Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 7
FRA ÓKUNNUM ÞJÓÐUM Hnífur Guðfinnu. Næstu nágrannar okkar, Græn- lendingar, hafa löngum verið þekktir fyrir hagleik. Alþekkt er skinnavinna þeirra, jafnt í fatnaði og bátum eða stóru perlusaumuðu krag- arnir, sem fylgja kvenbún- ingnum. Þá ber útskurður þeirra í bein og stein vitni um mikla hugkvæmni og hagar hendur. Hér sjáið þið einfaldari og hversdagslegri hlut, plötu vafða úr grastegund, sem vex í hlaðvarpanum á bænum Nakornarssuk í Lichtenau-firði eða Hrafnsfirði. Mætti ekki nota einhver íslenzk strá á sama hátt? haldin var í Stavanger í Noregi í júní sama ár, og vakti þar óskipta athygli og aðdáun. Dómnefnd skipuðu: Arnheiður Jónsdóttir, formaður H.í. Sigrún Stefánsdóttir, framkv.stj. Í.H. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður Kurt Zier, skólastjóri Vigdís Kristjánsdóttir, myndvefari Sólveig Búadóttir, handavinnukennari Stefán Jónsson, arkitekt. Fer hér á eftir greinargerð dóm- nefndar fyrir verðlaunaveitnigunni: „Dómnefndin hafði í huga það grundvallarsjónarmið, að samkeppnin ætti fyrst og fremst að verða til efl- ingar íslenzkum heimilisiðnaði í venjulegum skilningi þess orðs. Dæmt var eftir handbragði, formi efnisvali, hugmyndum og jafnvel þjóðlegum rótum, og svo því, hvort líkur séu til að hægt sé að framleiða viðkomandi hlut í fjölda eintaka til sölu og notk- unar með hóflegri fyrirhöfn og kostn- aði. Til samkeppninnar komu nokkrir mjög vel smíðaðir hlutir, sem krafist hafa geysimikillar vinnu og mundu vera mjög dýrir, en nefndin lítur svo á, að slíkir hlutir liggi í rauninni utan þess sviðs, sem samkeppnisboðendur vilja efla, þótt þeir séu góðs maklegir og viðurkenningar verðir. Með þau sjónarmið í huga, sem hér hefur verið drepið á, hefur nefndin ekki séð sér fært að veita 1. verðlaun neinum þeim hlut, sem til samkeppn- innar hefur borizt og ennfremur hef- ur hún eftir atvikum talið rétt að skipta 2. og 3. verðlaununum milli tveggja þátttakenda hvorum. Auk þess veitir nefndin aukaviðurkenningu fyrir 8 gripi“. 2. verðlaun, kr. 5000,00. Sigurður Egilsson, Húsavík. — ÚT- SKORNIR KASSAR, vindlakassar. Ágústa Snæland, Reykjavík. — KRÍA Á STEINI og fleiri fuglar gerðir á sama hátt, úr þorskhausbeini. 3. verðlaun, kr. 2500,00. Þorleifur Þorleifsson, Reykjavík. — SVERÐ, ÖXI OG SKJÖLDUR. Aðalgeir Egilsson, Mánárbakka. — SKIPSLÍKAN, með rá og reiða. Viðurkenning, kr. 1500,00. Erling Valdimarsson, Reykjavík. — LAXVEIÐITÆKI, goggur, kylfa og svipa, úr hvalbeini og kopar. Engilbert Runólfsson, Vatnsenda, Skorradal. — TÓBAKSPONTA. Hinrik Þórðarson, Reykjavík. — PRJÓNASTOKKUR með höfðaletri. Guðfinna Guðmundsdóttir, Vorsabæ, Gaulverjabæjarhreppi. — PAPPÍRS- HNÍFUR úr sauðalegg o. fl. Sigrún Ólafsdóttir, Reykjavík. — DÚKUR. Friðrik Þorsteinsson, Reykjavík. — BORÐ OG STÓLAR úr hvalbeini. Unnur Guðmundsdóttir, Reykjavík. — ASKUR o. fl. Hedi Guðmundsson, Reykjavík. — LEIRMUNIR. g. H. HUGUR OG HÖND 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.