Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is FYRIR MIG PERSÓNU- LEGA FINN ÉG HVAÐ TÓNLISTARNÁMIÐ HEFUR HJÁLPAÐ MÉR AÐ HALDA EINBEITINGU, VERA SKIPULÖGÐ OG ÖGUÐ Í VINNUBRÖGÐUM, EN LÍKA VERA TILFINNINGALEGA NÆM. Sigrún Harðardóttir rekur Suzuk iskóla Sig r únar. Hún var ung þegar hún heillaðist af fiðlunni og beið spennt eftir að fá að æfa eftir að hafa fylgst með systur sinni æfa sig. „Systir mín, hún Eva Björg, lærði á fiðlu. Hún er sjö árum eldri en ég og hefur verið mikil fyrirmynd í mínu lífi og góð vinkona síðan ég man eftir mér. Ég fylgdist með henni spila á fiðluna heima síðan ég man eftir mér, fór með henni í fiðlu- tíma og lék eftir það sem hún var að gera. Ég fann mér til dæmis Legó- girðingu og hárgreiðu og notaði það sem fiðlu fyrst um sinn. Mér fannst fiðlan bara alltaf svo heillandi og ekki skemmdi fyrir að stóra systir var alltaf að æfa sig,“ segir Sigrún. Fiðlan í dúkkurúmið Þegar hún var þriggja ára fékk Sigrún svo að byrja í fiðlutímum hjá Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur, Suzuki-fiðlukennara. „Ég á ekki margar minningar áður en ég byrjaði að læra, ein þeirra er þegar ég var að ræða við Sigríði Helgu um það hvort ég mætti ekki fara að byrja í tímum. Hún sagði mér að ég mætti byrja seinna um haustið. Mamma segir mér að þegar ég fékk loksins alvöru fiðlu þá vildi ég búa um fiðluna í dúkkurúminu, fannst af leitt að hafa hana ofan í kassa. Svo hefur fiðlan bara fylgt mér síðan,“ segir hún og hlær. Sigrún hélt svo tónlistarnáminu áfram og fór í framhaldsnám við Listaháskóla Íslands og til Berlínar. „Ég lauk svo meistaraprófi í fiðlu- leik frá University of Denver 2014 auk Suzuki-kennararéttinda. Ég spila mikið í hljóðveri fyrir ýmsa tónlistarmenn og svo hef ég verið að spila á tónleikaferðalögum með Ólafi Arnalds. Það hefur verið frá- bær reynsla og dásamlegt að fá að spila í svona mörgum stórkost- legum tónleikasölum eins og í Óperuhúsinu í Sydney og Elbphil- harmonie í Hamborg,“ segir Sigrún. Tónlistin sameinar Hún segir margar rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlistarnám hafi góð áhrif á heilann, almennan þroska og styðji við annað nám, sér- staklega tungumál og stærðfræði. „Svo er tónlist svo dásamlega falleg, hún er alheimstungumálið okkar og við tengjum öll við tónlist á einn eða annan hátt. Margir leita í tónlist til að róa huga og taugar eða auka einbeitingu, aðrir spila hressandi tónlist til að koma sér í framkvæmdagír. Tónlistin sam- einar okkur öll og tónlistarnám er aldrei af okkur tekið. Fyrir mig persónulega finn ég hvað tónlistar- námið hefur hjálpað mér að halda einbeitingu, vera skipulögð og öguð í vinnubrögðum, en líka vera til- finningalega næm.“ Meðfram þessu hefur Sigrún kennt á fiðlu í hinum ýmsu tón- listarskólum síðastliðin tólf ár. „Síðastliðið haust stofnaði ég minn eigin skóla, Suzukiskóla Sig- rúnar. Þar hef ég verið að kenna á fiðlu nemendum frá þriggja ára aldri, en er einnig með námskeið fyrir alveg niður í þriggja mánaða og foreldra þeirra. Það eru Bam- baló-tónlistartímarnir,“ segir hún. Ekki síður fyrir foreldra Bambaló-tímarnir eru fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til fimm ára og foreldra þeirra. „Þeim er skipt í aldurshópa, ung- barnatímarnir eru aðeins rólegri, eins árs börn til þriggja ára læra f leiri lög og fá að spila á alls konar hljóðfæri. Þriggja til f imm ára hópurinn er síðan aðeins fjörugri. Tímarnir eru byggðir meðal annars á kennsluaðferðum Suzuki og ýmsu sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina úr leiklist, tónlist og kennslu. Námið undirbýr börnin fyrir frek- ara tónlistarnám, en þessir tímar eru ekki síður hugsaðir fyrir for- eldra til að læra eitthvað skemmti- legt að gera heima með börnunum sínum, leika og verja tíma saman. Gera eitthvað sem er skemmtilegt og uppbyggilegt og getur vonandi komið í staðinn fyrir að grípa í spjaldtölvu eða sjónvarp.“ Hún segist meðvituð um að dag- skrá hjá fjölskyldum geti verið breytileg milli vikna og oft erfitt að skuldbinda sig í nokkrar vikur á námskeið. „Þess vegna ákvað ég að hafa Bambaló-tímana opna, fólk getur skráð sig í staka tíma og keypt klippikort með afslætti sem gildir í eitt ár. Tímarnir eru byggðir upp svipað, það er mikið um endur- tekningu. Börnum svo gaman að endurtaka það sem þeim finnst skemmtilegt. Sumir hafa komið oft og eru öruggari en aðrir. En öll læra þau af þessu, líka hvert af öðru,“ segir hún og brosir. steingerdur@frettabladid.is Tónlistartímar fyrir ungbörn og fullorðna Sigrún rekur Suzkiskóla Sigrúnar. Hún stendur fyrir Bambaló-tón- listartímum fyrir börn niður í þriggja mánaða aldur. Hún segir tón- listarnám stuðla að aukinni einbeitingu og tilfinningalegri næmni. Sigrún með Brynhildi Sigurrós, frænku sinni og afburðanemanda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRTRYGGUR ARI Sigrún mundar greiðuna á meðan systir hennar Eva Björg spilar á fiðlu. Lesa bara FBL 63% FBL OG MBL 26% Lesa bara MBL 11% Með því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuð- borgarsvæðinu. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns VELDU GÆÐI! Tilboð í mars. 2 fyrir 1 af kleinuhringjum allar helgar, föstudaga til sunnudaga. 6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.