Hugur og hönd - 01.06.1966, Page 27
Litmynda skýringar
Litmyndasíðurnar eru sýnishorn úr bók Halldó'ru Bjarnadóttur:
Vefnaður á íslenzkum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar.
I bókinni eru 36 litmyndasíður, um 200 síður lesmáls og fjöldi
svart-hvítra mynda. Einnig útdráttur eða yfirlit efnis á norsku og
ensku. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Halldóra hafa gáðfúslega
leyft blaðinu oð birta þessar litmyndasíður. — Bókin kom út á
þessu hausti.
Nr. 1 og 2 :
Islenzkar sauðkindur.
Nr. 3:
Tóskaparull með sauðarlitum.
Nr. 4 :
Svuntudúkur, unninn af Ingibjörgu Þórðardóttur, húsfreyju á Hofi
í Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu. — Ofinn af Sigurði Jónssyni,
Brekkugerði í Fljótsdal, Múlasýslu. — Dúkurinn er unninn um
aldamótin 1900. — Var fyrst á sýningu á Akureyri 1906. — Tvinnuð
uppistaða og ívaf. (25 þræðir á sm.).
Nr. 5:
Vaðmálssjal, slegið sjal við íslenzka búninginn. — Unnið af Valgerði
Einarsdóttur, Nesi í Höfðahverfi, S-Þing. — Ofið af bónda hennar.
Vilhjálmi Þorsteinssyni.
Nr. 6:
Vormeldúkssjal, sauðarlitir. — Ofið af Gunnari Hinrikssyni, vefara
á Fljótsdalshéraði.
Nr. 7 og 8:
Peysufatasjal, íslenzk einskefta, þrykktar rósir og litað erlendis. —
Unnið um miðja öldina sem leið af Kristjönu Þorláksdóttur, hús-
freyju á Grænavatni í Mývatnssveit, og dætrum hennar. — Nú í
eigu Kristjönu Jónasdóttur, Grænavatni.
Nr. 9, 10 og 11:
Einskeftudúkar með sauðarlitum, svuntudúkar úr Suður-Þingeyjai-
sýslu.
Nr. 12—19:
Kjólaefni. — Milliskyrtudúkar. — Fóðurefni. — Unnið og litað af
Björgu Jónsdóttur, húsfreyju á Hofi í Vatnsdal, A-Hún., 1870—1880.
—- Ofið af Bjarna Jónassyni, bónda á Hofi, á sama tíma. — Pjötl-
urnar voru á heimilisiðnaðarsýningu í Reykjavík 1883.
Nr. 20 og 21:
Milliskyrtudúkar, unnir og ofnir á Breiðabólstað á Skógarströnd í
Snæfellsnessýslu á öldinni sem leið, í tíð prestshjónanna Guðmundar
Einarssonar og Katrínar Olafsdóttur. — Dúkarnir eru gefnir í safnið
af frú Asthildi Thorsteinsson á Bíldudal, dóttur prestshjónanna.
Nr. 22 og 23:
Milliskyrtudúkar, unnir og litaðir af Björgu Jónsdóttur, húsfreyju
á Hofi í Vatnsdal, A-Hún , á árunum 1870—1880. — Ofnir af
Bjarna Jónassyni, bónda á Hofi, á sama tíma.
Nr. 24 og 25 :
Messuhökull úr rauðu vaðmáli, fóðraður með gulu vaðmáli, úr Valla-
neskirkju í Múlaþingi. (Artalið 1794). — Ur Þjóðminjasafni.
Nr. 26:
Svunta úr bláu vaðmáli, með knipluðum bekk úr togi. Svunta var
stundum höfð við gamla skautbúninginn. - Ur Þjóðminjasafni.
LÖG
Heimilisiðnaðarfélags íslands (landsfélags).
1. gr.
Félagið heitir Heimilisiðnaðarfélag Islands og er landsfélag, en
hefur heimili og varnarþing í Reykjavík.
2. gr.
Hlutverk félagsins er:
a. að vinna að verndun þjóðlegs heimilisiðnaðar og þroska hans
eftir kröfum tímans.
b. að stuðla að arðvænlegri sölu íslenzks heimilisiðnaðar, hér og
erlendis.
e. að efna til sýninga og námskeiða.
d. að koma á sambandi milli sölumiðstöðvar íslenzks heimilisiðnað-
ar í Reykjavík, það er heildsölunnar „íslenzkur heimilisiðnaður"
og fólksins í landinu, og efla það samband.
e. að vera réttmætur og virkur þátttakandi í heimilisiðnaðarsam-
tökum Norðurlandanna.
3. gr.
Meðlimir geta orðið:
a. einstaklingar hvar sem þeir eru búsettir á landinu.
b. meðlimir heimilisiðnaðarfélaga utan Reykjavíkur.
c. félög, sem kosið hafa heimilisiðnaðarnefndir, hvers konar starf-
semi, sem þau félög annars hafa með höndum.
4. gr.
STARFSFYRIRKOMULAG.
Félagar utan Reykjavíkur hafi samband við félagsstjórnina og
leiti til hennar um fulltingi og ráð í starfi sínu fyrir auknum og
bættum heimilisiðnaði. Óski byggðarlag eftir því að fá til sín leið-
beinanda, sé reynt að verða við þeirri ósk, eftir því sem fjárhagur
leyfir.
5. gr.
STJÓRN OG KOSNING.
Stjórnarkjör fer fram á aðaifundi, til tveggja ára í senn, og sé
kosning skrifleg. Stjórnina skipa 7 menn og skal formaður kosinn
sérstaklega. Formaður og 3 meðstjórnendur ganga úr á tveggja
ára fresti og hinir 3 aftur eftir 2 ár. Á fyrsta stjórnarfundi, sem
haldinn er eftir aðalfund, skiptir stjórnin með sér verkum og kýs
þá úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Á aðalfundi
skal ennfremur kjósa 3 menn í varastjórn til tveggja ára. Fyrsti
varamaður er sá, er fær flest atkvæði o. s. frv. Þá skal einnig
kjósa 2 endurskoðendur. Kjörgengir í stjórn eru aðeins þeir
félagar, sem búsettir eru í Reykjavík eða grennd.
Formaður kallar saman stjórnarfundi og hefur eftirlit með störf-
um annarra stjórnarmanna. Stjórnarfundur er lögmætur séu 5
stjórnarmanna mættir. Ritari heldur gjörðabók um fundi félags-
ins. Gjaldkeri innheimtir gjöld félagsmanna og sér um fjárreiður
félagsins. Hann leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
fyrir aðalfund, ekki seinna en á síðasta stjórnarfundi. Reiknings-
ár félagsins er almanaksárið.
6. gr.
FJÁRMÁL.
Félagið sækir árlega um ríkisstyrk, er félagsstjórnin úthluti í
þágu heimilisiðnaðarins innanlands og svo til að standa straum
af sambandinu við Norðurlöndin. Meðlimir búsettir í Reykjavík
greiði árgjald, er aðalfundur ákveður, sömuleiðis félög, sem kosið
hafa heimilisiðnaðarnefndir. Einstakir félagar út um land greiði
helming árgialda móts við félaga í Reykjavik. Þeir sem óska að
geract æfifélagar ráða sjálfir framlagi sínu, þó sé það ekki minna
en tífalt árgjald. Skal aðalfundur samþykkja inntöku þeirra.
7. gr.
FUNDIR.
Félagið heldur einn aðalfund á ári og aukafundi, ef þurfa þykir.
Stjórnin undirbýr aðalfund og boðar hann með nægum fyrirvara.
Auk meðlima félagsins og meðlima heimilisiðnaðarfélaga út um
land, getur einn fulltrúi frá hverju félagi, sem kosið hefur heimil-
isiðnaðarnefnd og greitt árgjald sitt, setið fundinn með fullum
réttindum, iívo og æfifélagar.
8. gr.
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi, og hafi verið
framtekið í fundarboðinu að lagabreytingar verði til umræðu. Til
lagabreytinga þarf 2/3 atkvæða þeirra fundarmanna, sem mættir
eru á þeim aðalfundi og atkvæðisrétt hafa.
9. gr.
Við gildistöku þessara laga falla úr gildi fyrri lög Heimilisiðn-
aðarfélags íslands.
ATH.: Á næsta aðalfundi er fyrirhugað að stjórnin beri fram
breytingartillögu við 6. gr. um að árgjaldið verði það sama fyrir
félaga út um land og í Reykjavík.