Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 12

Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 12
Heim'disLbnadur og tómstimdir Erindi flutt á 14. jbingi norrænna heimilisiðnaðarfétaga 1 afstöðu okkar til vandamála, sem varða einstakl- inginn, nánasta umhverfi okkar eða alþjóðleg sam- skipti, hættir okkur til að beita viðhorfi, sem lítur ein- vörðungu á frumeindirnar, og teljum því alla hluti ósamfellda og jafnvel aukalega. Það er engu líkara en við ímynduðum okkur, að eitthvað sem er í raun- inni órofa heild — mannleg vera, skipulegt umhverfi eða heimsbyggðin, jörðin með öllu sem á henni er — sé samsett af misjafnlega mörgum einingum eða ein- stökum hlutum án innbyrðis samhengis eða tengsla og án gagnverkana, eða með öðrum orðum, að heild- in sé aukaleg og óskiptanleg, eða að maður geti bætt heildina með því að bæta einhvern af hinum ein- stöku frumpörtum hennar eða hluta af henni. Ef þetta viðhorf nær að móta umbótaviðleitni okk- ar og þær aðgerðir, sem ætlaðar eru til að ráða bót á því, sem við teljum misrétti, ef það ræður því starfi, sem við vinnum af góðum hug til þess að hjálpa með- bræðrum okkar í sálrænum eða félagslegum erfiðleik- um, er raska eðlilegum samskiptum þeirra við aðra, ef það ræður því sem nefna mætti umbótaanda, skoð- anamyndun eða allan hugsanaferil okkar yfirleitt, þá geta afleiðingarnar orðið örlagaríkar. Nái þetta viðhorf tökum á hugsanaferli okkar, er sú hættan mest, að við völdum alvarlegri röskun á jafnvægisstöðunni eða aukum þá röskun sem fyrir er á jafnvægi því, sem nauðsynlegt er fyrir heildina. Við brjótum eitt af grundvallarlögmálum náttúrunnar, jafnvægislögmálið. Það er vissulega rétt, að smáröskun á jafnvægi segir ekki ætið strax til sín, og það er líka rétt, að náttúran þolir jafnvægisröskun að vissu marki, en meðan við þekkjum ekki með vissu lögmál jafn- vægiskraftanna, þá er réttara að raska í engu þeirri jafnvægisstöðu, sem fyrir er, en taka áhættu sem gæti auðveldlega leitt af sér hörmungar. Við gerum þá illt eitt, þar sem við vildum gera gott. Þetta er ein af dýpstu og áþreifanlegustu orsökum stórvandamála nú- tímans. Til þess má rekja togstreitu og ýmis konar tortryggni milli þjóðfélagshópa, umhverfisspjöll, streitu, ýmis konar geðræna sjúkdóma, aukinn sjúkra- kostnað, deyfilyfja- og áfengisvandamálin og önnur skyld vandamál, auk fjölgunar margra ólæknandi sjúkdóma, svo eitthvað sé nefnt. Ef við skiljum ekki rétt samhengi og gerum okkur ekki grein fyrir áhættunni af röngum ályktunum, eða eins og oft vill verða, tileinkum okkur einkunnarorð Loðvíks IV.: „Aprés nous le deluge“, neyðumst við fyrr eða síðar til að endurskoða afstöðu okkar, ef það er þá ekki þegar orðið of seint. Við verðum að horf- ast í augu við þá staðreynd, að grundvallarskilyrði alls lífs er heildstæði, og er þá átt við ástand, þar sem allt orkar hvað á annað og allt er öðru háð. Það má líka orða þetta svo: ekkert sem við tökum okkur fyrir hendur eða látum ógert, hefur aðeins afmörkuð áhrif, þ.e.a.s. áhrif þess orka ekki einungis á vissa einingu, eitt atriði, einn vissan stað eða einn sérstakan tíma. Allt eru þetta hlutar heildar og ef breytingar verða á einstökum hlutum, hafa þær óhjákvæmilega í för með sér víðtækar raskanir á jafnvæginu. Þessa hugsun má skýra með einföldu dæmi. í því skyni langar mig að vitna til einnar dæmisögu Esóps, þar sem segir frá því, sem er trúlega fyrsta verk- fallið í heiminum. Limir líkamans tóku að þreytast á því að þurfa að sinna þörfum magans sýnkt og heil- agt. Maginn var harðstjóri, sem krafðist þess misk- unnarlaust af limunum, að þeir væru á þönum til þess að uppfylla óhóflegar kröfur hans. Og hvað var varið í það? Þess vegna ákváðu limirnir að fara í verkfall og hætta að sinna kröfum magans. I fyrstu þótti þeim hið nýfengna frelsi mjög ánægjulegt, en brátt 12 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.