Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 38

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 38
398 LÆKNAblaðið 2019/105 „Það er ótrúlegur bónus að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Þórdís Jóna Hrafn- kelsdóttir, landsliðsmaður í utanvega- hlaupum og hjartalæknir. Þær Þórdís og Elín Edda Sigurðardóttir læknir í sérnámi í gjörgæslu- og svæfingalækningum, hafa skapað sér nafn í hlaupaheiminum. Elín Edda á næstbesta tíma sem íslensk kona hefur náð í bæði heilu og hálfu maraþoni en þeim síðari náði hún í frumraun sinni. Tími Elínar Eddu var sá besti sem náðst hefur í tvo áratugi en þjálfari hennar, Martha Ernstsdóttir, á þann besta. Báðar sitja þær nú á ílangri skrifstofu Þórdísar Jónu á Landspítala við Hring- braut í læknasloppunum og klossunum. Elín Edda tók skutluna, rútuferðina á milli Hringbrautarspítala og Borgarspítala. „Það er svo gaman því félagsskapurinn er alltaf svo góður,“ segir hún þar sem við kom- um okkur fyrir og tengjum upptökutæki og tölvu, svo hægt sé að hlusta á viðtalið á vef Læknablaðsins. Við ætlum að ræða hlaupabakteríuna sem þær þó þvertaka fyrir að sé fíkn. Hlaupið einfaldlega haldi hausnum rétt skrúfuðum á í amstri dags- ins og geri þær að betri læknum. Ekki fíkn heldur stresslosun „Ég myndi klárlega segja að það væri þörf,“ segir Þórdís en ekki fíkn, því væru hlaupin fíkn þyrfti sífellt að hlaupa lengri vegalendir og engin leið væri að stoppa. „Hlaupin þjóna þeim tilgangi að takast á við daglega lífið, ná þessari afslöppun sem maður þarf til að kúpla sig frá amstrinu,“ segir Þórdís sem lengst hefur hlaupið 88 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hlaupið kryddar lífið Elín Edda og Þórdís hittust á Landspítalanum á góðum sumardegi og ræddu hlaupin með blaðamanni Læknablaðsins. Mynd/gag Læknarnir Elín Edda Sigurðardóttir og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir eru afrekshlauparar. Elín Edda er í fremstu röð Íslendinga í heilum og hálfum maraþonum og Þórdís Jóna er í landsliðinu í utanvegahlaupum og æfir nú fyrir 100 kílómetra hlaup sem fram fer á Ítalíu í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.