Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 14

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 14
374 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N sáraristilbólgu eru með aukna áhættu á að fá ristilkrabbamein og eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að greining PSC-sjúkdóms auki talsvert á þá áhættu.3,21 Nýlegri rannsóknir hafa þó ekki allar náð að sýna fram á þessa auknu áhættu.19 Við höfum ekki heldur náð að sýna fram á þessa auknu áhættu þar sem enginn af okkar sjúk- lingum var greindur með ristilkrabbamein. Þar sem við erum ekki með gögn úr ristilspeglunum sjúklinga er óvíst hversu margir sjúklingar hafa verið með ristilsepa sem hafa verið fjarlægðir og þar með komið í veg fyrir ristilkrabbamein síðar meir. Allt að 20% af PSC-sjúklingum erlendis sem þurfa lifrarígræðslu eru vegna krabbameins í lifur og/eða gallgöngum.22 Í okkar rannsókn greindust 10% með krabbamein í gallgöngum (milli 5-20% í öðrum rannsóknum)19,23,24 en enginn þeirra gekkst undir lifrarígræðslu. Lifun og lifrarígræðsla Lýðgrundaðar rannsóknir hafa sýnt fram á að um 12% PSC-sjúk- linga þurfi lifrarígræðslu.19 Einungis 7% af okkar sjúklingum fengu lifrarígræðslu á rannsóknartímabilinu en taka þarf tillit til þess að einn þeirra þurfti ígræðslu í tvígang. Einnig er tími frá greiningu að lifrarígræðslu lengri hér en erlendis (67 mánuður hjá okkur á móti 24 mánuðum erlendis).19 Óvíst er hvers vegna færri fá lifrarígræðslu á Íslandi og tími að aðgerð er lengri en hugsanlega er aðgangur að lifrarígræðslu hér erfiðari (lifrarígræðslur eru ekki framkvæmdar á Íslandi). Ekki var sérstaklega skráð hversu margir sjúklingar höfðu fengið lifrarbilun og jafnað sig án lifrarígræðslu en enginn var með lifrarbilun í lok tímabilsins. Þegar lifun er skoðuð í erlendum rannsóknum eru niðurstöður okkar svipaðar. Sænsk lýðgrunduð rannsókn á PSC-sjúklingum sýndi fram á að 13% sjúklingar dóu 48 mánuðum frá greiningu (12% og 51 mánuð- ur í okkar rannsókn).19 Styrkleikar og veikleikar Helstu veikleikar þessarar rannsóknar eru að ekki er til sértækur ICD-kóði fyrir sjúkdóminn. Ekki er hægt að treysta á að sjúklingar sem greinast með PSC hafi fengið greininguna K83.0, „gallganga- bólga“. Þetta eykur hættu á að missa af sjúklingum með grein- ingu sem getur haft talsverð áhrif á nýgengistölur fyrir svona lítið þýði. Til að vega á móti þessu var gerð ítarleg leit með fleiri en einni aðferð, sem verður að teljast styrkleiki fyrir þessa rannsókn. upp í 35 ár. Hlutfall karlmanna er þó svipað (67%) samanborið við aðrar rannsóknir (48-71%).6-10 Bólgusjúkdómar í meltingarvegi Niðurstöður fyrri rannsókna hafa sýnt að mikill meirihluti sjúk- linga hefur sáraristilbólgu eða Crohns-sjúkdóm þegar þeir grein- ast.6-10 Hátt hlutfall sjúklinga okkar var með bólgusjúkdóm í meltingarvegi og er það með því hæsta sem lýst hefur verið og þá sérstaklega varðandi sáraristilbólgu. Erfitt er að túlka hvers vegna, en hugsanlega endurspeglar það gott eftirlit með sjúklingum með sáraristilbólgu eða Crohns-sjúkdóm. Hjá þessum sjúklingahópi er reglulega fylgst með lifrarprófum bæði vegna lyfja meðferðar og vegna hættu á að þróa með sér PSC. Í okkar sjúklingahópi var það yfirleitt hækkun ALP í blóði sem vakti grun um sjúkdóminn og sjúklingur þá sendur í frekari rannsóknir. Áður en segulómun af gallvegum kom til var yfirleitt gert ERCP til greiningar, en nú á síð- ari árum byggir greiningin á MRCP og stundum á vefjasýnum úr lifur ef myndgreining nægir ekki.14 Þannig geta sjúklingar greinst með smásæja bólgu (small-duct PSC) sem þarfnast lifrarsýnis til greiningar. Okkar niðurstöður leiddu í ljós að 10% sjúklinga voru með smásæja bólgu, sem er svipað og í öðrum rannsóknum.15 Þær niðurstöður benda til að okkar sjúklingar hafi verið rannsakaðir ítarlega eða að minnsta kosti jafn vel og sjúklingar í öðrum vest- rænum löndum. Hins vegar má einnig koma með þá kenningu að einstaklingar sem eru með PSC án bólgusjúkdóms í meltingarvegi séu vangreindir þar sem ekki er reglulega fylgst með lifrarprófum hjá þeim sjúklingahópi fyrir greiningu. Einnig er mögulegt að sá sjúklingahópur sé líklegri til að fá ranga greiningu, til dæmis PBC í stað PSC, þar sem tenging lækna milli PSC og bólgusjúkdóma í meltingarvegi er sterk. Lyfjameðferð Lyfjameðferð með UDCA var mikið rannsökuð sem meðferð til að bæta horfur sjúklinganna í lok síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar og reyndist lækka lifrarpróf.16 Stór rannsókn sýndi hins vegar fram á að PSC-sjúklingar á UDCA-meðferð í háum skömmt- um hefðu verri horfur en þeir sem fengu lyfleysu og því hefur dregið mjög úr meðferð með þessu lyfi og henni verið hætt í flest- um tilfellum.17 Þessi breytta stefna í lyfjameðferð endurspeglast vel í okkar sjúklingahópi þar sem einungis 8 af þeim 19 sjúkling- um sem fengu UDCA-meðferð voru ennþá á lyfinu árið 2010. Auk þess var einn þeirra með skörunarheilkenni og því einnig með PBC þar sem UDCA er kjörmeðferð.18 Krabbameinsáhætta Aukin hætta á krabbameini, sérstaklega í gallvegum, er vel þekkt hjá PSC-sjúklingum. Helst er um að ræða gallgangakrabbamein en lifrarkrabbamein er einnig þekkt. Líkt og í okkar rannsókn hafa fyrri rannsóknir sýnt að þessir sjúklingar eru allt að 161-177 sinn- um líklegri (162 sinnum líklegri í þessari rannsókn) en almennt þýði til að greinast með krabbamein í lifur og/eða gallgöngum.3,19 Mikilvægt er því að skima reglulega fyrir krabbameini í þessum sjúklingum með árlegum myndrannsóknum.20 Sjúklingar með Mynd 1. Fjöldi sjúklinga greindir á hverju ári 1992-2012. 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Greining PSC 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.