Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 34
hesti, Prinsi frá Hlíðarendakoti.
Þegar við fórum með hana til hans
sagði mamma: „Mér er alveg sama
hvaða litur kemur, nema ég vil ekki
fá moldótt, en svo er Snerpa jafnvel
draugmoldótt á sumrin!“
Harpa Rún er í hlutastarfi í Bóka-
kaffinu á Selfossi og hjá útgáfunni
Sæmundi. Segir ekkert ósvipað að
vinna í bókaútgáfu og vera bóndi.
„Menn verða bara að ganga í allt
sem þarf, og læra það í leiðinni.
Ég tók aldrei neinn inngangskúrs
í því sem ég er að gera.“ Eftir nám
í grunnskólanum á Hellu og Fjöl-
braut á Selfossi kveðst hún hafa
farið í bókmenntafræði í Háskóla
Íslands og líkað vel í höfuðborginni.
„Ég hef ekkert á móti Reykjavík þó
mig langi ekki að búa þar. Ég held
að Reykvíkinga langi ekkert að
búa hér heldur – en háskólaárin
voru dásamleg. Ég skil ótrúlega
vel Reykvíkinga sem fara aldrei út
fyrir 101, það er bara þeirra heimur.
Ég tengi vel við það af því ég mundi
svo gjarnan vilja vera alltaf hér og
aldrei þurfa að f lytja. Þetta er það
sama, bara átthagabönd.“
Hún kveðst vilja verða bóndi í
framtíðinni, að minnsta kosti með.
„Það er víst ekkert „bara bóndi“
lengur. En við erum þrjú systkinin
sem viljum öll vera hér og mamma
og pabbi eru auðvitað bændur enn
þá. Við erum öll að gera eitthvað
annað líka og getum raðað þeim
verkefnum kringum þessa sam-
vinnu. Þannig gengur þetta. Stóri
bróðir er búinn að byggja hús hér
við heimreiðina og fjölskyldan
flutti inn í mars á þessu ári. Hann á
litla Kolbrá Eddu og líka einn lítinn
son. Þau lífga upp hér.“
Skáldleg stund og falleg
Edda heitir einmitt ljóðabókin
hennar Hörpu Rúnar sem hún fékk
verðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir. Þar má í ljóðum greina unga
Eddu og aldna Eddu – aðra að koma,
hina að fara. Sú eldri lést vorið
2018 og hennar er sárt saknað, að
sögn Hörpu Rúnar. „Hún var systir
mömmu, hét Erla en við kölluðum
hana Eddu. Bjó á Selfossi en var
mikið hér á sumrin og alltaf í hug-
anum. Fylgdist með hvað var í gangi
og þær mamma heyrðust í símanum
á hverjum degi. Hún var 58 árum
eldri en ég en mikil vinkona mín
og fylgdi mér dálítið menntaveg-
inn. Þegar ég var í Fjölbraut á Sel-
fossi bjó hún þar rétt hjá og ég fór
oft til hennar í hádeginu. Stoppaði
líka alltaf hjá henni þegar ég var á
leiðinni heim úr Reykjavík. Hún var
svona fastur punktur. Ég byrjaði að
skrifa þessa bók þegar hún fór á
spítala og upp úr því á hjúkrunar-
heimili.
Þegar ég fór að skrifa um gamla
konu sem var að hætta að skilja
heiminn þá fattaði ég samhengið
við barnið sem var að byrja að skilja
heiminn. Það varð kveikjan. Þegar
Erla dó, þá varð þetta uppgjörsferli
og þannig spratt bókin fram.“
Þetta hefur ekki verið skólaverk-
efni, segi ég. „Nei, ég var að skrifa
um dystópíu í meistaranáminu og
útskrifaðist einmitt sama dag og
duftkerið hennar Erlu kom hingað
austur. Hún var auðvitað dálítið
farin að gleyma undir það síðasta en
var klár kona og hafði áhuga á fólk-
inu sínu. „Hvað ertu að skrifa um,
segirðu? Dystópíu? hvað er það?“
Stundum var ég á leiðinni heim af
fundum hjá leiðbeinanda, alveg
upptendruð og fannst þetta allt
svo merkilegt. Hún hlustaði alltaf.
„Já, sagði hann það? Góður!“ Skildi
þetta auðvitað ekki en setti sig
samt inn í það þá stundina. Flestir
ættingjarnir sögðu bara: „Já, já,“ og
nenntu ekkert að kynna sér þetta.“
Harpa Rún kveðst hafa orðið
steinhissa þegar hún frétti að hún
hefði fengið verðlaun fyrir hand-
ritið sem hún sendi nafnlaust inn í
júní og var hætt að hugsa um, enda
kominn september. „Ég varð alveg
himinglöð. Við vorum inni í Veiði-
vötnum, öll saman fjölskyldan, það
hittist svo fallega á. Ég sat og horfði
út yfir vatn þegar síminn hringdi,
reyndar inni í bíl og þar var vont
símasamband. Kona kynnti sig
og sagðist vera formaður Tómasar
Guðmundssonar nefndarinnar, en
ég öskraði á kærastann: „Snúðu
bílnum, snúðu bílnum, ég heyri ekk-
ert hvað hún er að segja!“ Eftir á var
þetta samt skáldleg stund og falleg.“
Búskapur og textavinna
Kærasti Höpur Rúnar heitir Sig-
urður Rúnar Rúnarsson og hún
segir þau örugglega hafa hist fyrst
í Fjölbraut á Selfossi. „Sigurður
er Selfyssingur en ég fór samt til
Reykjavíkur að finna hann. Við
kynntumst 2012, þegar hann var
í Söngkeppni framhaldsskólanna
með Sjómannaskólakórnum sem
vann keppnina það árið. Það má
segja að ég hafi verið grúpppía
með karlakór! Svo vatt þetta upp
á sig. Sigurður er vélfræðingur og
rafvirki og vinnur uppi á Hellis-
heiði. Hann á íbúð á Selfossi og við
erum því líka með aðsetur þar en
við ætlum að byggja hérna, það er
komið í ferli. Svo höfum við verið
að mennta okkur og stefnum á að
reyna að vinna héðan að einhverju
leyti. Hann er í námi núna sem gefur
honum meiri tök á því. Við reynum
að vera praktísk.“
Þú afgreiðir samt ekki í Bóka-
kaffi gegnum tölvuna – bendi ég
á. „Nei, það er æ sjaldnar sem ég
fæst við það. Ég vinn samt í Bóka-
kaffinu, annars er ég mest að rit-
stýra og prófarkarlesa, aðallega hjá
Sæmundi en hef líka tekið að mér
önnur verkefni, það er bolti sem
rúllar. Get gert það hvar sem er og
búskapur passar vel með texta-
vinnu. Vakna og lesa til tíu, fara þá
í fjósið og gefa og f leira, koma inn
og lesa fram að kaffi, þá eru seinni
gjafir. Maður þarf alltaf að standa
upp frá lestrinum hvort sem er. Til
dæmis er sauðburður oft góður í
prófarkarlestur. Það er jólabóka-
tíminn. Kannski er ekkert að gerast
klukkan tíu á kvöldin í húsinu, en
samt verður að fara aftur klukkan
tólf og það tekur því ekki að leggja
sig. Ég las einmitt Björn og Svein
eftir Megas í sauðburðinum í vor,
rúmlega 500 síðna bók.“
Er gott netsamband? „Já, við
fengum ljósleiðara fyrir nokkrum
árum. Allt í einu var tekin skyn-
samleg ákvörðun og byrjað efst í
sveitinni, öfugt við það sem tíðkast
við vegagerð, þar sem er byrjað að
malbika neðst en aldrei klárað alla
leið upp úr. Svo þarf ég ekki einu
sinni netsamband, bara blað og
blýant. Mér finnst ég verða að lesa
prófarkir á pappír. Nýti arkirnar í
innpökkun og allt mögulegt. Þegar
ég sýndi pabba og mömmu hand-
ritið að bókinni minni í fyrsta skipti
þá prentaði ég hana út á bakhlið
prófarkar og pabbi sagði: „Ég skil nú
bara ekkert í þessu.“ Þá var hann að
lesa próförkina!“
Hófsemin í heiðri höfð
Nú langar mig að vita eitthvað um
jólahaldið í Hólum og Harpa Rún
verður eitt bros. „Það kemur jóla-
klukka inni í mér þegar snjóar í
kyrrðinni. Við höfum það mjög gott
um jólin. Reynum alltaf að ljúka
vinnunni í fjárhúsunum snemma á
aðfangadag. Það gengur þó sjaldn-
ast eftir. Það er svolítið misjafnt
hversu mörg við erum hér á jól-
unum, eftir því hvar tengdabörnin
eru, hingað til höfum við flest verið
átta, það var ansi skemmtilegt, svo-
lítið þröngt en gaman – voða jóla-
legt. Ég er rosa mikið jólabarn. Vil
alltaf gera allt eins og áður, baka
það sama, hafa sama skraut á sama
stað og halda í hefðir. Við systkinin
og strákarnir í Næfurholti – ég hef
þá alltaf með í huganum, við erum
jafngömul og vorum einhvern veg-
inn alltaf saman – og ég vil líka fara
að Næfurholti og sjá sama skraut á
sama stað þar!
Þetta ákall núna um að reyna að
minnka neyslu, meðal annars um
jólin, kallast ágætlega á við stílinn
okkar, hér hefur aldrei verið mikil
neysla og miklar gjafir, við erum
meira bara í að vera saman. Jóla-
tréð er, ég veit ekki hvað gamalt,
jólaskrautið er líka gamalt og ef
það eru bakaðar gyðingakökur og
hálfmánar þá er ég bara góð. Við
borðum kótelettur. Það hefur svo-
lítið með það að gera að jólin eru
klukkan sex og fjósatíminn líka.
Það er svo f ljótlegt að gera kóte-
lettur í ofni. Um það bil passlegt að
setja þær í ofn þegar farið er í fjós
og vera þá búin að leggja á borð, þá
er hægt að byrja að borða fljótlega
eftir að búið er að mjólka. Þetta er
þægilegt, þetta virkar og okkur
finnst þetta gott.
Við erum mikið bókafólk á þess-
um bæ og þannig er það í Næfur-
holti líka, það fá allir bók og það
er mikið lesið og spjallað og spilað.
En við erum lítið jólaboðafólk,
sem helgast líklega af því að hér
var oft snjór og ófærð. Ekki erum
við kirkjurækin heldur en dveljum
dálítið í fjárhúsum um jólin eins og
frelsarinn forðum.“
Bókaútgáfan Sæmundur gaf Eddu út.
ÞETTA ÁKALL NÚNA UM
AÐ REYNA AÐ MINNKA
NEYSLU, MEÐAL ANN-
ARS UM JÓLIN, KALLAST
ÁGÆTLEGA Á VIÐ STÍLINN
OKKAR, HÉR HEFUR
ALDREI VERIÐ MIKIL
NEYSLA OG MIKLAR GJAFIR
Framhald af síðu 28
Harpa segir ekki vandalaust að finna nöfn á kindurnar, enda verði þau að passa karakterunum. Nú er það verkefni fram undan að skíra allar lambgimbrarnar en þar hjálpast fjölskyldan að.
Skjól
Sama sól og sama tungl
sjá ykkur
rísa og hníga
í skjóli sama fjallahrings
líður líf ykkar
prýtt hláturblómum
skelfingarsköf lum
táraf lóðum
líf
ykkar allt
ekki nema
andartak
hvíslar eldfjallið
að jökulleifunum.
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð