nær óslitið í 950 ár. Eiginkona Reynis, Steinunn J. Sveinsdóttir (1945-2018) þýddi danska skáldsögu um tilurð ref- ilsins og saumaskapinn, og Reynir hefur verið að vinna að útgáfu þýðingarinnar. Hann fjallaði um refilinn sjálfan, – mesta listaverk snemmmiðalda sem gert var af konum, um saumaskapinn og saumaað- ferðina sem gleymdist eftir 13. öld nema á Íslandi, um sögu hans og hvernig ref- illinn varðveittist lítt skemmdur í nær 1000 ár. Hann rakti sögu þá sem refillinn lýsir, það er að segja herferð Normanna til Englands, tildrög hennar og aðstæður beggja megin Ermarsundsins, tilviljanir sem gerðu siglingu 100 lítilla skipa með hesta og hermenn mögulega, erfiða stöðu Engilsaxa, sem neyddust til að berjast fyrst við norskan her norðar í landinu og ganga svo hraðgöngu suður að Ermarsundi til að berjast við Normannana og bandamenn þeirra við Hestengi. Hann sýndi fjölda mynda, bæði af stærri og smærri atrið- um í reflinum, – sögulegum, lýsandi og skondnum, myndir af reflinum sjálfum á safninu í Bayeux og af stöðum sem tengj- ast sögunni beint og óbeint. Í lokin var orrustunni við Hestengi lýst. Loks fjallaði Reynir um hvaða þýðingu innrás Nor- manna hafði fyrir samfélagsskipan á Bret- landi og framrás sögunnar, á Bretlandi, í Evrópu og hvernig hún gæti hafa tengst tilurð breska heimsveldisins. Góður rómur var gerður að erindi Reynis og honum þakkað með heiðurs- skjali og bókagjöf sem formaður afhenti honum. Samkomunni lauk um kl. 23 og héldu þá gestir hver til síns heima glaðir og reifir. Öldungadeild Læknafélags Íslands 25 ára Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður Jóhannes M. Gunnarsson ritari Guðmundur Viggósson gjaldkeri Halldóra Ólafsdóttir Margrét Georgsdóttir Öldungaráð Hörður Alfreðsson Magnús B. Einarson Reynir Þorsteinsson Snorri Ingimarsson Þórarinn E. Sveinsson Umsjón síðu Magnús Jóhannsson Sigurður E. Þorvaldsson heiðursfélagi og eiginkona hans, Jóna Þorleifsdóttir, ásamt formanni. Hluti afmælisgesta. Reynir Tómas Geirsson prófessor emeritus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.