Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 46

Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 46
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Þóra Sif Guðmundsdóttir, innkaupastjóri íslenskra bóka hjá Bókabúð Máls og menningar, segir að þessa dagana sé mikið að gera og jóla- vertíðin sannarlega hafin. Hún hefur umsjón með bókadeildinni. Íslendingar leggja leið sína í búðina í leit að bókum í jólapakk- ann, gjafapappír eða jólakortum. „Auk þess skoðar fólk gjafavörur sem við eigum nóg af. Við erum með heilan helling af fasta- kúnnum allan ársins hring og svo er fullt af fólki sem kemur árlega og kaupir hjá okkur allar jólagjafir. Síðan erum við með ýmislegt fyrir ferðamenn og þeir minnast mikið á hvað það sé gaman að koma inn í svona stóra, alvöru bókabúð og taka mikið af myndum. Við erum auðvitað staðsett á Laugaveginum og þar er mikið um erlenda ferða- menn á vappi sem kíkja inn í þær búðir sem á vegi þeirra verða. Þeir leita helst eftir bókum um Ísland, þýddum skáldsögum eftir íslenska höfunda eða minjagripum. Síðan er þetta líka sá tími árs þar sem fólk er að kaupa dagbækur fyrir nýtt ár. Þá er alltaf keypt mikið af tímaritum og dagblöðum. Við erum einmitt með nokkra fasta- kúnna sem koma alltaf og kaupa sömu blöðin þegar nýtt eintak berst í búðina.“ Bókaflóðið hafið „Þessa dagana leggjum við mesta áherslu á nýjustu bækurnar sem koma með jólabókaflóðinu. Flóðið er ansi myndarlegt í ár, úr nógu að velja og því ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Við erum með starfsfólk sem er mjög flinkt í að finna bækur sem henta lesendum á öllum aldri og leitumst við að veita sem besta þjónustu að finna réttu bókina í pakkann. Jólasalan undanfarið hefur verið mjög góð eða svipuð og í fyrra,“ segir Þóra Sif og bætir við að það færist í aukana að fólk gefi bækur í jólagjöf. „Ljóðabækur og smásögur hafa verið að koma sterkar inn eftir smá fjarveru síðastliðin ár,“ segir hún. „Barnabækur hafa alltaf verið ein af vinsælustu jólagjöfunum og það virðist ekki ætla að breytast. Það er líka metútgáfa af barnabókum í ár og því úr nógu að velja. Bók er alltaf besta gjöfin.“ Andri Snær vinsæll Þegar Þóra er spurð hvaða bók henni finnst vera vinsæl um þessar mundir, svarar hún að þessa stundina sér það bókin hans Andra Snæs sem nefnist Um tímann og vatnið. „Hún hefur verið í fyrsta sæti metsölulistans okkar frá því hún kom út sem er mjög magnað. Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er líka mjög vinsæl. Það eru mjög margir titlar í boði þetta ár og ég hef ekki tölu á þeim öllum. Þetta er alveg ótrúlegt enda er f lóðið í ár það umfangsmesta sem hefur hellst yfir okkur.“ Leikföng og spil Þóra segir að þó verslunin leggi mesta áherslu á bækur sé margt annað sniðugt á boðstólum, allt frá blýöntum til ullarsokka. „Í búðinni er stór ritfangadeild þar sem fást pennar og stílabækur og alls konar þannig, svo erum við með ýmsa gjafavöru til sölu. Við erum með alls konar leik- föng fyrir börn á öllum aldri. Einnig mikið úrval af skemmti- legum spilum og púslum fyrir alla púslara.“ Margir eru farnir að huga að umhverfisvænni jólum og Þóra segir að færri kaupi krullubönd en oft áður. „Fólk kaupir enn þennan klassíska jólapappír en það hefur minnkað mikið að fólk kaupi plastpoka undir vörurnar Bókabúð Máls og menningar er rótgróin verslun við Laugaveginn og á marga fasta viðskipta- vini auk þeirra fjölmörgu sem leggja leið sína í búðina enda er fjölbreytt úrval af alls kyns bókum, gjafavöru og ritföngum. Flestir þekkja hús Mál og menningar að Laugavegi 18. Á annarri hæð er skemmtilegt kaffihús. Óteljandi titlar á glænýjum bókum sem bíða þess að fara í fallega skreytta jóla- pakka. sem er jákvæð þróun. Þetta er langskemmtilegasti tími árs til að vinna í bókabúð. Það er brjálað að gera en f lestir sem koma til okkar eru í jólaskapi og spenntir fyrir komandi hátíð. Það er líka svo skemmtilegt að fá að tala svona mikið um bækur og hjálpa fólki að finna réttu bókina. Skemmti- legast finnst mér þegar einhver kemur og veit ekkert hvaða bók hann ætlar að kaupa og gefur mér stikkorð sem er þá kannski bara aldur og kyn þess sem á að fá bókina og þá fæ ég að mæla með þeim bókum sem ég held að sá hinn sami gæti haft gaman af,“ segir Þóra Sif. Á efri hæð bókabúðar Máls og menningar er skemmtilegt kaffi- hús sem selur alls konar drykki og veitingar. „Það er dásamlega kósí í jólaösinni að koma og kaupa jóla- gjafir og setjast svo upp á kaffihús og fá sér eitthvað gott í gogginn og slaka aðeins á.“ Bókabúð Máls og menningar er að Laugavegi 18. Opið er frá 9-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar allan ársins hring. Á Þor- láksmessu verður opið til 23. Þessa dagana leggjum við mesta áherslu á nýjustu bæk- urnar sem koma með jólabókaflóðinu. Flóðið er ansi myndarlegt í ár og úr nógu að velja. Því ættu allir að finna eitt- hvað við hæfi. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.