Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Síða 14

Hugur og hönd - 01.06.1971, Síða 14
máli. Við þekkjum ekki hin sálrænu öfl, sem eru hér að verki, og látum okkur nægja að nota óljós hug- tök eins og hvatir, innsæi, tilfinningu, þörf, áhuga. Sumir sálfræðingar tala um sálræn öfl, sem orki sem frumhvatar. Hvað sem því líður, þá eru allir þessir andlegu eiginleikar mjög sterkir. I>eir vilja fá að njóta sín og virkja eiganda sinn. Einn þessara eiginleika vil ég nefna sérstaklega •— leikhneigð mannsins. Það má rifja upp, að hollenzki sagnfræðingurinn og fræðimaðurinn Hiuzinga vill gefa manninum heitið Homo Ludens •— hinn leikandi mað- ur. Rannsóknir hans hafa leitt hann að þeirri niður- stöðu, að öll mcnning sé til komin fyrir leik og í leik. Leikurinn er upprunalegri en menningin, sem upp úr honum er sprottin. Þessi leikhneigð er enn aug- ljós í sumum þáttum menningarinnar og á sér ræt- ur í eðlislægri þörf mannsins til að losa sig við hvers- dagsleikann og dveljast, þó ekki væri nema um stund- arsakir, í töfraheimi hugarflugs og ímyndunar. Plató leit svo á að markmið mannlífsins væri „fegurri leik- Allt verður nýtum að nokkru Víða á heimilum safnast með tímanum birgðir af garn- afgöngum. Hér er gott sýnishorn af nýtingu þeirra, t. d. í veggteppi, stólsetu eða sessu. Grunnurinn er hörefni, en að sjálfsögðu má sauma í annað jafnþráða efni. Ramminn er saumaður fyrst í einum (hlut- lausum) lit, t. d. gráum. 14 HUGXJR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.