Hugur og hönd - 01.06.1966, Page 23
Ostabretti
Útskurður hefur löngum verið iðkaður á íslandi, og margir
hafa hagleiksmenn verið á því sviði, eins og gamlir og
nýir munir bera með sér. Áður tíðkaðist að hafa hvern
útskorinn grip mikið flúraðan, svo sem sjá má á öskum,
trafakeflum, rúmfjölum og fleiru. Nútímafólk kýs fremur
einfaldari muni og minna skraut. Sem dæmi um einn slík-
an hlut, er hér birt mynd af haglega gerðu ostabretti
skornu af Unni Guðmundsdóttur, Reykjavík.
Þvottaklapp
Mér er fyrir barnsminni, þegar verið var að þvo leirug
sokkaplögg við lækinn heima. Þeim var dýft ofan í læk-
inn, en síðan var þeim lamið duglega við stein nokkra
stund, síðan skolað úr þeim í læknum og þau barin aftur,
og svo koll af kolli, þangað til þau áttu að heita hrein.
Annað eins og þetta hafa vitanlega margir séð og gert.
Aldrei sá ég neitt áhald notað við þessa iðju, en þó
voru þau víða til. Fyrir allmörgum árum fann ég í rusli
suður í Grindavík dálitla veðurbitna trékylfu með sívölu
handfangi og hnúð á enda, en sjálfur spaðinn eða blaðið
nokkru breiðara og þó nokkuð veigamikið, lengdin öll um
40 sentimetrar. Fangamark konu var grafið á gripinn.
Þetta var þvottaklapp og er nú í Þjóðminjasafninu ásamt
nokkrum öðrum sömu tegundar, og sjálfsagt eru allmörg
í byggðasöfnum. Þetta áhald, sem einnig var stundum
nefnt þvottaklappa, þótt hin orðmyndin væri algengari,
var notað til að berja aur og leir úr grófari flíkum, eink-
um sokkaplöggum og vosklæðum manna, meðan þeir
þurftu að vaða mýrarelg og hvað sem fyrir var án þess
að eiga nokkuð vatnshelt, ekki einu sinn á fæturna á sér.
Plöggin voru þá lögð á stein og höggin látin dynja á þeim
með þvottaklappinu án allrar miskunnar. Sá steinn var
stundum nefndur þvottsteinn eða þvottasteinn.
Hér er nú mynd af tveimur þvottaklöppum, sem annað
er að öllu leyti hversdagslegt, en hitt gert af nokkurri
tilfyndni, skreytt með einföldum hnífsbrögðum og auð-
kennt með nafni þeirrar konu, sem það hefur átt.
Kristján Eldjárn.
HUGUR OG HÖND 13