Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Side 25

Hugur og hönd - 01.06.1971, Side 25
Glerhallar Steinar þeir, sem prýða þetta háls- men, eru þeirrar tegundar, sem nefnist á íslenzku glerhallur en á ensku Chalce- donv. Glerhallar eru myndlaust (amorft) eða örkrystallað (cryptocrystalline) af- brigði af kvarzi, en kvarz er hrein kísil- sýra (Si02) og frumsteinn í súru bergi svo sem líparíti og graníti. Glerhallar eru gráhvítir eða grábláir að lit og hálfgegnsæir. Þeir eru algengir sem holufyllingar í bergi, t.d. sem blöðru- fyllingar í blágrýti, og eru í því tilviki meira eða minna ávalir, en geta einnig slípast og orðið meira eða minna hnött- óttir af svörfun vinda, rennandi vatns eða brims. Þekktastur fundarstaður glerhalla á Islandi er Glerhallavík á Reykjaströnd við Skagafjörð. Munu glerhallarnir í því hálsmeni, sem hér um ræðir, vera þaðan komnir og brimslípaðir. Græni liturinn utan á sumum steinanna mun að líkind- um vera klórít (chlorite), sem er stein- tegund, er verður til við ummyndun annarra steintegunda, m.a. ágíts, sem er einn af frumsteinum basaltsins. Stund- um eru glerhallar úr mislitum lögum og nefnast þá onyx eða agat eftir því hvort rendurnar eru láréttar eða sammiðja hringir. Glerhallar hafa hörkuna um 7 (harð- ari en stál) og geta því talist til hálf- eðalsteina. Sigurður pórarinsson. Silfurhálsmen með glerhöllum, teiknað og smíðað af Ásdísi Thoroddsen. HUGUR OG HÖND 25

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.