Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 102

Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 102
Laxeldi í Norður-Noregi Fundur um áhrif laxeldis á strjálbýlum strandsvæðum Norður-Noregs fer fram í Matís að Vínlandsleið 12, Reykjavík fimmtudaginn 19. desember kl. 15:00 til 16:30. Fundurinn verður í boði Matís og verður fyrirlestur í höndum Gunnars Davíðssonar deildarstjóri hjá fylkisstjórn Troms fylkis. Áhugafólk um sjókvíaeldi er hvatt til að mæta. BÆKUR Leðurblakan 1-6 Útgefandi: Nexus Fyrir rúmu ári hóf Nexus að gefa út bækur um Leðurblökuna (Bat- man) og nú eru fyrstu sex bækurnar komnar út í setti. Hver bók inni- heldur um fimm blöð, að mestu leyti framhaldssögur en einnig stakar sögur. Hér er blandað saman sögum frá nútímanum, síðasta áratug eða svo, við sígildar sögur. Saga Leðurblök- unnar nær aftur til stríðsáranna en í þessari útgáfu er áherslan lögð á sögur frá upphafi áttunda áratugar- ins. Lesandinn fær því að kynnast ólíkum stílum, bæði teikningum og efnistökum, í hverri bók. Að öllum líkindum er það vilj- andi gert að hafa nýjustu sögurnar fremst, enda er formið mun opnara, söguþráðurinn meira krassandi og Leðurblakan sjálf líkari því sem við þekkjum úr kvikmyndunum. Aftari sögurnar eru formfastari og léttara yfir þeim án þess að verða kjánaleg- ar eins og þættirnir þar sem Adam West túlkaði hetjuna. Þessar sögur minna meira á James Bond kvik- myndir frá þessum árum. Sumar þeirra eru svart/hvítar en aðrar í lit. Hver hluti er hæfilega langur og sögurnar svo fjölbreyttar að aldrei fær maður leið á bókunum og vill leggja þær frá sér. Í nýrri sögunum eru teikningarnar sjálfar þó til- komumeiri en í þeim eldri og hægt er að gleyma sér lengi á hverri opnu. Ekki er hægt að segja að það hafi verið skortur á teiknimyndasögum á undanförnum árum. Framboðið er slíkt að hver sem er getur fundið eitthvað við sitt hæfi á ensku, tungumáli sem nær allir landsmenn kunna. En það er yfirlýst hugsun og ástæða að baki þessari útgáfu, sem er að efla læsi. Við Íslendingar erum farnir að óttast PISA-kannanir eins og skatt- framtalið, því við vitum að niður- stöðurnar verða slæmar, sérstak- lega hjá piltum. Árið 2019 var engin undantekning og hefur Ísland aldrei mælst jafn illa í lesskilningi. Rúmur þriðjungur pilta býr ekki yfir grunnhæfni. Leðurblakan er aðgengilegt íslenskt lesefni fyrir unglinga, ekki síst pilta sem tengja vel við ofur- hetjur. Hérna er eitthvað meira spennandi en Brekkukotsannáll, eitthvað sem á að fá  drengi til að vilja taka upp bókina og f letta, frekar en að f letta Instagram. En gera þeir það? Á undanförnum árum hefur verið töluverð endurnýjun í útgáfu á þýddum teiknimyndasögum, þá sér í lagi þeim evrópsku. Froskur hefur gefið út Ástrík og Steinrík, Sval og Val og Lukku Láka og For- lagið hefur gefið út Goðheima. Þetta er allt saman úrvalsefni, frá- bærar sögur og stórskemmtilegar persónur. Hættan er hins vegar sú að öll þessi útgáfa gagnist engum nema Stefáni Pálssyni, Gísla Mar- teini Baldurssyni og f leiri körlum á miðjum aldri í nostalgíuvímu. Ef svo er þá missir útgáfan marks. Best væri ef hægt væri að „kenna“ börnum hversu skemmtilegar sígildar teiknimyndasögur eru, í skólanum. En ekki þannig að þær verði skylda eins og Gísla saga Súrs- sonar. Frekar valkvæður áfangi eða klúbbur. Klúbbur þar sem svölu krakkarnir lesa um Batman! Ég er handviss um að margir myndu skrá sig í hann. Kristinn Haukur Guðnason NIÐURSTAÐA: Góð blanda af gömlum og nýjum sögum sem þarf að nýta á gagnlegan hátt. Útgáfa sem má ekki missa marks „Leðurblakan er aðgengilegt íslenskt lesefni fyrir unglinga, ekki síst pilta sem tengja vel við ofurhetjur.“ OPIN VINNUSTOFA Það verður opið hús á nýrri vinnustofu minni að Naustabryggju 57 næsta laugardag og sunnudag (14. og 15. des) frá klukkan 13-17. Verið velkomin. HAUKUR DÓR . NAUSTABRYGGJA 57 . REYK JAVÍK . SÍMI 690 5161 DAG HVERN LESA 96.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINSFRÉTTABLAÐIÐ BÆKUR Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring Útgefandi: Angústúra Blaðsíður: 40 bls. Víða um heim njóta barnabækur um ýmiss konar skörunga mannkyns- sögunnar, lífs og liðna, vinsælda. Það hlaut að koma að því að Vigdís Finn- bogadóttir, sem varð fyrst kvenna til að vera kjörin forseti, yrði per- sóna í slíkri bók. Rán Flygenring tók verkið að sér, samdi texta og gerði teikningar. Söguþráðurinn er á þá leið að ung stúlka, sem ætlar sér að verða rithöfundur, bankar upp á hjá Vigdísi á Aragötunni og er vit- anlega vel tekið. Vig- dís segir henni síðan sögu sína. Þetta er skemmtileg myndasögu- bók. Textinn er stuttur og hnit- miðaður og ljúf fyndni svífur yfir vötnum. Lýsandi dæmi um það er myndin af Vigdísi á svölum Alþingis- hússins eftir embættistökuna. „Það má kannski gefa henni séns,“ segir karlmaður í mannfjöldanum, sem greinilega hefur ekki kosið hana. „Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,“ segir lítil stúlka – áhrif Vig- dísar strax komin fram á fyrsta degi í embætti. Jón Sigurðsson stendur svo býsna stoltur á stalli sínum og segir: „Vér mótmælum ekki þessu.“ Myndir Ránar eru sneisafullar af alls kyns smáatriðum sem gera að verkum að ómögulegt er annað en að rýna í myndirnar. Þetta er sér- staklega áberandi í mynd úr stofu Vigdísar á Aragötu þar sem blýantur, stóll, púði, myndir og f leiri hlutir  fá eigin rödd. Vigdís sjálf er svo dregin hlýjum dráttum, er viðkunnanleg og skemmtileg, sterk og fróð og án alls hroka. Vigdís sýndi litlum stúlkum hversu mik- ilvægt er að standa með sjálfri sér og láta viðtekin viðhorf ekki hefta sig. Þessi skemmtilega og upp- byggilega bók á skilið að rata til sem flestra ungra stúlkna á Íslandi. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtileg myndasögubók um sterka konu sem er og verður sönn fyrirmynd. Sterka fyrirmyndin 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R62 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.