Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 2
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þeir komu bara fram við mig eins og ég væri eitthvað ruglaður. Þorvaldur Jón Ottósson Veður Víða norðan 5-13 í dag. Léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á NA- landi og áfram kalt. Austlægari annað kvöld og þykknar upp á S-landi. Frost 1 til 10 stig. SJÁ SÍÐU 18 Unnið á sorpfjallinu Starfsmenn sorphirðu Reykjavíkur að störfum á Melhaga í Vesturbænum í gær. Ef ling samþykkti beiðni Reykjavíkurborgar um undanþágu frá verkfalli og stefnt er á að taka stóran hluta miðbæjarins í dag. Íbúar eru beðnir að gæta að aðgengi svo sorphirða geti farið fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR SAMFÉLAG Hælisleitendum verður boðið upp á fríar knattspyrnu æfingar hjá Þrótti út árið en samningur þess efnis hefur verið undirritaður. Um er að ræða samstarfsverkefni Þróttar og Hælisleitendateymis Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Að undanförnu hafa um 15-20 hæl- isleitendur mætt á æfingar og fá þeir útvegaðan æfingafatnað auk þess sem boðið er upp á léttan hádegisverð. Þá verður reynt að virkja hælisleitend- urna til frekari félagslegrar þátttöku. Ótthar Edvardsson, framkvæmda- stjóri Þróttar, segir þetta hafa gengið mjög vel og að bæði félagið og hælis- leitendurnir séu ánægðir. „Við Þrótt- arar erum stoltir af því að taka þátt í þessu samfélagsverkefni,“ segir Ótt- har. Samningurinn sem gildir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru í þjónustu Reykjavíkurborgar verður tekinn til endurskoðunar í árs- lok. – sar Hælisleitendur æfa hjá Þrótti Samningurinn var handsalaður í takt við fyrirmæli vegna COVID-19. SAMFÉLAG Þorvaldur Jón Ottósson var að slaka á í gufubaði Suður- bæjarlaugar í Hafnarfirði síðast- liðið mánudagskvöld þegar ósköpin dundu yfir. „Ég hef sótt þessa sundlaug reglu- lega í tvö ár og við vorum þarna tveir inni í gufubaðinu,“ segir Þor- valdur. Þá vildi ekki betur til en svo að ofn gufubaðsins hrundi skyndi- lega á gólfið. „Þetta er lítið rými með f lísum og þetta var ekkert eðlilegur hávaði sem myndaðist þarna innandyra. Þetta var eins og sprenging og það þekki ég vel enda unnið sem jarð- vegsverktaki og komið fyrir ófáum sprengihleðslum í gegnum tíðina,“ segir Þorvaldur og bætir við að ofn- inn sé líklega á annað hundrað kíló. Þorvaldur segist hafa komist í mikla geðshræringu. „Við vorum í raun stálheppnir að slasa okkur ekki enn verr því að ef við hefðum setið á öðrum stað í klefanum þá hefði ofninn farið ofan á okkur. Það var lán í óláni,“ segir hann. Þá kveðst Þorvaldur verulega ósáttur við viðbrögð starfsfólks sem lokað hafi gufubaðinu í hvelli og gert lítið úr atvikinu. Hann hafi hringt í lögregluna í kjölfarið og þar hafi hann fengið kaldar viðtökur. „Þeir komu bara fram við mig eins og ég væri eitthvað ruglaður. Það var mjög dapurlegt að fá þær viðtökur,“ segir hann. Þorvaldur kveðst sárkvalinn. „Ég er með stöðugan són fyrir eyr- anu og hausverk. Ég bíð eftir niður- stöðu læknis um hvort skaðinn sé varanlegur,“ segir Þorvaldur sem hyggst kanna rétt sinn ef svo er. Segja má að slysið í gufubaðinu hafi kórónað slæman dag hjá Þor- valdi. Fyrr um daginn hafði hann komið að bílnum sínum við Hafnar- fjarðarbryggju stórskemmdum. „Ég er með bát þar í slipp og hafði geymt jeppann minn þarna í nokkr- ar vikur. Síðan kem ég að honum þar sem hann er á kafi í snjó og tvær rúður mölbrotnar,“ segir Þorvaldur sem telur blasa við að einhver sem sér um snjómokstur hafnarinnar hafi ekki verið starfi sínu vaxinn. „Þetta var talsvert áfall. Ég kallaði til aðila til að gera tjónaskýrslu fyrir mig og það tók drjúgan tíma. Svo fór ég beint í laugina til að slaka á,“ segir Þorvaldur. Sú ferð endaði með ósköpum eins og fyrr segir. Aðalsteinn Hrafnkelsson, for- stöðumaður Suðurbæjarlaugar, kvaðst ekki hafa heyrt af slysi á fólki í óhappinu í gufubaðinu. „Það er afar leitt að heyra að ein- hver telji sig hafa orðið fyrir skaða þegar þetta óhapp átti sér stað. Við viljum endilega heyra í viðkomandi og reyna að leysa úr málinu,“ segir Aðalsteinn. Gufubaðið var lokað vegna óhappsins í nokkra daga en er nú opið að nýju. bjornth@frettabladid.is Með skaddaða heyrn eftir óhapp í gufubaði Karl á áttræðisaldri segist hafa verið með són fyrir eyra eftir að ofn í gufubaði sundlaugar í Hafnarfirði skall niður með gríðarlegum hvelli. Hann var í gufu- baðinu til að róa taugarnar eftir að hafa komið að bíl sínum stórskemmdum. Þorvaldur Jón Ottósson átti sérlega slæman mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KJARAMÁL Samninganefndir Ef l- ingar og Reykjavíkurborgar slitu fundi í gærkvöldi og hefst annar sáttafundur klukkan tíu í dag.  Félagsdómur úrskurðaði í gær að  samúðarverkfallið sem Ef ling boðaði til hjá sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum væri ólög- mætt. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðunina en verkfallið átti að hefjast á mánudag. Krafa SA byggði á því að sam úðar verk fall ætti ekki að hafa á hrif á kjör þeirra starfs manna sem tækju þátt í því, sem yrði raunin í þessu til felli. – atv Áfram rætt við Eflingu í dag Dagur borgarstjóri var á fundarstað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.