Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 14
Thyssenkrupp Marine Systems hefur framleitt freigátur, korvettur, og kafbáta fyrir þýska sjóher- inn og aðra sjóheri. Það fyrirtæki er í samstarfi við norska hergagnaframleið- andann Kongsberg um að framleiða fjóra kafbáta fyrir norska herinn. FRÉTTASKÝRING Hvort það „viðri vel til loftárása“ líkt og Sigur Rós söng um árið skal ósagt látið, en það hefur verið gott gengi á síðari árum hjá vopnaframleiðend- um heimsins. Sala vopna og þjón- ustu til herja heimsins hjá stærstu 100 vopnaframleiðendunum nam alls 420 milljörðum dala árið 2018. Það er 4,6 prósenta aukning miðað við árið á undan. Þetta er sam- kvæmt nýrri samantekt Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi (SIPRI). 420 milljarðar dala eða 51 billjón íslenskra króna er dágóð upphæð, ríf lega sextánföld þjóðarfram- leiðsla Íslendinga árið 2018. Samkvæmt SIPRI er vopnasala skilgreind sem sala á hernaðar- vörum og þjónustu til viðskipta- vina innanlands og erlendis. Í talnagögnum þeirra sést að sala á vopnum og herþjónustu hefur auk- ist um 47 prósent hjá 100 stærstu fyrirtækjum vopnaiðnaðar heims- ins frá árinu 2002, þegar stofnunin hóf að safna upplýsingunum. Hafa ber í huga að vopnasala Kínverja er ekki inni í tölum SIPRI vegna skorts á áreiðanlegum gögnum. Samruni bandarískra vopnaframleiðenda Fimm stærstu vopnaframleiðend- urnir eru bandarískir: Lockheed Martin, Boeing, Northrop Grumm- an, Raytheon og General Dynamics. Vopnasala þessara fimm fyrirtækja er samanlögð um 148 milljarðar dollara eða um 35 prósent af vopna- sölu hundrað stærstu fyrirtækjanna árið 2018. Bandarísk vopnaframleiðsla hefur á síðari árum notið víðtæks stuðnings stjórnvalda enda skapar hún störf og hefur sterk stjórn- málatengsl. Donald Trump Banda- ríkjaforseti hefur stutt innlenda vopnaframleiðslu dyggilega með kaupum á nýjum búnaði sem og útrás þessara fyrirtækja. Þannig studdi Trump síðasta vor umdeilda 22 vopnasölusamninga til Sádi- Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna að verðmæti um 8,1 milljarður dala, en ríkin hafa staðið í stríði í Jemen frá árinu 2015. Vopnasala rússneskra fyrirtækja er stöðug Rússar teljast 8,6 prósent af 100 stærstu vopnaf ramleiðendum heims. Samanlögð sala tíu stærstu rússnesku fyrirtækjanna á árinu 2018 var um 36,2 milljarðar dala. Langstærsti vopnaframleiðandi Rússlands, Almaz-Antey, hefur 129 þúsund starfsmenn. Fyrirtækið er í 9. sæti heimslistans og með 27 prósent af heildarvopnasölu rúss- neskra fyrirtækja. Þetta var gott ár hjá Almaz-Antey, salan jókst um 18 prósent og nam 9,6 milljörðum dala. Skýrist það af góðri innlendri eftir- spurn og miklum vexti í útflutningi, einkum sölu á S-400 loftvarna- kerfinu. Tyrkir keyptu slíkt kerfi þrátt fyrir mótmæli stjórnvalda í Washington. Af 100 stærstu á heimslista SIPRI eru 27 evrópskir vopnaframleið- endur. Samanlagt jókst salan lítil- lega á árinu og nam 102 milljörðum dala. Vopnasala Frakka jókst en minnkaði hjá breskum og þýskum fyrirtækjum. Í Bretlandi eru átta hergagnaframleiðendur á heims- listanum. SIPRI segir hið breska BAE Sys- tems vera stærsta vopnaframleið- anda heims utan Bandaríkjanna. Vopnasala fyrirtækisins dróst aðeins saman árið 2018 og nam 21,2 milljörðum dala. BAE Systems smíðar flest bresku herskipin, flesta brynvarða bíla bandaríska hersins og leggur mikið til tæknibúnaðar í F-35 herþotur Lockheed Martin. Rafale bardagaþotur vinsælar Frakkar gera það gott í hergagna- iðnaði og samanlögð vopnasala þeirra nam 23,2 milljörðum dala. Munar þar mestu um 30 prósenta söluaukningu á hinum vinsælu Dassault Rafale bardagaþotum framleiðandans Dassault Aviation. Meðal kaupenda eru Indverjar, Kat- arar og Egyptar. Þýsk vopnaframleiðsla hefur séð Viðrar vel til loftárása Það er gott gengi hjá vopnaframleiðendum heims- ins. Sala í alþjóðlegum vopnaiðnaði eykst um 4,6 prósent. Fimm bandarísk fyrirtæki eru þar efst. Nú eru 27 virk stríð og meiriháttar átök í heiminum. Framhald á síðu 12 Davíð Stefánsson david@frettabladid.is 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.