Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Síða 29

Hugur og hönd - 01.06.1971, Síða 29
Öll útlend vara var líka fyrsta flokks, bæði munstur og efni. Ævin- lega skilgreint hvaðan munstrin komu og eitthvað sagt um sögu þeirra, hvort það var heldur sænskt dalamunstur eða fyrirmyndir saum- aðar í klaustrum Evrópu. Ennfremur var lögð rík áherzla á að hafa sem bezt efni til íslenzka búningsins. Sig- ríður Björnsdóttir fór öðru hvoru til Sviss og Italíu þeirra erinda. í Sviss lét liún vefa alsilki í peysuföt, afar fínofið rifssilki, glanslaust, svo vand- að og smekklegt að aldrei hefur fyrr eða síðar sést annaðeins efni í silki- peysufötum. Hún fór líka með sýnis- horn af svuntu og slifsaefnum frá tíð Augustu ömmu sinnar og lét vefa afar fín silkiefni með rósum. Slifsin hafði hún aldrei með þeirri ofsabreidd sem talsvert tíðkaðist á tímabili. Hjá Sigríði var hugsunin ætíð hvað er bezt, hvað er smekklegast. Á tímum minnkandi innflutnings kreppuárunum svokölluðu, eða kring- um 1935 var sett upp listmuna- og listaverkadeild í stað fatadeildarinn- ar. Þar var hafður vakandi áhugi á að miðla list og þjóðlegum arfi í hann- yrðum. Margur þakkar nú þessari listverzlun að hafa á erfiðum tímum getað eignast sígilt listaverk með því að smáborga inná fyrstu myndir mál- ara einsog Gunnlaugs Schevings, Finns Jónssonar, Jóhanns Briem og fleiri, svo og listmuni og silfurmuni okkar beztu manna. Á þessum árum fengust líka sniðnir skinnhanzkar í búðinni, sem Soffía Björnsdóttir sneið og valdi í, og voru eins og ann- að fyrsta flokks vara, og fólk gat sparað sér nærri helmingsverð með því að sauma þá sjálft, en það var fljótleg handavinna sem þær kenndu um leið og þær seldu. Því hefur mér dottið í hug að minnast þessarar verzlunar hér í blaðinu, að henni svipaði í mörgu til þess sem „Hugur og hönd“ hefur á stefnuskrá sinni: að bæta smekk al- mennings, halda við menningarlegri hefð í heimilisiðnaði, reyna að ná sem mestri fjölbreytni lir því efni sem til er í landinu og notfæra sér listræna hæfileika þess fólks sem eitthvað vill leggja á sig í þá átt. Þegar hugsað er til teiknistofunnar á bak við verzlunina í Aðalstræti 12, þar sem teikningarnar hrúguðust upp unnvörpum og þær Sigríður og Arn- dís sátu við að teikna frammá næt- ur, munstur sem þær höfðu samið sjálfar, tekið upp, eða látið listamenn gera frumdrög að, þá er varla láandi þó manni þyki hannyrðaverzlanir í Reykjavík hafi sett ofan. Ég álít að við sem höfum áhuga á listiðnaði í hvaða formi sem er, eigum Augustu Svendsen og þeim afkomendum henn- ar sem héldu á lofti nafni hennar með óvenjulegu menningarstarfi í þjóð- legum anda þar í stofnuninni, meira að þakka en við gerum okkur grein fyrir. Væri nú ekki úr vegi að benda hér á að fólk athugaði livort það ætti ekki í fórum sínum einhvern útsaums- grip íslenzkan frá þessum tíma til að halda til haga, því jafnvel núna, þó ekki sé lengra síðan þessi verzlun stóð með mestum blóma, virðist harla lítið vera eftir af því sem þar var bezt gert. Auður Sveinsdóttir. HUGUR OG HÖND 29

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.