Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 15
ir“ og gildi mannsins Iægi í því ,að hann væri „leik-
fang guðs“.
Nútíminn, sem setur á oddinn afkastagetu, hag-
kvæmni, stöðutákn og kröfuna um ,,hlutdeild“, van-
rækir leiklundina í æ ríkari mæli, og kemur í veg
fyrir, að hún fái eðlilega útrás. Því færri tækifæri sem
gefast til frjálsra leikja í þeirri merkingu sem Huizinga
á við, því sjaldnar sem hugarflugið fær að njóta sín,
því minni tími sem gefst til þess að njóta fegurðar og
rækta sköpunargáfuna, því þyngra verður hið andlega
álag og streitan meiri. Afleiðingarnar verða þær, að
bjartsýnin minnkar og lífsorkan þverr.
Ef við snúum okkur aftur að kenningunni um heild-
stæði, þeirri hugmynd, að maðurinn sé heild í heild-
stæðu kerfi, komumst við að áhugaverðri og mikil-
vægri niðurstöðu. Fái einhver einn eiginleiki ekki að
njóta sín, sé hann annað hvort kæfður eða ofmetinn,
þá raskast jafnvægið innan kerfisins með þeim af-
leiðingum, sem ég taldi upp hér að framan. — Um hæfi-
leika mannsins til aðlögunar og seiglu hans í þeim
Síðan er fyllt upp í hvern „glugga“ með þrem litum. í það
má nota margs konar garnafganga og fjölbreytt litaval, jafn-
vel svo að engir tveir gluggar séu eins.
Það getur lika verið snoturt
að skilja eftir „opna glugga“
á víð og dreif.
HUG0R OG HÖND
15