Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Síða 4

Hugur og hönd - 01.06.1971, Síða 4
Skór og skæði. Rohskór Roðskór voru þeir skór kallaðir, er búnir voru til úr steinbítsroði. Roð af steinbít var einnig notað sem umbúðir utan um smjör, samanber smjörpappír nú til dags. Bezt þótti roð af stórum steinbít til skó- gerðar. Gerður var greinarmunur á steinbít, eftir stærð og útliti, t.d. Dílasteinbítur, Hárasteinbítur, Úlfsteinbítur, Messudagasteinbítur, svo nokkur nöfn séu nefnd á steinbít, er voru daglega á vörum ver- mannanna og húsmæðranna, er matreiddu og notuðu til heimilisiðnaðar þessa nytsömu fiskitegund. Bezt þótti roð af Úlfsteinbít, en svo kallast mjög stór steinbítur. Þessi steinbítur var eftirsóttur af ver- mönnum, og mun þar mest um hafa ráðið, að af þess- um steinbít fékkst skæði í tvenna skó. Fremri hlut- inn í fullstóra skó, aftari hlutinn í minni skó, þá venjulega á krakka og unglinga. Þessir skór voru kall- aðir Dilluskór, vegna þess að aftari hlutinn á roðinu var kölluð dilla. Venjulega fékkst skæði í tvenna skó af meðal stórum steinbít, afgangurinn var notaður í bætur á roðskó. Væri ekki hægt að nota afganginn af roðinu í bætur, var hann venjulega þræddur með nál upp á band (togþráð) og geymt þannig í smá kippum. Roðið var svo soðið með hangikjöti og borð- að með hangifloti. Það roð sem ekki var hægt að nota í skó eða til annarra hluta, t.d. umbúða, var matreitt á þennan hátt. Þegar steinbítur var hertur, varð að hafa það í huga, að ekki mátti skemma roðið, t.d. mátti ekki gogga í roðið, er steinbítur var innbyrtur í bátinn, einnig mátti aldrei stykkja í roð, en svo var það kallað, ef skorið var of nærri roðinu, er steinbítur var kúlaður. Að stykkja steinbít var þannig gert, að skorið var þvert yfir fiskinn með einnar til tveggja tommu bili, frá sporði að eyrugga. Var þetta gert eftir að fiskurinn hafði verið flattur. Er þetta hafði verið gert, var hann þveginn upp úr vatni, og var nii tilbúinn til verkun- ar á steinbítsgörðunum, en svo voru kallaðir sérstakir grjótgarðar er hlaðnir höfðu verið í verstöðvunum til þess að herða á steinbít. Garðar þessir voru úr ein- faldri grjóthleðslu um 80 cm. á hæð. Víða má sjá þessa grjótgarða í gömlum verstöðvum, og skipta þar oft- ast tugum og jafnvel hundruðum. Á seinni árum var steinbíturinn hertur á þar til gerðum tréhjöllum (stein- bítshjöllum). Er steinbíturinn var orðinn það harður að hann lautaði ekki undan fingri með þéttu átaki, var hann tekinn af steinbítsgörðum og látinn á aðra garða, er hlaðnir voru úr grjóti. Þessir garðar voru frábrugðnir steinbítsgörðunum að þvi leiti, að þeir voru breiðari að neðan. Tvöföld steinahleðsla fyrstu tvö steinalög- in í garðinum, síðan mjókkaði garðurinn í eina steina- röð efst, heldur lægri en steinbítsgarðarnir. Þessir 4 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.