Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 22

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 22
382 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N höfðu tvær, 8% höfðu þrjár og fjórir einstaklingar eða 2% reyndust hafa allar fjórar. Salernisferðir, verkir og einkenni svefnleysis trufluðu svefn oftast Samtals trufluðu ofangreindir þættir svefn hjá 63,4% þátttakenda (n=216). Á mynd 2 sést að meirihluti þeirra sem höfðu einkenni svefnleysis glímdu auk þess við truflaðan svefn vegna verkja og/ eða salernisferða. Algengi einnar eða fleiri af sjö tilteknum svefntruflunum Samtals svöruðu 180 þátttakendur öllum spurningum í tengslum við svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð (RLS5) og jafnframt öllum spurningum um truflun á svefni vegna salernisferða, verkja, hita og kulda. Í ljós kom að 79% þeirra reyndust hafa minnst eina þessara svefntruflana en enginn reyndist hafa allar 7 svefntruflan- irnar. Að meðaltali höfðu þátttakendur (n=180) tæpar tvær svefn- truflanir hver, eða 1,82±1,49 svefntruflanir. Svefngæði skoðuð með greinandi tölfræði Ekki reyndist munur á svefngæðum karla og kvenna. Það reyndist ekki munur á svefngæðum eftir tímalengd frá sjúkdómsgreiningu og notkun steralyfja hafði ekki áhrif á svefngæði. Svefngæði voru minni hjá þeim sem voru 50 ára og yngri (t=2,126, p=0,035) miðað við þá sem voru eldri en 50 ára. Þeir sem voru með of háan blóð- þrýsting eða á meðferð við of háum blóðþrýstingi voru með minni svefngæði heldur en þeir sem voru ekki með vanda tengdan blóð- þrýstingi (t=2,619, p=0,011). Svefngæði voru minni hjá þeim sem höfðu líkamsþyngdarstuðul hærri en 35 kg/m2 borið saman við þá sem höfðu hann lægri (t=3,211, p=0,002). Þeir sem tóku svefn- lyf þrisvar í viku eða oftar höfðu mun verri svefngæði heldur en þeir sem ekki höfðu tekið svefnlyf síðastliðinn mánuð (t=7,351, p<0,0001) og þeir sem tóku svefnlyf þrisvar í viku eða oftar höfðu minnst svefngæði PSQI (=10,32). Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta línuleg tengsl milli svefngæða (PSQI var háða breytan) og 7 óháðra breyta (kyn, aldur, stig á ISI-svefnleysiskvarða, fótaóeirð-RLS5, ein- kenni kæfisvefns samkvæmt STOP-Bang, salernisferðir og verkir). Svefngæðin höfðu marktæk tengsl við óháðu breyturnar, F=35,07 (p<0,0001), R2=0,59. Þannig getur líkanið skýrt 59% í dreifingu breytunnar svefngæði, það sem hafði áhrif á minni svefngæði var fleiri stig á ISI-svefnleysiskvarða og verkir. Tengslin á milli ISI- svefnleysiskvarðans og svefngæða voru áberandi sterkust (tafla III). Umræða Lítil svefngæði (PSQI>5) voru algeng hjá þátttakendum (68%) og mikill meirihluti (79%) hafði einkenni einnar eða fleiri svefntrufl- ana. Það var athyglisvert að þó að einkenni svefnleysis (30%), kæfisvefns (24%) og fótaóeirðar (14%) hafi verið algeng var al- gengara að salernisferðir (39%) eða verkir (37%) trufluðu svefn. Samanburður á aldri og kyni þátttakenda (meðalaldur 47 ára og 77% konur) við faraldsfræðilega rannsókn á algengi MS á Íslandi (meðalaldur 47 ára og 73% konur)14 bendir til þess að þátttakend- ur endurspegli þýðið og styrkir það rannsóknarniðurstöður. Það styrkir auk þess niðurstöðurnar að tæp 40% MS-greindra á Íslandi tóku þátt, ekki er vitað til þess að svo stórt hlutfall MS-greindra hafi áður tekið þátt í rannsókn á svefngæðum eða svefntruflunum. Þar sem aldur og kyn endurspegla þýðið, þátttaka var ásættanleg og fólk alls staðar af landinu gat tekið þátt má ætla að hægt sé að yfirfæra niðurstöður á þýðið. Algengi skertra svefngæða hjá MS-greindum í rannsókninni reyndist vera mjög sambærilegt við algengi skertra svefngæða hjá MS-greindum í kínverskri rannsókn frá 2017 (65%).3 Kæfisvefnsein- kenni voru rúmum 10% sjaldgæfari í þessari rannsókn en einkenni svefnleysis voru hins vegar um 10% algengari hjá MS-greindum á Íslandi heldur en MS-greindum í kínversku rannsókninni (21%).3 Svefnsjúkdómar virðast vera verulega vangreindir hjá MS- greindum hér á landi (tafla I) líkt og kom fram í yfirgripsmikilli bandarískri rannsókn Brass og félaga.5 Í þeirri rannsókn voru 38% þátttakenda með auknar líkur á kæfisvefni samkvæmt niðurstöð- um STOP-Bang en einungis 4,3% voru með kæfisvefnsgreiningu.5 Í þessari rannsókn voru 4,7% þátttakenda með greindan kæfisvefn en samkvæmt niðurstöðum STOP-Bang voru 24% með auknar líkur á kæfisvefni. Í báðum löndum er mikill munur á greiningu kæfisvefns af lækni og auknum líkum á kæfisvefni. Hvað veldur er óljóst, en samkvæmt svörum við STOP-Bang eru kæfisvefnsein- kenni um 10-30% sjaldgæfari hjá MS-greindum á Íslandi, heldur en MS-greindum þátttakendum í rannsóknum frá Bandaríkjunum4,5 og Kína.3 Í þessari rannsókn voru kæfisvefnseinkenni fjórða al- gengasta svefntruflunin en ekki sú algengasta, eins og í rannsókn- um Braley (56%)4 Brass (38%)5 og Ma (37%).3 Það er eftirtektarvert að algengi svefnleysiseinkenna í rannsókn Brass (32%) var mjög sambærilegt við algengi svefnleysiseinkenna í þessari rannsókn, en það var hins vegar algengara að svefnleysi væri greint (11%) í rannsókn Brass5 en hér (7%). Greiningu á svefn- leysi hjá MS-greindum á Íslandi virðist því vera ábótavant. Miðað við fjögur greiningarskilmerki (RLS4) var fótaóeirð töluvert algengari í rannsókn Brass (37%)5 en í þessari rannsókn. En algengi (RLS4) í þessari rannsókn var hins vegar mjög sam- bærilegt við algengi hjá MS-greindum í samanburðarrannsóknum (19-22%).3,25 Tafla III. Línuleg aðhvarfsgreining, tengsl milli svefngæða (PSQI) og 7 óháðra breyta: aldurs, kyns, salernisferða, verkja, svefnleysiseinkenna, kæfisvefnsein- kenna og einkenna fótaóeirðar. Módel Óstöðluð hallatala Staðal- villa Stöðluð hallatala t-gildi p-gildi Aldur 0,004 0,017 0,013 0,254 0,800 Kyn 0,583 0,554 0,058 1,052 0,294 Salernisferðir -0,229 0,173 -0,072 -1,325 0,187 Verkir 0,661 0,186 0,213 3,553 <0,001 Svefnleysi, ISI 0,416 0,042 0,638 9,889 <0,001 Kæfisvefn, STOP-Bang -0,329 0,549 -0,033 -0,599 0,550 Fótaóeirð, RLS5 0,251 0,197 0,073 1,273 0,205 F=35,07 (p<0,001), R2=0,59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.