Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.1966, Side 20
Nokkrar tillögur um bakkabönd Bakkaböndin eru saumuð í hvítt, grcft hörefni 8 þræðir á fersentimetra. Augnsaumur er saumaður í efni, sem er jafnþráða og auðvelt að telja í þræðina. Nálinni er stungið upp í ytri brún á sporinu og niður í miðju, tekið fremur þétt í, þannig að auga myndast. Aðeins einn þráður er hafður milli spora í ytri brún en alltaf stungið niður í miðju, þar mætast öll spor í hverju auga. Séu reitir þeir, sem saumað er eftir, samfelldir, saumast aðeins hálft spor í fyrri umferð, svo rétta og ranga verði eins, síðan er lokið við sporið í bakaleiðinni. Nr. 1: ísaumsgarnið er tvistur nr. 20/2, fæst hjá ísl. Heimilisiðn. Plat- saumssporin saumuð með 2 þráðum af gulu. Augnsaumssporin með ein- um bláum þræði. Nr. 2: ísaumsgarnið íslenzkt eingirni í sauðalitum. Hvítt í legginn, saum- að með aftursting. Tvö augnsaumsspor ljósgrá. Þá tvö mórauð og tveir þræðir hafðir milli spora í ytri brún. Tvö dökkgrá augnsaumsspor. Þá aftur mórauð o. s. frv. Nr. 3: Saumað með einum þræði gulgrænum tvisti. Augnsaumssporin misstór en alltaf hafður einn þráður milli spora í ytri brún. V. P. 1 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.