Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 4
Pizza í kvöld?
Góðar hugmyndir að föstudags-
pizzunni á gottimatinn.is
SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hefur sett
Áslaugu Eiri Hólmgeirsdóttur í emb-
ætti Fiskistofustjóra til 30. apríl.
Áslaug Eir er sjávarútvegsfræð-
ingur að mennt og hefur starfað
hjá Fiskistofu í 12 ár þar sem hún
er sviðsstjóri yfir fiskveiðieftirliti.
Hún hefur einnig verið staðgengill
Fiskistofustjóra.
Eyþór Björnsson sagði starfi
sínu sem Fiskistofustjóri lausu
fyrr á árinu og hefur tekið við
starfi framkvæmdastjóra Samtaka
sveitarfélaga og atvinnuþróunar á
Norðurlandi eystra.
Fyrr á árinu var starf Fiskistofu-
stjóra auglýst laust til umsóknar
og rann umsóknarfrestur út í lok
síðasta mánaðar. Á vef Fiskistofu
kemur fram að alls hafi 19 sótt um
og hefur ráðherra skipað nefnd til
að meta hæfi þeirra. – jþ
Áslaug Eir sett
Fiskistofustjóri
Áslaug Eir
Hólmgeirsdóttir.
SKIPULAGSMÁL „Áformum Reykja-
víkurborgar um mengandi iðn-
aðarstarfsemi sem fyrirhuguð er
á Esjumelum í fallegri náttúru við
Mosfellsbæ,“ er mótmælt í umsögn
skipulagsnefndar Mosfellsbæjar um
tillögu Reykjavíkurborgar um breytt
deiliskipulag á athafnasvæðinu þar.
„Skipulagið er á sveitarfélaga-
mörkum Mosfellsbæjar og Reykja-
víkur í næsta nágrenni við fjöl-
menna byggð í Leirvogstunguhverfi
og í ásýnd allra Mosfellinga,“ segir
skipulagsnefndin. „Í umhverfismati
sem fylgir deiliskipulaginu kemur
fram að búast megi við neikvæðum
áhrifum á lýðheilsu, ásýnd, fráveitu
og loft. Loft- og hávaðamengun
fylgir óhjákvæmilega grófum og
mengandi iðnaði og skerðir lífsgæði
íbúa. Enn fremur munu 20 metra
háir skorsteinar á Esjumelum breyta
varanlega ásýnd Esjunnar til hins
verra.“ - gar
Andvíg breyttu
iðnaðarsvæði
Frá Esjumelum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM
STJÓRNSÝSLA Jihad Khair, bæjar-
stjóri Beit Sahour í Palestínu, sendi
bréf til fjögurra íslenskra bæja um
miðjan febrúar þar sem óskað var
eftir að komið væri á vinabæjar-
tengslum. Áður hafði Fréttablaðið
greint frá því að slíkt bréf var tekið
fyrir í bæjarráði Garðabæjar í vik-
unni og var Gunnari Einarssyni bæj-
arstjóra falið að svara fyrirspurninni.
„Við sendum einnig slíka beiðni
til Hafnarfjarðarbæjar, Mosfells-
bæjar og Reykjanesbæjar,“ segir
Usama Allati, upplýsinga- og menn-
ingarfulltrúi Beit Sahour, í skriflegu
svari til Fréttablaðsins.
Að sögn Allati er Beit Sahour
þróaður bær þar sem rík áhersla er
lögð á ferðaþjónustu og alþjóðleg
tengsl. Alls hefur bærinn myndað
vinabæjartengsl við 20 aðra bæi,
víðs vegar um heiminn. „Við erum
bær sem leggur áherslu á alþjóðleg
samskipti, samvinnu og vináttu.
Við viljum læra af öðrum og miðla
reynslu okkar einnig. Við reynum
að leita að vinabæjartengslum við
bæi með svipaðan fjölda af íbúum
og Beit Sahour og svipaða sýn varð-
andi ferðaþjónustu og iðnað,“ segir
Allati.
Hann segir að engin viðbrögð
hafi enn borist frá íslensku bæjar-
félögunum en bæjaryfirvöld í Beit
Sahour bíði spennt eftir viðbrögð-
um. – bþ
Khair sendi vinabeiðnir til fjögurra bæja á Íslandi
Jihad Khair,
bæjarstjóri
Beit Sahour
í Palestínu.
COVID -19 Þeir sem segjast hafa
miklar áhyggjur af útbreiðslu kór-
ónaveirunnar sem veldur COVID-
19 eru örlítið f leiri en þeir sem
segjast hafa litlar áhyggjur. Þetta
sýna niðurstöður nýrrar könnunar
sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið.
Alls segjast tæp 37 prósent hafa
miklar áhyggjur af útbreiðslu
veirunnar en tæp 35 prósent litlar
áhyggjur. Rúm 28 prósent hafa
hvorki miklar né litlar áhyggjur.
Konur eru áhyggjufyllri en karlar
en rúm 42 prósent kvenna segjast
hafa miklar áhyggjur en tæpt 31
prósent karla. Tæp 39 prósent karla
hafa litlar áhyggjur en tæpt 31 pró-
sent kvenna.
Mestar áhyggjur af útbreiðslu
veirunnar hefur fólk 65 ára og eldra
en tæp 48 prósent þess hafa miklar
áhyggjur en tæp 26 prósent litlar. Í
öðrum aldurshópum hafa á bilinu
32-37 prósent miklar áhyggjur.
Minnstar áhyggjur er að finna í ald-
urshópnum 25-34 ára en þar segjast
rúm 47 prósent hafa litlar áhyggjur.
Þegar svörin eru greind eftir
stuðningi fólks við stjórnmála-
flokka kemur í ljós að Píratar hafa
minnstar áhyggjur af útbreiðslu
veirunnar. Tæp 25 prósent þeirra
hafa miklar áhyggjur en tæp 42 pró-
sent litlar.
Halldóra Mogensen, formaður
þingf lokks Pírata, segist halda að
stuðningsmenn f lokksins treysti
því almennt að sérfræðingar haldi
vel á málum.
„Mér finnst viðbrögðin frá sótt-
varnalækni, landlækni, almanna-
vörnum og öðrum hafa verið mjög
góð og traustvekjandi. Ég finn
allavega fyrir því og þá væntan-
lega aðrir Píratar líka. Maður fer
bara eftir þeim leiðbeiningum sem
er búið að setja okkur. Það er ekki
gagnlegt að panikkera,“ segir Hall-
dóra.
Gagnlegustu viðbrögðin séu að
Píratar rólegir yfir COVID-19
Tæplega 37 prósent svarenda segjast hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónaveirunnar samkvæmt
nýrri könnun. Píratar hafa minnstar áhyggjur en stuðningsfólk Flokks fólksins hefur mestar áhyggjur.
Þingflokksformaður Pírata hrósar viðbragðsaðilum fyrir vinnuna vegna kórónaveirunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
36,9%
28,2%
34,8%
n Miklar n Hvorki né n Litlar
Hversu miklar eða litlar áhyggjur
hefur þú af útbreiðslu kórónaveir-
unnar?
✿ Áhyggjur af COVID-19 standa saman sem samfélag en
bregðast við þeim aðstæðum sem
upp kunni að koma. „Þetta snýr
fyrst og fremst að því að vernda
þennan viðkvæmasta hóp og auð-
vitað er samtakamátturinn þannig
eins og gengur og gerist á Íslandi að
það taka sig allir saman.“
Mestu áhyggjurnar eru meðal
stuðningsfólks Flokks fólksins en
þar hafa rúm 54 prósent miklar
áhyggjur og um fjórðungur litlar.
Könnunin var send á könnunar-
hóp Zenter rannsókna föstudaginn
28. febrúar eða sama dag og fyrsta
tilfelli kórónaveirusmits var stað-
fest á Íslandi og stóð yfir til mið-
vikudagsins 4. mars.
Hlutfall þeirra sem sögðust
hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu
veirunnar var rúm 39 prósent í lok
tímabilsins en var tæp 35 prósent í
upphafi.
Í gær greindi Fréttablaðið frá
niðurstöðum könnunar um áhrif
COVID-19 faraldursins á ferðalög
fólks til útlanda á næstu mánuðum.
Rúm 44 prósent sögðu áhrifin vera
mikil en tæp 38 prósent lítil.
Ef horft er á þróun svaranna er
ljóst að fjölgun tilfella hefur haft
áhrif á svör fólks. Í upphafi könn-
unartímabilsins sögðu tæp 38
prósent að áhrifin á ferðalög yrðu
mikil en í lok tímabilsins var það
hlutfall komið upp í rúm 53 pró-
sent.
Í úrtaki könnunarinnar voru
2.300 manns 18 ára og eldri en svar-
hlutfall var 56 prósent. Gögnin voru
vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
sighvatur@frettabladid.is
6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð