Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 31
ÉG ER Í RAUN GRUNLAUS UM HVAÐAN GRÍMAN KEMUR OG HAFÐI EKKI HUGMYND UM HVERNIG HÚN ENDAÐI Í FÓRUM PABBA. VIÐ VISSUM AÐ ÞETTA VÆRI MUNCH, EN ALLS EKKI HVERNIG PABBA ÁSKOTNAÐIST GRÍMAN. Ómissandi í jólabaksturinn! E N N E M M / S ÍA / N M 9 10 9 9 Það hafði líka engin áhrif á mig að alast upp með heyrnarlausan föður. Hann var þannig, þetta hindraði hann svo lítið. Hann var það góður í varalestri að við tókum varla eftir því að hann væri heyrnarlaus. En þessi dugnaður hans og elja, hann var alveg gríðarleg fyrirmynd. Mér fannst ég standa í skugga hans í mörg ár, svo fattaði ég sem betur fer fyrir rest að ég ætlaði bara að vera í ljósinu hans. Hann var ljósið,“ segir Fjölnir. Bragi var afkastamikill og jafn- vígur í mörgum ólíkum stefnum. „Svo kennir hann líka í marga áratugi við Myndlista- og handíða- skólann, þar sem hann getur af sér heilu kynslóðirnar af listamönnum. Listin var hans líf og sál. Hann las bara um myndlist og ferðaðist bara til að skoða myndlist. Reglulega dró hann líka línu í sandinn, hætti því sem hann var að gera í myndlistinni og byrjaði að gera eitthvað alveg nýtt og masteraði það algjörlega. Oft langt á undan öllum hinum. Hann tengir listina oft við tón- list. Þótt hann hafi ekki verið með okkur í tónlistinni þá var mynd- listin eins og tónlist fyrir honum.“ Helgríma Munch Líkt og áður kom fram lögðu Fjölnir og bræður hans blóð svita og tár í það að bjarga vinnustofunni. Við- leitnin sendi hann í ævintýri yfir haf og land, þar sem ýmsir magn- aðir hlutir komu upp á yfirborðið. Bragi og Erlingur vinur hans höfðu alltaf einstaklega miklar mætur á norska listamanninum Edward Munch og vissu að hann væri einn áhrifamesti listamaður allra tíma en hann lést árið 1912. Við dauða hans er tekin afsteypa af andliti hans. „Það kann að virka vanhelg- andi að það hafi verið tekin svona afsteypa af andliti Munch, en þetta var algengt á sínum tíma. Þetta var gert fyrir ástvini, til að muna eftir hinum látna,“ segi Fjölnir. Hann segir Braga og Erling vita manna best hvað Munch gaf kom- andi kynslóðum listamanna, en á þessum tíma var hann ekki jafn stórt nafn og hann er í dag. „Pabbi fékk líka Munch-styrk- inn og við fjölskyldan bjuggum í Munch-safninu um tíma.“ Erlingur var góður vinur mynd- höggvarans Nils Aas. Nils vann mikið af sínum verkum í galleríinu hans Munch og ljósmyndarinn Tom Sandberg bjó í íbúðinni hans um hríð. „Nils og Erlingur voru mikið teymi. Mér finnst ótrúlegt að Erling- ur skuli ekki vera stærri á Íslandi, en hér er bara svo rosalega lítill mark- aður. Það var ekki pláss fyrir svona stóra gaura. Hann á þrjár Stradivar- ius. Hvernig veit fólk ekki hver þetta er?“ segir Fjölnir og hristir hausinn. Fjölnir grunlaus Fyrir tæpum tveimur árum sótti blaðamaður Erling heim ásamt Fjölni, á heimili hans í Ósló. Ekki bara dró hann fram Stradivariusar- fiðluna sem hann lánaði Alexand- er Rybak, norska keppandanum í Eurovision, heldur prýddu veggina verk eftir stórmenni eins og Matisse, Míró, Toulouse-Lautrec og Picasso. Þarna þótti ekki tímabært að fjalla um málið. „Ég er í raun grunlaus um hvaðan gríman kemur og hafði ekki hug- mynd um hvernig hún endaði í fórum pabba. Við vissum að þetta væri Munch, en alls ekki hvernig pabba áskotnaðist gríman. Við bjuggum náttúrulega á safninu um tíma, enda eru f lestar mínar æskuminningar af galleríum eða listasöfnunum. En ég spyr Erling út í grímuna eftir að pabbi deyr, og hann segir mér allt. Hversu mikið leyndarmál þetta var, því geri ég mér ekki grein fyrir. En ef laust orðið stærra og stærra eftir því sem Munch verður þekktari,“ segir Fjölnir. Safnið biður Nils Aas að taka afsteypu af upprunalega verkinu, helgrímu Munch. „Það var vegna þess að uppruna- lega gríman er farin að skemm- ast. Nils veit að enginn er betur til verksins fallinn að hjálpa honum en Erlingur, en eins og ég sagði þá voru þeir svakalega mikið teymi. Erlingur lærði náttúrulega hjá Sig- urjóni Ólafssyni afsteyputæknina. Erlingur er líklegast okkar besti afsteypusnillingur, fyrr og síðar. Nils var að vinna í öðru og bað Erling um að ganga í verkið. Samt er hluti af mér sem hugsar að hann hafi mögulega verið feiminn við að gera þetta, smá smeykur. Þannig að Erlingur fær verkefnið.“ Erlingur staðfastur Erlingur gerði fyrst frumgerð, sem hann átti svo sjálfur. Síðan gerir hann aðra fyrir safnið. „Þegar Nils Aas sér grímuna, hvað hún var glæsileg og friðinn sem lá yfir henni, þá biður hann Erling um að gera eina fyrir sig. Þá vill Tom Sandberg endilega fá eina fyrir sig líka, en Erlingur tekur þá ekki annað í mál en að gera eina fyrir pabba, enda fáir sem áttuðu sig jafn snemma á snilli Munch og hann. Erlingur var staðfastur í því, að ef einhver ætti skilið að fá eintak, þá væri það Bragi Ásgeirsson. Og allt í einu var pabbi kominn með grím- una og gerir út henni þetta fallega verk.“ Vinnustofa Braga verður opnuð almenningi í dag milli 15.00-18.00, en þar gefst gestum færi á að sjá dauðagrímu Munch í verki Braga. Vinnustofan er við Austurbrún 4 í Reykjavík, á þrettándu hæð. Verka- safn Braga við Sundabraut 3 er einn- ig opið á sama tíma. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.