Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 30
Fjölnir Geir Bragason er landsmönnum f lestum k unnur en hann er þek ktasti húðf lúrari landsins. Fjölnir er sonur Braga Ásgeirs- sonar listamanns, listaskríbents og myndlistarkennara. Í dag verður vinnustofa hans við Austurbrún 4 opnuð almenningi. Hann og bræður hans langaði mikið að breyta henni í nokkurs konar safn til heiðurs minningu föður þeirra. Vildu vernda vinnustofuna Á þrettándu hæð í blokk við Austur- brún er vinnustofa Braga og þaðan er útsýni yfir alla Reykjavík, sem er snæviþakin þegar blaðamann ber að garði. Blokkin gnæfir yfir sundin og var á sínum tíma með hæstu húsum landsins, en bygg- ingu hennar lauk árið 1961. Bragi f lutti inn í listastúdíóið f ljótlega eftir að byggingin reis, en Fjölnir segir að fyrsta árið hafi ekkert handrið verið á svölunum. Það er skiljanlegt að Bragi hafi valið þetta sem sitt listræna athvarf með þetta fall ega útsýni. „Við bræðurnir vildum við fráfall pabba vernda vinnustofuna hans. Eins og þú sérð þá er þetta mjög magnaður staður. Það skiptir mig miklu máli í þessu ferli að segja sögu pabba og að athyglin sé á honum. Ég hef vissulega verið áberandi í fjöl- miðlum í gegnum tíðina, en þetta er hans saga sem ég vil núna leggja áherslu á,“ segir Fjölnir. „Okkur þótti ótrúlega mikilvægt að ná að bjarga vinnustofunni, hún er algjör gersemi. Að mínu mati þjóðargersemi. Gamli karlinn var náttúrulega steinheyrnarlaus, en hann missti heyrnina árið 1940. Þá var hann 9 ára gamall og heyrði ekki talað orð eftir það. Hann var sannfærður um að það hefði leitt hann út á listabrautina.“ Opnast nýr heimur Af i Fjölnis, Ásgeir Ásgeirsson, studdi alltaf við bakið á Braga föður hans, sem var alls ekki sjálfgefið á þessum tíma. „Afi valdi hvað hver sonur hans skyldi læra. Einn átti að vera lög- fræðingur, næsti verkfræðingur, þriðji hagfræðingur og svo koll af kolli. Þar sem pabbi var heyrnarlaus var ákveðið að hann yrði smiður. Samfélagið var þannig að litið var svo á að heyrnarlaus börn hefðu ekki nein tækifæri. Afa dreymdi um að einn sonurinn myndi feta listabrautina og gefur bræðrunum öllum listaverkabækur, öllum nema pabba. En hann sér þessar bækur og þarna opnast fyrir hann nýr heim- ur. And the rest is history...“ segir Fjölnir og hlær. Bragi spurði Ásgeir pabba sinn í kjölfarið hvort hann mætti ekki verða listamaður. „Hann segir að það sé ekki hægt, hann verði bara að verða smiður, því miður. Pabbi heldur áfram að nöldra og fær að fara í Myndlista- og handíðaskólann, sem síðar varð hluti af Listaháskólanum. Afi talaði við stjórnendur þar og pabbi kemst inn, mjög ungur. Fyrst um sinn er hann mikill klaufi og stendur sig ekki nógu vel. Það stóð til að reka hann eftir fyrsta árið. Einn kennar- inn sá þó hungrið í pabba, sem hann sagðist aldrei áður hafa séð. Kennar- inn krefst þess að pabba verði gef- inn séns. Árið eftir slær kennarinn svo algjörlega í gegn,“ segi Fjölnir. Lærði og lærði Eftir námið heldur Bragi út í frekara listnám, fyrst fer hann til Óslóar með engum öðrum en Erró. „Hinn flinki gaurinn í skólanum,“ segir Fjölnir og hlær. „Þeir náðu vel saman, af burða- nemendurnir. Í Ósló hitta þeir Erling Jónsson myndhöggvara. Erlingur talar um að pabbi hafi borið af í teikningu og Erró skrifar það líka í ævisögu sinni, að nem- endurnir hafi stundum bara verið að apa eftir pabba. Ef þeir næðu því, þá væri þeir öryggir. Pabbi fer svo í skóla í Kaupmannahöfn, München, Flórens og á Grenada á Spáni. Alltaf með þeim bestu, það var hungrið. Afi lagði alltaf svo mikið upp úr námi, svo pabbi lærði og lærði.“ Fjölnir segir pabba sinn alinn upp af tveimur mönnum, Ásgeiri Ásgeirssyni og Brandi Jónssyni, skólastjóra Heyrnaleysingjaskólans. „Þegar pabbi er krakki kennir Brandur honum að lesa á varir. Pabbi var alltaf á móti táknmáli. Hann sagðist alltaf upplifa það svo að heyrnarlaust fólk væri að ein- angra sig með notkun fingramáls, það var bara hans skoðun. Þá tali fólk bara við aðra heyrnarlausa, fólk sem það á kannski ekkert sam- eiginlegt með annað en að vera líka heyrnarlaust. Honum fannst mikil- vægt að læra varamál til að geta tekið almennilega þátt í samfélag- inu. Á endanum talaði hann fimm tungumál, las af vörum og gat gert sjálfan sig skiljanlegan.“ Sigraði heiminn Fjölnir segir pabba sinn alltaf hafa talað fallega um Brand og að hann hafi lagt grunninn fyrir heyrnarlaus börn á þessum tíma. „Pabbi var líka ekki bara heyrnar- laus á þann hátt að hann heyrði eitthvað örlítið. Margir fá skaða í ytra eyrað eins og til dæmis hljóð- himnuna. Þá skaddast heyrnin en fólk heyrir mjög lítið. Hjá honum rofnaði taug vegna heilahimnu- bólgu. Hann var að bera út blöðin til hermannanna í Bröggunum. Það var engin taug til að skila boðunum. Það er sjaldgæft, heyrist ekki suð né neitt, bara algjör þögn.“ Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, afi Fjölnis, stofnaði Snæfellingafélagið og stuðlaði að því að Búðarhraun var friðlýst á sínum tíma. „Pabbi talar um hve vænt honum þótti um það þegar afi kom til hans síðar meir, þegar pabbi var að ljúka löngu listnámi sínu, og sagði við hann að hann væri einn best menntaði sonurinn. Pabba þótti mjög vænt um það, enda vissi hann hvað nám skipti afa miklu máli. Pabbi var óhemju góður listamaður og eiginlega sigraði heiminn. Hann var svo metnaðarfullur og duglegur. Hann var alltaf að, fyrstur í skólann á morgnana og svo var honum hent út á kvöldin,“ segir Fjölnir. Gríðarleg fyrirmynd Hann segir pabba sinn alltaf litið á sig sem listamann, ekki heyrnar- lausan listamann. „Það er samt ekki hægt að líta fram hjá því hvað þetta hefur haft gríðarleg áhrif. Hann var út undan frá ýmsu, eins og til dæmis þegar það kemur að tónlist. Aldrei heyrði hann Elvis eða Bítlana, hann var aldrei þátttakandi í þeim bylgjum. Sjálfur var hann samt söngvari áður en hann missti heyrnina og söng mikið með mömmu sinni. Hann hefði líklegast orðið söngvarinn í fjölskyldunni.“ Fjölnir segir Braga hafa verið æðislega góðan pabba, þótt hann hafi verið fjarlægur á tímum. „Við pabbi vorum aldrei með neitt „small talk“. Alltaf þegar við töl- uðum saman var það um eitthvað sem skipti máli. Hans samskipti við annað fólk voru þannig. Það sem var rætt var eitthvað sem þurfti að ræða. Milli mín og hans voru alltaf mjög formföst og markviss samtöl. MÉR FANNST ÉG STANDA Í SKUGGA HANS Í MÖRG ÁR, SVO FATTAÐI ÉG SEM BETUR FER FYRIR REST AÐ ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ VERA Í LJÓSINU HANS. HANN ER LJÓSIÐ Fjölnir, Bragi og helgríman Fjölnir Geir Bragason segir sögu föður síns, en á morgun verður vinnustofa hans við Austurbrún opnuð. Faðir hans varð heyrn- arlaus einungis 9 ára gamall. Síðar í lífinu áskotnaðist honum dauðagríma eins uppá- halds listamanns síns, Edwards Munch. Húðflúrarinn Fjölnir með helgrímu Edwards Munch í verkefni eftir pabba sinn í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bragi Ásgeirsson, faðir Fjölnis lést, árið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur@frettabladid.is 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.