Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Side 26

Hugur og hönd - 01.06.1971, Side 26
Verz/un Au.gu.stu Svendsen. Frá því árið 1903 til ársins 1951 var starfrækt verzlun með ofan- greindu nafni í Aðalstræti 12. Reynd- ar væri réttara að segja að þar hafi verið starfrækt. menningarstofnun, og kemur það betur í ljós því fleira sem rifjað er upp frá starfsárum verzlunarinnar og borið saman við nútímann. Eftir því sem ég veit bezt var Augusta Svendsen fyrsta konan sem setti upp verzlun í Reykjavík, þó hennar sé mjög sjaldan getið. Hver var þessi huldukona? Nafnið er útlendingslegt en konan var ís- lenzk og skal nú sagt lítillega frá henni og þá að mestu stuðst við end- urminningar dótturdætra hennar, þeirra Ágústu Thors og Soffíu Björns- dóttur. Augusta Snorradóttir fæddist 9. febrúar 1835, dóttir séra Snorra Sæ- mundssonar í Desjarmýri, Borgar- firði eystra, og var ein af 9 börnum foreldra sinna. Föður sinn missti hún 9 ára gömul. Sem ung stúlka vann hún í Bernhöftsbakaríi. Giftist Hend- rik H. Svendsen, efnuðum íslenzkum kaupmanni, sem rak umfangsmikla inn- og útflutningsverzlun á Djúpa- vogi í samfélagi við danskan mann. Þau hjón bjuggu á Djúpavogi en 2 síðustu samvistarárin voru þau í Kaupmannahöfn og var maður henn- ar að undirbúa flutning heim er hann lézt, en félagi hans sölsaði undir sig eignirnar. Þá var Augusta 27 ára gömul og stóð uppi ekkja með 2 börn og eitt ófætt í framandi landi og varð hún að gefa nýfædda barnið og koma syni sínum í fóstur, en flutt- ist með dóttur sinni Louise til ísa- fjarðar. Á Isafirði rak hún skóla fyr- ir ungar stúlkur ásamt Sigríði Ás- geirsson, og þar varð hún hrókur alls fagnaðar, iðkaði skák og spilaði l’hombre við konur sem karla. Enn fluttist hún til Kaupmannahafnar með dóttur sína og setti upp matsölu. Þar voru margir íslenzkir stúdentar í fæði sem seinna áttu eftir að verða niáttarstoðir menningar á íslandi. Var það þeim mæðgum mikill þekk- ingarauki að hlusta á gáfaða mennta- menn rökræða af rneiri þekkingu en þær höfðu tök á að afla sér á annan hátt, og létu þær engin tækifæri ónot- uð til menntunar þó starfsdagurinn byrjaði snemma. Oft var dóttirin bú- in að hekla eina barnapeysu til sölu þegar annir dagsins byrjuðu á venju- legum fótaferðartíma. Augusta Svendsen fluttist aftur til Islands með dóttur sinni Louise og tengdasyni Birni Jenssyni latínu- skólakennara og settust þau að í Reýkjavík, bjuggu í lítilli íbúð í Menntaskólanum. Hún tók strax til starfa, og enn á nýju sviði; fór fyrst að panta eftir verðlistum efni, slifsi og svuntur sem leiddi svo til þess að hún hóf verzlun með vefnaðarvöru og útsaumsvörur; fyrst í Bankastræti og síðar í Aðalstræti 12. Þá voru hér engir stórkaupmenn og varð hún því að afla sér sambanda beint frá út- löndum og kom nú reynzla hennar frá Danmerkurárunum að góðu haldi. Hún skrifaði bréfin sín sjálf, bæði til Frakklands, Danmerkur og Þýzka- lands og starfaði ein við verzlun sína. Árið 1903 keypti hún húsið í Aðal- stræti 12 og flutti þangað með verzl- unina, ásamt dóttur sinni tengda- syni og barnahóp þeirra. Tæpu ári 26 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.