Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Page 19

Hugur og hönd - 01.06.1966, Page 19
ULLAR-efni Vend: Jafi. Uppistaða: Hvítt og sauðsvart eingirni. ívaf: Hvítt og sauðsvart eingirni, báð- ir litir spólaðir tvöfaldir. Skeið: 45/10, 2 þræðir í hafaldi, 2 þræðir í tönn. Breidd í skeið: 65 cm. Þráðafjöldi: 584. Raktir eru 4 hvítir þræðir og 4 sauð- svartir til skiptis. Ein rúða = 2 þræðir. Efri myndin sýnir efni, þar sem ívafi er raðað eins og uppistöðu. Efnið á neðri mynd er ofið með fjórum fyrirdrögum af hvorum lit til skiptis. Myndirnar eru í réttri stærð. Ath.: Þetta ullarefni er létt og voðfelt og má nota t. d. í kjóla, dragt- ir, sumarkápur o. fl. Þeim, sem ekki nota rakspaða, er ráðlagt að rekja með fjórum þráð- um, tveim af hvorum lit. Með því að aðskilja litina með vísifingri um leið og rakið er, leggja þá svo hvorn fyrir sig um skilhælana, má koma í veg fyrir að þræðirnir snú- ist saman fyrir aftan höföldin. ívafið má skeyta saman á ósýnilegan hátt, með því að leggja endana mislangt inn í skilið. Það verður þá hvergi fjórfalt, en þrefalt á tveimur stöðum, á svo sem Vz—1 cm. Þar sem litir eru svo andstæðir sem hér, er afar mikilvægt, að slátturinn sé jafn. í þessum vef á ívafið að vera jafnþétt og uppi- staðan, þ. e. 9 fyrirdrög á 2 cm. Rétt er að mæla þéttleika ívafsins oft. S. H. HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.