Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 37
Finnskur heimilisiðnaður. Skyldi ekki reynsla Finna í þessum efnum geta komið okkur, reynslulitlum og ráðviltum Islendingum, að gagni? I finnsku sýningardeildinni var ungt fólk við ýmiskonar iðju, leður- og leirföndur, postu- línsmálun, bandvefnaði, knipl, rennismíði o.fl. Auk þess, höfðu Finnar sem gestgjafar, sér- sýningu á úrvali af finnskum heimilisiðnaði. Þar var margt afar fallegt. Svíar fjölluðu um heimili ungs fólks og heimilisiðnað, og um þann fyrirlestur sá Marika Larsson heimilisiðnaðarráðunautur og byrjar á spurningunni: Eiga heimilisiðnaður og heimilisiðnaðarvörur erindi inn á heimili ungs fólks. Svarið er auðvitað komið undir persónulegum áhuga og viðhorfum húsráðenda. Odýrastar geta þær vönir tæpast orðið, svo mikið er af ódýrum og handhægum búshlutum á markaðinum. Aftur á móti er það heimili sem byggt er upp að einhverju leyti á hand- unnum og heimatilbúnum munum, oftast sér- stæðara og skemmtilegra. Þar að auki vita þeir, sem reynt hafa, hversu mikla ánægju velheppnaður hlutur veitir, gerður með eigin höndum. Þeir sem sjálfir „búa til“ öðlast einnig um leið nokkra efnis- og vöruþekkingu. Svíar koma til móts við áhuga fólks með ýmsu móti. Margskonar námskeið eru haldin, víða eru vefstofur, þar sem sérhver getur fengið að vefa til eigin afnota og fengið aðstoð, ef með þarf, hægt er að fá keypt efni í einstaka muni til sauma, smíða, vefnaðar o.s.frv. ásamt vinnu- lýsingu, og fleira er gert í þá átt. En fyrir þá, sem vilja og geta keypt tilbúið er mikið úr- val af vandaðri liandunninni vöru í sænskum heimilisiðnaðarverzlunum. Brot af því var sýnt í sænsku sýningardeildinni. Norska fyrirlesturinn flutti Anne Lise Aas innanhúsarkitekt. Hún sagði frá því, hvernig 10 og 11 ára drengir í einum bekk í barnaskóla í Oslo hefðu leyst þau verkefni, sem þarna voru sýnd, teiknaðar og saumaðar myndir úr norskum ævintýrum. Verkefnið var fyrir fram ætlað til sýningar á heimilisiðnaðarþinginu í Finnlandi og valið í samráði við börnin sjálf. Þau tóku þetta mjög alvarlega. Byrjuðu á að lesa ævintýrin, skrifa ritgerðir og flytja fyrir- lestra. Það var skemmtilegt að heyra hvernig áhugi þeirra og hugmyndaflug var vakið, hve þau unnu ákveðið og sjálfstætt. Þetta var sannarlega alvöruverkefni, sem vert var að HUGUR OG HÖND 37

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.