Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Page 25

Hugur og hönd - 01.06.1966, Page 25
Frá Heimilisiðnaðarsambandi norðurlanda Hinn 26. og 27. ágúst síðastliðinn bauð Sænska heimilis- iðnaðarsambandið formönnum og fulltrúum frá Heimilis- iðnaðarfélögum hinna norðurlandanna til fundar í vef- skóía sambandsins á Sáterglántan í Dölunum. Fundurinn var aðallega haldinn til undirbúnings undir næsta heimilisiðnaðarþing og til að sýna fulltrúunum frá hinum Norðurlöndunum þennan gamla herragarð, sem heimilisiðnaðarsambandið festi kaup á fyrir allmörgum árum, til þess að reka þar vefskóla og samastað fyrir heimilisiðnaðarfólk, bæði í sumarfríum og undir öðrum kringumstæðum. Á fundinn komu fulltrúar frá hinum ýmsu samböndum með frásagnir og skýrslur um það helzta, sem var að gerast hjá þeim. Mest var rætt um undirbúning næsta heimilisiðnaðarþings, sem halda á í Danmörku sumarið 1968. Þessi þing eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum á þriggja ára fresti. í Reykjavík var þingið haldið sumarið 1962. Sýningar eru alltaf haldnar í sambandi við þessi þing, og er þá ákveðið, einu til tveimur árum áður, hvað sýna skuli. í þetta sinn varð fyrir valinu karlmannavinna, sem skildi sýnd á næsta þingi, og þá helzt járnsmíði eða stórir og smáir munir úr smíðajárni. Hvernig sem okkur hér tekst að safna munum til sýning- ar úr eintómu járni. Við erum að mörgu leyti svo mikið verr sett en hinar Norðurlandaþjóðirnar hvað efnivið snertir, bæði með tré og járn. Danir ákváðu þingstað Sönderborg á Suður-Jótlandi, og þingtíma 1.—3. ágúst 1968. Arnheiður Jónsdóttir. Skraut úr fiskbeinum, Ágústa Snæland. röð, eru þeir lagðir í kross milli stólanna, þ. e. í skil. Þegar búið er að rekja, er rétt að binda tryggilega um skilið, inn í lykkjurnar sitt hvoru megin við krossinn. Þá eru gerð eins konar höföld fyrir annan helming þráðanna, öðru hvoru megin við krossinn, hér vinstra megin, sjá mynd A. í höföldin má nota netagarn, einn spotta í öll. Spottinn er lagður inn í skilið og síðan dreginn upp á milli þráðanna, þannig, að einn þráður komi í hvert hafald, en þau mega vera um 12—15 cm löng. Síðan eru hafalda- lykkjurnar allar bundnar saman í stóran hnút og þess gætt um leið, að þær séu jafn langar. Auðvelt er að fá lykkjurnar jafnar, ef spottanum er vafið utan um litla bók um leið og höföldin eru búin til. Bezt er að gera höföldin á meðan uppistaðan er enn á stólunum eða rakgrindinni. Umbindingin, sem er sömu megin og höf- öldin, er nú tekin. Hinum megin er hún látin halda sér, en færð síðar niður að fætinum, mynd B. Nú má fara að vefa. ívafið er oftast í sama lit og jaðarsþræðirnir. Það er undið í smáhönk eða haft á spólu. Uppistaðan er strengd þannig, að fæti er smeygt inn í skil- ið hægra megin við krossinn, í hinn endann er haldið með vinstri hendi. Ef uppistaðan er lengri en svo, að hægt sé að stíga í sjálfa lykkjuna, þarf að flétta upp endann, mynd B. Annað skilið er svo myndað með því að taka í höföldin, mynd A, hitt með því að fara með höndina inn í skilið við fótinn og færa það fram fyrir höföldin, mynd B. Nauðsynlegt er að ívafið komi hornrétt á uppistöðuna. Það má slá vefinn með fingrunum, en enn þá betra er að nota eitthvert áhald með beina, þunna brún, s. s. tréhníf eða annað, sem ekki skaðar þræðina. Lykkjur myndast við jaðrana, ef ekki er haldið nógu þétt við ívafið. Óráðlegt er að fótvefja bönd, sem eru breiðari en 1.5—2 cm. Byrjendur ættu ekki að hafa fleiri þræði en 14—16 við fyrstu tilraun. Það er ekki vandalaust að vefa allt bandið jafnbreitt, en það kemur með æfingunni. Gömlu rósalepparnir voru stundum það, sem kallað var slyngdir. Þá munu þeir oftast hafa verið prjónaðir báðir í einu á fjóra prjóna og klipptir sundur. Undir þá var svo þrætt þétt ullarefni, síðan voru þeir bryddaðir eða slyngd- ir með fótofnu bandi þannig, að ívafið var dregið í nál og saumað í gegnum brúnina á leppnum eftir hvert fyrirdrag. ívafið kom þannig alltaf frá sömu hlið inn í skilið. í þessum böndum voru venjulega tveir litir (þverröndótt). íleppa gerist nú ekki lengur þörf, en aðferðina við að slyngja gætu nútímakonur notfært sér á ýmsan hátt, t. d. gæti farið vel á því að slyngja brúnir, sem ekki mega togna á prjónuðum eða saumuðum flíkum. Böndin, sem lýst hefur verið hér að framan, höfðu slétta áferð, voru eins beggja megin og mynstruð með nokkrum litum í uppistöðu. En það má nota þessa sömu aðferð, svo einföld sem hún er, til þess að vefa skrautleg bönd, og verður þeim ef til vill lýst hér síðar. S. H. HUGUROGHÖND 15

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.