Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Side 22

Hugur og hönd - 01.06.1971, Side 22
Upphlutur Efni: 0,60 m svart klæði eða silki 1,20 m breitt. Fóður: 0,60 m af 1,20 m breiðu, þarf að vera þétt og sterkt. Borðar: 0,25 m flauel og tilheyrandi vír til balderingar. Bönd: 2,50 m flauelsbönd eða önn- ur til bryddinga. 1.00 m mjó flauels- bönd í leggingar á baki. Knipplingar: 2,00 m örmjóir gyllt- ir eða silfurlitir. Sníðið upphlutinn með 2—3 cm saumfari á hliðum og öxlum, 1 cm saumfari að neðan, en án saumfara í hálsmál og handveg. Setjið merkiþræðingu á bak sam- kvæmt teikningu, þar sem leggja á flauelsbönd og knipplinga. Þræðið saman og mátið. Lagfærið ef með þarf. (Ágætt er að prófa sniðið með því að sníða fyrst úr lérefti og máta vel áður en sniðið er úr klæðinu er nota á). Saumið saman hliðar- og axlar- sauma og strjúkið sauma sundur. Saumið fóðrið eins. Leggið nú saman ranghverfur á yf- irborði og fóðri. Látið sauma stand- ast á, og þræðið saman við hálsmál og handveg. Nú eru flauelsbönd lögð á bog- línur á baki. Þau eru saumuð á í höndum gegnum bæði borð, og byrjað á þeim jaðri, sem myndar stærri boga, síðan hinu megin og þarf þá bandið að hafast við þar sem boginn er krappastur. Saumið nú knippling- ana sitt hvoru megin við böndin, það er líka gert í höndum. Á sama hátt eru lögð flauelsbönd og knipplingar yfir axlarsauma. Þá eru baldýraðir borðar lagðir framan á framstykkin og saumaðir við í höndum. Innri brún þeirra er saumuð frá réttu gegnum bæði borð, en ytri brún frá röngu, brotið inn af fóðri að framan og það saumað við borðann. (Sjá lýsingu á balderingum í Hugur og hönd ’67). Áður en hálsmál og handvegur eru brydduð þarf að máta vel, því að- gát þarf, svo ekki flái. Er því gott að varpa saman fóður og ytra borð þétt og vel. Nú eru hálsmál og handvegur brydduð. Séu notuð skábönd úr sama efni og upphluturinn, eru þau saum- uð á í vél, rétta mót réttu, hvolft yfir brúnina og lagt niður við á röngu, í vélstunguna. Sama aðferð er not- uð við Herkulesbönd. Mestur vand- inn er að brydda með flauelsböndum af því að í þeim liggur beint. Er þá bandið lagt með röngu mót réttu á bol, stungið niður í brúnina í vél eða saumað í höndum, brotið yfir á röngu og lagt niður við bandið flatt í vélstunguna. Bryddingin nær fram yfir borðana. Þá er næst að ganga frá í mitti. Áður fyrr var saumaður mjór streng- ur 1—1 % cm breiður neðan á bol- inn, úr sama efni og bolurinn og fóðraður. Sá galli var á þetta mjóum streng, að hætta var á að sæist milli bols og pils. Þykir því mörgum betra að hafa strenginn breiðari, mætti t.d. sauma 5—6 cm breiðan fóður- renning í vél, neðan á bolinn, brjóta hann tvöfaldan yfir á röngu og leggja niður við í vélstunguna. Sumir hafa renninginn enn breið- ari, hafa hann þá einfaldan og fella hann í mitti. Hylja þá saumfarið, sem leggst niður, en er ekki flatt út vegna borðanna, með skábandi, eða mjóum renning. Hvaða breidd sem höfð er á strengnum eru settir 4—5 krókar að aftan á móti jafnmörgum lykkjum á pilsi. Að framan eru saumuð 2 króka- pör. Að síðustu eru myllur festar á upp- hlutsborðana. 22 HUGXJR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.