Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 6

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 6
Roðskór Það er talið að roðskórnir hafi hvergi tíðkast, nema á Vestfjörðum, og er ástæðan einfaldlega sú, að stein- bíturinn veiddist helzt á Vestfjarðamiðum. Fyrir 50 árum var hann aðal fiskmeti á flestum heimilum hér og borðaður bæði nýr, hertur og saltaður. Saltaður steinbítur var kallaður ,,tros“, og var á borðum flesta daga að vetrinum. Landbændur fengu hann gjarnan í vöruskiptum við sjómenn og létu í staðinn fé á fæti og smjör. Harðfiskurinn var fleginn, áður en hann var barinn til að ná roðinu óskemmdu. Roðunum var að sumrinu safnað í kippur, sem einu roðinu var hnýtt utan um og geymt til vetrarins, því að roðskór voru ekki sum- arskór, þeir vildu soðna í hitum og endast stutt, ef gengið var á grjóti. Blautfiskur bæði nýr og saltur var fleginn áður en hann var soðinn og roðin breidd til þerris undan sól, man ég að þau voru oft þurrkuð á norðurhlið hjallsins og á hripunum þar sem þau hvolfdu inni í hjallinum. Síðan voru þau geymd í kippum eins og roðin af harðfiskinum. Þegar átti að gera skóna voru roðin bleytt, þau voru lögð í kalt vatn, en ekki nema örstutta stund, því verra var að þau yrðu mjög blaut, síðan látin undir farg til að jafna sig. Þaðan mátti taka þau eftir nokkrar mínútur. Þá voru þau teygð út, það voru að- allega harðfisksroð, sem voru snorkin saman og þurfti að teygja. Svo var sniðið framan af hverju roði hæfi- leg lengd í skó. Það hæfði hverjum að mælt væri á hendinni á honum úr þumalfingurs greip, fram fyrir hendina, upp handarbakið og á úlfliðinn. Þar var roðið brotið um þvert og skorið aftan af. Skæðið var síðan brotið tvöfalt á langinn og hornin að aftan sniðin af, en gerður saumur að framan. Hann var varpaður með mórauðum eða gráum togþræði, sem rennt var að auga á skónál. Síðan var skórinn þvengjaður í kring með varpspori, þvengjanál þrædd á skinnþveng, ekki verptur öðru vísi. Þvengurinn var lagður í kross aftan á hásininni og skórinn dreginn að fætinum með því að herða á þvenginn, sem síðan var hnýttur utan um mjóalegginn. Þær voru fljótar gömlu konurnar að reka í roðskó, eins og þær kölluðu það gjarnan. Og þetta var afbragðs fótabúnaður í frosti og snjó. Roð- skór voru léttir á fæti, urðu aldrei illharðir, og fór ekki ofan í þá snjór, þeir féllu svo vel að fætinum. Þeir voru því sjálfsagðir útiskór að vetrinum. Nýir roðskór voru þó sleipir á svellum og í hlákum vildi gefa upp um þá, ef gogg-göt voru á roðinu. En sjó- menn reyndu að forðast að gogga í búkinn, þegar þeir innbyrtu steinbítinn. Roðskór voru Hka notaðir fyrir pallskó. Þá man ég að arnma mín hnýtti að, þegar hún var búin að draga að sér skóna með þvengjunum og þeir höfðu lagað sig eftir fótunum, síðan stakk hún þvengjunum ofan í skóna, það var snyrtilegra en að vera með þvengina bundna um mjóaleggina. Það er satt að roðskórnir entust ekki lengi, en þá var „dregið úr þeim“ og þvengirnir notaðir aftur og aftur. Nýir roðskór voru fljótgerðir og efnið var nær- tækt og ódýrt. Hlýraroð er líka gott í skó. Kirkjubóli, 22. marz 1971. Jóhanna Kristjánsdóttir. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.