Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 114
Fréttablaðið fékk tísku-spekúlantana Stefán Svan, Tinnu Bergmann og Arnór Leó til að tala um tískuárið sem er að líða. „Mér finnst Henrik Vibskov hafa sýnt það í ár hversu mikill meistari hann er á sviði fatahönnunar. Hann er í stöðugri þróun og með höfuð og herðar yfir trend-hönnuði dagsins í dag,“ segir Stefán Svan fatahönnuð- ur, og annar eigandi Stefánsbúðar/ P3, spurður um þann fatahönnuð sem hreif hann mest á árinu. Maison Margiela SS20 tísku- sýningin stóð uppúr og þá sér í lagi þegar Leon Dame lokaði sýningunni með mjög svo ákveðnu og áköfu göngulagi sínu.“ Persónulegur stíll Roisin Murphy „Ég heillast af Roisin Murphy þar sem hún hefur mjög persónulegan stíl og þorir að prufa sig áfram með nýja hluti. Hún kemur auga á flotta hönnuði sem eru alls ekki að gera það sama og hinir og útkoman er þar af leiðandi einstakur stíll. Björk Guðmundsdóttir er nátt- úrulega í sérflokki hvað varðar stíl og það er búið að vera ævintýra- legt að fylgjast með henni á hennar nýjasta tónleikaferðalagi. Hún hefur einstakt lag á að vinna með flottu fólki þegar kemur að heildarútliti og verða því tónleikarnir ekki aðeins flottir fyrir eyru heldur líka augu,“ segir Stefán. Spennandi og metnaðarfullt „Mér finnst mjög gaman að fylgj- ast með Arnari Má Jónssyni sem starfar í London. Hann er metnaðar- fullur hönnuður sem er að gera mjög spennandi hluti Ég er líka alltaf mjög hrifinn af því sem Eygló gerir, hún var að frumsýna línuna sína AMEN. Hún blandar saman húmor og glæsileika sem er akkúrat það sem ég elska,“ segir Stefán. Sjálfbærni og mannúð Hvað er á útleið? „Skynditíska og trendhyggja er vonandi á útleið. Hefur ekki góð áhrif á jörðina og lífríkið. Ég held að sjálf bærni, lífræn og mannúðleg framleiðsla verði leið- andi í tískubransanum. Þeir sem eru ekki með það að leiðarljósi eru hreinlega ekki með. Þegar að stíl kemur, verður mikið um liti og munstur á næsta ári í bland við heila liti, það er það skemmtilega við þetta allt saman, það má hreinlega allt sem manni dettur í hug, “ segir Stefán. Kúrekar, unisex skart, klassík og pönk „Unisex lína skartgripahönnuðarins Alan Crocetti er öflug,“ segir Tinna Bergmann innkaupastjóri GK. Tískuannáll 2019 Tinnu fannst Rotate vera með flottustu kjólana í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stefán var hrifinn af jólalínu Eyglóar, Amen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Arnari fannst Luka Sabbat bera af í persónulegum stíl á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Silfurlitaður Kanye West, Maison Margiel 2020, sjálfbærni og mannúð eru á meðal þess sem álitsgjafar Fréttablaðsins mátu að hefði einkennt árið sem er að líða. „Rotate er spennandi merki sem framleiðir kjóla fyrir allan aldur og tilefni. Eins Tonsure fyrir herra en þeir voru tilnefndir til virtra verðlauna á árinu, The Interna- tional Woolmark Prize in Europe. Þeir eru taldir vera vonarstjörn- urnar í herratískunni í Danmörku um þessar myndir. Þeir hanna klassískar f líkur með smá tvisti og skemmtilegum smáatriðum. Aðal- hönnuðurinn og stofnandi Ton- sure, Malte Flagstad hannaði fyrir Maison Margiela áður en hann stofnaði Tonsure, og er algjörlega hönnuður sem fólk ætti að fylgjast með,“ segir Tinna. Hvað verður heitt á næsta ári í þínum bókum? „Árið 2020 verður það sitt hvað af öllu. Klassísk plíseruð pils, helst hnésíð í anda sjöunda áratugarins, eru að koma sterk inn, með bla- zer-jökkum. Brúntóna litir, beige, camel, gulir og appelsínugulir. Það verður líka smá áttundaára- tugs pönkfílingur með göddum og grófum skóm. En svo gætir líka villta vesturs áhrifa, kúrekastíg- vél og skyrtur. Stórar slaufur sjást á tískupöllunum og plíseraðar buxur, háar í mittið. Isabel Marant er mjög þekkt fyrir það snið. Í mynstri er það sebramynstrið gamla góða og það sést mikið af afrískum mynstrum. Fjölbreytileikinn er ráðandi og núna finnst mér tími til að ýta undir persónulegan stíl, láta hann skína. Hafa svolítið gaman af þessu.“ Hvað er á óskalistanum þínum, Tinna? „Mig langar í Alan Crocetti skart- gripi og dreymir um klassísku Saks Pot kápurnar, mig langar í annað hvort rauða eða græna. Þær eru svo tímalausar. Ég er líka með auga á nokkrum Rotate kjólum.“ Ragga Gísla sjúklega töff „Að mínu mati stendur valið á milli Anine Bing og Victoriu Beckham. Og Victoria fyrir sinn klassíska stíl, en heldur samt alltaf þægindunum. Ég fíla að blanda þessu tvennu svo- lítið saman,“ segir Tinna. „Ragga Gísla. Hún er alltaf sjúk- lega töff, svo f lott en áreynslulaus og með sinn eigin stíl, mjög sjálf- stæð í fatavali. Gerir allt að sínu.“ Fátt toppar silfurlitaðan Kanye West „Ég hef mjög gaman af því að fylgj- ast með Julius Juul, sem er hönnuð- ur og stofnandi Heliot Emil ásamt bróður sínum Victor Juul,“ segir Arnar Leó Ágústsson um það hvaða erlendi hönnuður greip athygli hans á árinu. Hvert var tískumóment ársins? „Fátt mun toppa silfurlitaðan Kanye West fyrir mér, annars var cat-walkið hjá Casablanca f/w í janúar 2019 sturlað og þegar Asap Rocky mætti á LACMA gala með Gucci klút sem „Babushka“. Luka Sabbat best klæddur „Luka Sabbat hefur lengi verið mjög áberandi þegar kemur að klæða- burði þar sem að hann hefur upp á margt að bjóða. Flakkar á milli stíla, klæðist hælaskóm, notar naglalakk og svo framvegis til þess að krydda upp á stílinn,“ segir Arnar Leó. Hvaða tískutrend risu hæst að þínu mati? „Hjólabuxur við blazera, bucket- hattar, of stórar og víðar buxur, mini-bags og oversized pufferar/ parka, vintage tíska.“ Er eitthvað sem þér finnst vera á útleið? „Neon.“ Hvað verður heitt á næsta ári í þínum bókum? „Tæknilegur fatnaður, blazer- jakkar, kósýbuxur, mittissniðinn fatnaður og margt f leira,“ segir hann. steingerdur@frettabladid.is SKYNDITÍSKA OG TREND- HYGGJA ER VONANDI Á ÚTLEIÐ. HEFUR EKKI GÓÐ ÁHRIF Á JÖRÐINA OG LÍFRÍKIÐ. Stefán Svan 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R74 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.