Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 43

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 43
LÆKNAblaðið 2019/105 403 ur. Það hafi ekki alltaf tekist. Almennar lyflækningar fáist við þessar áskoranir og að stýra þjónustunni og sníða hana að þörfum sjúklinga en kostnaðaraukningin í heilbrigðiskerfinu sé áhyggjuefni. „Annað viðfangsefni Evrópusamtaka lyflækna er hágæða þjónusta fyrir sem minnstan kostnað.Við höfum getu til að gera mjög mikið en þurfum að nýta úrræðin sem best fyrir fólk. Það er mikil hætta, eins og heilbrigðisþjónustan er upp- byggð, á að fólk fari út af örkinni og finni sér þjónustu. Svo þegar árangurinn er ekki fullnægjandi leitar það annað og ferlið byrjar að nýju með tilheyrandi kostnaði,“ segir Runólfur. „Svo hafa mörg úrræði sem við höfum þróað í góðri trú, eins og rannsóknir og meðferðarúrræði, ekki reynst eins gild og í fyrstu var talið. Þá erum við að kasta fjár- munum,“ leggur hann áherslu á. Orð hans styðja við umræðu um átak um snjallt val í heilbrigðiskerfinu. „Minna er meira er því ráðandi mantran í dag,“ segir hann. En glímt sé við hugarfarið. „Við búum við ríka hefð í menntun, þjálfun og uppeldi heilbrigðisstétta. Þetta á ekki síst við lækna, þeir hafa með ákvörðunum sínum gríðarleg áhrif á hvernig fjármagn er nýtt í heilbrigðis- þjónustu,“ segir hann. Erfitt sé að breyta vinnufyrirkomulaginu en nauðsyn eigi að síður. Verðlaun í vísindum Hallgrímskirkjuturninn blasir við út um gluggann á skrifstofu Runólfs. Sól- argeislarnir teygja sig inn og lýsa upp allar bækurnar og skjölin sem hann hefur sankað að sér í bunkum í gegnum tíðina. Þetta eru örugglega merkileg plögg. Í það minnsta hafa niðurstöður hans í nýrna- rannsóknum verið verðlaunaðar, nú síðast fékk hann 5 milljónir króna fyrir vís- indastörf úr Verðlaunasjóði í læknisfræði og skyldum greinum sem afhent voru á ráðstefnunni Vísindum á vordögum. „Ég hef verið hluti af sterkum hópi vísindamanna,” segir Runólfur. „Vísinda- starfið í dag byggist gríðarlega mikið á samvinnu og ég stofnaði til samstarfs við Ólaf Skúla Indriðason nýrnalækni og Viðar Eðvarðsson barnanýrnalækni og dósent fyrir meira en tveimur áratug- um. Við höfum unnið saman að þessu starfi,” segir hann. Allir hafi þeir verið í öðrum verkefnum líka. „En kjarninn er í þessu samstarfi.“ Þeir vinna í samstarfi við aðra hópa, bæði innanlands og utan, og náið með Íslenskri erfðagreiningu og Hjartavernd. Langvinnur nýrnasjúkdómur og nýrnasteinar hafa verið helstu við- fangsefnin með áherslu á faraldsfræði og erfðir. Meginmarkmiðið er að finna leiðir til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. En af hverju þessi viðfangsefni? „Jú, af því að þetta eru svo algengir kvillar. Það er fjöldi einstakra nýrnasjúk- dóma sem leiða til langvinns nýrnasjúk- dóms,“ segir hann. „Þetta er mjög gefandi. Vísindastarf er afar mikilvægur þáttur innan háskólasjúkrahúss.“ Runólfur Pálsson prófessor á skrifstofu sinni á Landspítala. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.