Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ólíkt bankanum vestanhafs hefur Seðlabanki Íslands kosið að bíða og sjá. Sú afstaða sætir furðu. Það verður ekki sárs- aukalaust fyrir sam- félag okkar að vinna sig út úr þessari stöðu, en það er hægt. Samdrátturinn í hagkerfinu hófst fyrir alvöru haustið 2019 og er á f lestum sviðum útf lutn-ings og gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi. Orsökin liggur í genginu og rekstrarkostnaði fyrirtækja þó vissulega hafi loðnubresturinn og kórónaveiran sitt að segja. Gengið er vitlaus skráð, það vita allir sem eitt- hvað vita. Seðlabankinn stundar gjaldeyrisinn- grip sem viðheldur fölsku gengi, að sögn til að halda stöðugleika, en gengið leiðir til versnandi af komu útf lutningsgreinanna, sem seðlabanka- stjóri og „hagkerfisráðherrar“ ríkisstjórnarinnar segja meginvandann. Hin stjórnvaldsstýrða falska gengisskráning eykur þennan vanda og birtist meðal annars í auknu atvinnuleysi. Ég verð að viðurkenna að þessi hagstjórnarspeki er ofar mínum skilningi. Vandinn er kristalklár. Alltof hátt gengi krón- unnar, hæstu laun í heimi og hæstu vexti á fyrir- tæki í okkar samkeppnisheimi eru meginvandinn, hann er enginn annar. Af hverju styðjið þið, ríkisstjórnin og Seðlabankinn, ekki sannleikann? Það vissu allir sem eitthvað vita um hagsveif luna, nema þið að því er virðist, að spá Seðlabankans frá október 2019 myndi ekki rætast. Nú þegar kórónaveirufaraldurinn ógnar enn frekar hagkerfinu standa ríkisstjórnin og Seðla- bankinn fyrir gengisfölsun sem eykur enn frekar á vandann. Með ónýtri hagstjórnarstefnu, sem mun kosta enn f leiri störf, valda enn meira atvinnu- leysi, enn meiri útgjöldum og minni skatttekjum hins opinbera er verið að grafa enn frekar undan hagkerfinu, af því að ríkisstjórnin og Seðlabank- inn þora ekki að horfast í augu við staðreyndir. Það verður ekki sársaukalaust fyrir samfélag okkar að vinna sig út úr þessari stöðu, en það er hægt. Til þess þarf hins vegar þor og raunsæi sem mér sýnist skorta allan Arnarhólshring. Arnarhólshringur á villigötum Páll Kr. Pálsson framkvæmda- stjóri – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Sterkar, mildar og allskonar Slæmur talsmáti Afar áhugaverð umræða fór fram á Alþingi í gær en þar ræddu þingmenn hvernig bætt uppeldi gæti verið góð leið til forvarna og lýðheilsu. Málshefjandi var Una Margrét Óskarsdóttir sem situr á þingi sem varamaður Gunn- ars Braga Sveinssonar. Hún lýsti meðal annars yfir áhyggjum af ljótum talsmáta ungra drengja sem hefðu greinilega fengið að spila bannaða tölvuleiki. Einnig hrósaði hún framtaki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, sem setti á fót ráðherranefnd um lýðheilsu. Upp úr þeirri vinnu kom meðal annars tillaga um uppeldisnámskeið fyrir foreldra. Já, bara ef öll börn tækju nú upp talsmáta þeirra Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs. Hreinskilni Sérstakt hrós fyrir hreinskilni fær Guðmundur Andri Thors- son, þingmaður Samfylkingar- innar, sem tók þátt í umræðum þingmanna um uppeldi. „Herra forseti. Ég verð að játa að ég veit ekkert um lýðheilsu,“ sagði hann meðal annars. Hrein- skilni af þessu tagi heyrist ekki á hverjum degi úr ræðustól þingsins og er til eftirbreytni. Þingmenn þurfa að átta sig á því að það er ekki veikleiki að viðurkenna vanþekkingu á ein- hverju sviði. Þetta mættu ýmsir taka sér til fyrirmyndar. sighvatur@frettabladid.is Meira en tvær vikur eru síðan ljóst varð að kórónaveiran væri að breiðast út um Evrópu. Á Íslandi hafa greinst flest smit í heiminum miðað við höfðatölu og fjöldinn fer hratt vaxandi. Óþarfi er að lesa of mikið í þær tölur annað en að þær eru til marks um skilvirkar viðbragðsaðgerðir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda. Ómögulegt er að segja til um framhaldið en efnahagsáhrifin af faraldrinum eiga eftir að verða veruleg. Lítið hefur heyrst frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa ekki enn séð ástæðu til að boða aðgerðir í því skyni að bregðast við efnahagsáhrifunum. Af yfirlýsingum að dæma, meðal annars frá Seðlabank- anum, virðast væntingar um að þetta gangi yfir á örfáum mánuðum. Um það veit hins vegar enginn og hætt er við að því fylgi meiri hætta á að gera of lítið og of seint. OECD hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið – úr 3 prósentum í 1,5 prósent – og varað við því að útbreiðsla veirunnar muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heims- hagkerfið. Hún sé raunar mesta ógn við fjármálakerfi heimsins frá alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008. Það hefur orðið framboðsskellur sem lýsir sér í því að verk- smiðjum hefur verið lokað og talsverðar truflanir orðið á aðfangakeðjum með neikvæðum áhrifum úti um allan heim. Á eftirspurnarhliðinni hefur traust og væntingar heimila og fyrirtækja hrapað vegna óvissunnar sem aftur bitnar á fjárfestingum og neyslu. Peningamálayfirvöld og fjármálaráðherrar helstu iðnríkja heims hafa því stigið fram og heitið að grípa til aðgerða til að milda höggið sem heimsbúskapurinn verður fyrir vegna veirufaraldursins. Margir seðlabankar hafa þegar lækkað vexti til að blása lífi í efnahag sinn. Í Bandaríkjunum, þar sem vextir voru lækkaðir um hálft prósentustig á sérstökum neyðar- fundi, tók seðlabankastjóri sérstaklega fram að áhrif- anna gætti einna mest í ferðaþjónustunni en alþjóða- samtök flugfélaga hafa varað við því að flugfélög gætu orðið fyrir meira en 100 milljarða dala tekjutapi. Ólíkt bankanum vestanhafs hefur Seðlabanki Íslands kosið að bíða og sjá. Sú afstaða sætir furðu. Fá þróuð ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og því augljóst að faraldurinn kann að hafa umtalsvert meiri áhrif á íslenskt efnahagslíf en í öðrum ríkjum. Afbókanir og mögulega tugprósenta samdráttur er í kortunum. Gæti fjöldi ferðamanna farið úr tveimur milljónum í um eina milljón í ár? Það væri að minnsta kosti óvarlegt að útiloka slíka sviðsmynd. Enginn efast um að þjóðarbúið hefur aldrei verið betur í stakk búið að takast á við efnahagsáföll. Þá stöðu þarf að nýta með því að bregðast tímanlega við með skýrum og afgerandi aðgerðum. Koma þarf til móts við atvinnu- greinar og fyrirtæki, sem eru lífvænleg en í tímabundn- um greiðsluerfiðleikum vegna mikils samdráttar, með lausafjárfyrirgreiðslu í gegnum bankakerfið og eins auka útlánagetu fjármálastofnana með lækkun á eiginfjár- aukum. Mikilvægast af öllu er hins vegar að forystumenn stjórnvalda, sem hafa verið næsta ósýnilegir, stígi fram og útskýri fyrir almenningi og atvinnulífinu að þetta verði í lagi og að gripið verði til þeirra ráðstafana sem þarf til að tryggja efnahagsstöðugleika. Þetta snýst nefnilega ekki hvað síst um skilaboð sem hafa jákvæð áhrif á væntingar í hagkerfinu. Þar hefur ríkisstjórnin skilað auðu. Forystuleysi  6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.