Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 24
SANDBLÁSTUR Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT K Ö R F U B O LT I Kör f ubolt a s a m- band Íslands hefur hafið rannsókn á meintu veðmálasvindli í leik Tindastóls og ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta  sem  fram fór á f immtudagskvöldið síðastliðið. Það eru leikmenn Skagfirðinga sem liggja undir grun í málinu en visir.is greindi frá því. Tindastóll laut í lægra haldi í leiknum en fyrir leik var óeðlilega háum fjárhæðum veðjað á leikinn og veðmálasíður f lögguðu leikinn sem grunsamlegan. Ekki liggur fyrir um hvaða leikmenn Tindastólsliðs- ins er að ræða í þessu máli. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti það í samtali við visir.is að sambandið hefði fengið veður af því að grunur væri um að maðkur væri í mysunni hvað fyrrgreindan leik varðar og málið væri til skoðunar. Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuboltadeildar Tindastóls, var í áfalli þegar Fréttablaðið bar þessar ásakanir á hendur leikmönnum liðsins undir hann. Stjórn körfuboltadeildar Tinda- stóls sendi síðan frá sér yfirlýsingu síðdegis í gær þar sem fram kemur að stjórnin trúi því að leikmenn liðsins séu saklausir í þessu máli.  Félagið vonast enn fremur til þess að rannsókn KKÍ verði bæði víðtæk og öflug og þar muni sannleikurinn koma í ljós sem allra fyrst. Forráðamenn félagsins líta málið alvarlegum augum og  heita því að veita KKÍ alla þá aðstoð sem þeir geta við rannsóknina. – hó Mikið áfall að heyra þessar ásakanir  Leikmenn Tindastóls liggja undir grun um veðmálasvindl. MYND/TINDASTÓLL KÖRFUBOLTI „Ég er ekkert ánægður með leikinn í heild sem lið. Við erum ekkert að spila vel og erum illa skipulagðir núna. Hluti af því eru meiðsli. En persónulega var gott að detta inn á góðan skotleik og mér leið vel. Hitti úr fyrstu skotunum og þá fer maður í ákveðinn gír,“ segir Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, sem bar meiðslahrjáð lið KR á herðunum í sigri á Val á fimmtudag. Helgi skoraði 21 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur og spilaði í 35 mínútur. Hann hefur verið með 8,1 stig að meðaltali í vetur. Þetta var fyrsti sigurleikur meistaranna í þremur leikjum en mikil meiðsli hafa hrjáð liðið. Þannig eru Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá og sumir nánast á annarri löppinni. „Crayon er að harka sig í gegnum þessa leiki og ætti í raun ekkert að vera að spila. Björn sömuleiðis. Við erum búin að kalla Finn bróður inn í liðið sem er frábært en við þurfum einfaldlega að trukka okkur í gegnum þessa leiki sem eftir eru fram að jólum og ná sigri – hvernig sem þeir líta út.“ Hann segist vona að þessu meiðslatímabili fari að ljúka sem fyrst svo álagið dreifist betur og yngri leikmenn taki við keflinu en Helgi er 37 ára gamall og hefur verið einn besti körfuboltaleikmaður landsins í langan tíma. „Ég byrjaði þennan leik á því að setja niður þrjú fyrstu skotin og þá kemst maður í ákveðinn gír. Það er alltaf gaman að eiga einn og einn góðan leik en við sem erum eldri eigum að vera að styðja við bakið á þeim yngri sem eru drifkrafturinn í liðinu, Crayon, Kristó, Matti og Brynjar. Þannig lít ég á hlutina. Við eigum ekkert að vera að bera eitthvað uppi en stað- an er þannig að við erum fáliðaðir og það féll þannig gegn Val að við Brynjar vorum að skora.“ Helgi hefur verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn og hugsar vel um sig. Hann segist hafa lagst á koddann um miðnætti og sofnað enda eigi hann börn sem vakni snemma – nánast á ókristilegum tíma. „Ég er laus við að vera vakandi lengi eftir leiki. Ég er með þrjú börn sem vakna snemma. Sú yngsta, sem er eins og hálfs árs, vaknaði um fimmleytið. Ég kom heim eftir leik og fór í nuddgræju sem KR á og ég hef afnot af, í 40 mínútur. Allt sem getur hjálpað – maður stekkur á það. Borðaði og var sofnaður um miðnætti. Skrokkurinn er alveg lúinn. Ég spilaði mikið en ég finn að maður þarf að passa vel upp á sig, verandi Körfubolti og snyrtivöruheimurinn Helgi Már Magnússon leikmaður KR var frábær gegn Val á fimmtudag. Skoraði 21 stig og bar meiðslahrjáð lið KR á herðunum. Helgi er viðskiptastjóri hjá ORF líftækni sem framleiðir meðal annars EGF dropana sem allir vilja nota – ungir sem aldnir. Helgi Már Magnússon Helgi skoraði 21 stig gegn Val sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur og spilaði 35 mínútur. Hann hefur verið með 8,1 stig að meðaltali í vetur. Hann fer í hot yoga daginn eftir leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ORF Líftækni framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörurnar sem eru vinsælar í klefa KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hæð 197 sm Þyngd 93 kg Helgi í vetur Mínútur 23:21 Fráköst 3,9 Stoðsendingar 1,8 Framlagspunktar 9,3 Stig 8,1 Helgi gegn Val Mínútur 35:20 Fráköst 5 Stoðsendingar 4 Framlagspunktar 21 Stig 21 kominn á þennan aldur. Ég reyni t.d. alltaf að komast í hot yoga hjá Iceland Power Yoga daginn eftir leik sem endurheimt. Ég mæli ein- dregið með því. Ég hef hingað til sloppið þokkalega við meiðsli. Ég segi nú yfirleitt að það sé út af leik- stílnum. Ég er ekkert sá hraðasti eða með mesta sprengikraftinn þannig að það er minna álag á öll liðamót.“ Vinsælar vörur í klefa KR Helgi starfar hjá ORF Líftækni sem alþjóðlegur viðskiptastjóri fyrir Bioeffect húðvörurnar. Hann hefur þar sjö markaði í Evrópu á sinni könnu en vörur fyrirtækisins eru seldar í 28 löndum og hafa fengið fjölda viðurkenninga. „EGF Serum droparnir eru flagg- skipið okkar og er stór hluti af okkar sölu. Þeir hafa slegið í gegn víðs- vegar um heiminn en við erum líka með fleiri frábærar vörur og förum sístækkandi. Ég nota t.d. sjálfur mest EGF Day Serum. Þetta er vara sem hefur mjög létta gel áferð og gengur beint inn í húðina eftir notkun. Þetta er vinsælt inn í KR klefanum og svín- virkar eins og sést,“ segir hann og hlær. „Karfan er orðin auka hjá mér, vinnan gengur fyrir á þessum tíma- punkti lífs míns. En ég er með mjög skilningsríka yfirmenn sem veita mér svigrúm þegar þess þarf til að fara á æfingar og í leiki svo framar- lega sem maður skilar sínu vinnu- lega þá er allt í góðu hér. Þetta er frábær vinnustaður og gott starfs- umhverfi. Ég gæti ekki beðið um meira.“ benediktboas@frettabladid.is ✿ Helgi Már Magnússon Ég reyni t.d. alltaf að komast í hot yoga hjá Iceland Power Yoga daginn eftir leik sem endur- heimt. Ég mæli eindregið með því. Helgi Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.