Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 27

Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 27
eftir dó tengdasonur hennar og tók hún þá að sér, á sjötugasta aldursári sínu, fyrirvinnuhlutverk heimilisins; fæddi og klæddi barnahópinn, og starfaði óslitið við afgreiðslu í verzl- uninni þangað til hún var áttræð. A þessum árum réðist Kristjana Mark- úsdóttir, alkunn hannyrða- og lista- kona, til Augustu Svendsen og varð að henni mikill liðsauki. Allan tímann sem Augusta var við afgreiðslustörf sat hún jafnframt við saumavélina og saumaði slifsi. Það var ekki lítið dagsverkið hennar, því í mörg ár mátti heita að hún saum- aði slifsi á allar vel klæddar konur i Reykjavík sem ])á gengu á pej7su- fötum, og það gerðu flestar á þeim tímum. Einstöku sinnum hallaði hún sér útaf á stólnum, brá skúfnum fyrir augun og blundaði andartak. Hún hélt áfram að sauma slifsi og svuntur þangað til hún missti heilsuna á 90. aldursári. „Ég mætti henni í Bakarabrekk- unni, hún var með svuntu frá Augustu Svendsen“, sögðu ungu stúlkurnar í þann tíð þegar þeim þótti mikið til um stallsysturina.“ Margur átti hauk í horni þar sem Augusta Svendsen var. Þegar mestu erfiðleikarnir voru liðnir hjá heima- fyrir í Aðalstræti 12, fór hún að hugsa um fleiri sem voru illa staddir, eink- um frændfólk sitt. Hún hélt aldrei útsölur, en öll vefnaðarvara sem seldist ekki nógu fljótt var klippt niður í kjólefni og svuntur og send ókeypis til þeirra sem höfðu lítið milli handa. Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá minnist frú Augustu á aldarafmæli hennar sem duglegustu og kjarkmestu konu sem hún hafi þekkt. Augusta Svendsen dó árið 1924 á 90. aldursári. — o -— Eftir daga Augustu Svendsen keypti dótturdóttir hennar Sigríðnr Björnsdóttir verzlunina og rak til ævi- loka 1939. Sigríður bjó sig vel undir starfið og kenndi systrum sínum sem áttu líka þátt í að skapa þann menn- ingarbrag, sem þar var á öllum svið- um. Þær voru auk Sigríðar, Ólöf, Ágústa, Þórdís, Arndís og Soffía. Allar höfðu þessar konur meðfæddan listasmekk, fágaðan í uppeldinu, bók- lega menntun eins og bezt varð á kosið á þeim tíma og sterka þjóð- erniskennd; einhver glæsilegasti systrahópur sem Reykjavík hefur átt. Einn bróður áttu þær, Viggó Björns- son. Hér kemur þó mest við sögu Arndís Björnsdóttir, leikkona, sem starfaði lengst af við verzlunina og rak hana á eigin spýtur eftir lát Sig- ríðar eða til ársins 1951 að hún réðist fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið. Arndís afgreiddi í búðinni, teiknaði á, setti upp sessur, saumaði lampa- skerma og teiknaði munstur, bæði frumsamin og færð í stílinn eftir gömlum munum af þjóðminjasafn- inu. Oft kom Ólöf með uppástungur að munstrum eða útsaumi. Þeim heppnaðist sérlega vel að A:apa ný útsaumsmunstur eftir gömlum tré- skurði af safninu og þá var heldur ekki minnst um vert hve Arndísi tókst listilega að setja saman liti, sérstaklega þegar um jurtalitað band hugur og hönd 27

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.