Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 5
annars. Ég hef heyrt sannfróða menn segja dæmi af smiðum sem sóru sig í ætt föður síns í verkum sínum, þó þeir væru fæddir óskilgetnir og hefðu aldrei vitað rétt faðerni sitt, meira að segja aldir upp á öðru landshorni en faðirinn. Ef persóna smiðsins eða sál kemur fram í smíði hans sem þáttur af innbornu hátterni hans, þá erum við komin hér útí náttúrufræði. I ríkjum fyrri tíma, stórum og smáum, var ekki til vél- væðíng í okkar skilníngi, ekki einusinni í sjálfu Róma- veldi, aðeins handverk. I slíkum heimi var lifað uns véla- öld kom til skjalanna, og það var í rauninni ekki fyren í tíð afa okkar og langafa að iðnaðarbyltíngin svonefnda gerði útbrot sitt; frá örófi alda og alt til þessa hafði andi handverksins verið andi listarinnar. Artísan sama og art- isti, handverksmaður sama og listamaður. Sérhvert verk lofaði sinn meistara, og menníng var í því falin að einginn þriðji aðilji kom til greina sem skildi sál smiðsins frá smíði hans. Fyrir tæpum tvöhundruð árum komu upp stefnur sem héldu þá kenníngu að upphaf og endir sannrar listar hefði verið þá er grikkir fóru að búa til mannamyndir reistar á líkskurðarfræðinni (anatómíu), og kappkostuðu að líkja eftir mannlegum líkama samkvæmt munstri grískra sjónleika og íþrótta undir berum himni, svo og kvenmönnum af því tagi sem voru fagrar eftir skyni hell- ena, en nútímamenn sjá ekki fremuren frímerki þó þeir hafi þessi líkneski fyrir augum sér. Eftir þessum figúrum var hermt af mikilli áfergju á tímabili fornlistastefnunnar, dögum Thorvaldsens, og fór hann í þessari fyrirtekt framúr öllum að handlagni. Það er varla ofsagt að forn- leifar, grískar og rómverskar, sem geymst hafa af almenn- um búshlutum, verkfærum og vopnum, húsgögnum og ílátum, og ekki endilega frá svonefndum hámenníngar- tímabilum þessara þjóða, hafi ólíku meira aðdráttarafl á auga nútímans en anatómískir fyrirmyndarkroppar. Marg- ir nútímamenn telja að líklega beri kerlistina hæst, þá list sem á gömlu góðu máli heitir víst koppasmíði (leir- pottari segir Hallgrímur Pétursson), enda eflaust það viðfangsefni þar sem snild manna hefur einbeitt sér af einna mestri kostgæfni á fornum menníngarsvæðum; þar eru þau mannaverk sem yfirnáttúrlegur andi eða sál kemst einna næst því að hafa tekið sér bólfestu á jörðu. En þó sagt sé að gamalt ker standi með sínum hætti jafn- vel framar furðuverkum sjálfrar náttúrunnar, þá þarf það ekki að vera móðgun við guð, amk. ekki hjá þeim sem trúa því staðfastlega að guð hafi skapað smiðinn. Samt eru þetta í eðli sínu ekki annað en krukkur; og þó þær séu stundum úr gulli, alabastri og forngleri, sem einginn kann leingur að búa til, eru þær í eðli sínu ekki annað en eftir- mynd af einföldum leirbrúsum sem brendir voru til al- geingra búþarfa. Þegar vélin fer að „framleiða“ hefur hún einkum gagn af verkamönnum sem mega ekki nota hönd sína öðruvísi en hugsunarlaust, helst endurtaka allan daginn handtakið sem Chaplín sýndi svo vel: þá er maðurinn orðinn nokk- urskonar töpuð sál í helvíti stóriðjunnar. List er dauða- dæmd í nákvæmlega því hlutfalli sem hu.gsun manns hefur verið fjarlægð hendinni, og höndin smíðisefninu. Hitt væri vitaskuhl fjarstæða að kalla alt list sem hver ótíndur klaufi gerir í höndunum, heldur er aðeins verið að leggja áherslu á að list sé fyrirbrigði sem ekki verður sundurskilið frá handverki. Allir eru jafnir klaufar að óreyndu, og ekki þarf heldur að taka fram að menn eru mislagðir fyrir verk sitt eða lagnir við það, enda ekki óalgeingt að sjá vinnu- brögð þar sem efnið er bersýnilega dýrmætara en hand- lagni smiðsins; og hið forna orð stendur í aðalatriðum stöðugt, að hverjum veiður að list það sem hann leikur. Samt eru þess dæmi að miðlúngsgóður handverksmaður bjargaði auði þjóðar. Að minstakosti höguðu atvikin því svo til á íslandi, og oftar en einu sinni, að bókmentaleg afrek lifðu af í einu eintaki ofur venjulegs skrifara, til að mynda Islendingabók í handriti séra Jóns í Villíngaholti og Eddukvæðin sisona einsog þau eru uppskrifuð í Kon- úngsbók. Ilandskrifuð bók getur verið full með leiðin- legar dýrlíngasögur, marklítil kraftaverk og nafnaregistur dauðra manna, eða bara guðspjöllin, en verið þó merki- legur gripur vegna meistarahandbragðs sem kann að vera á uppskriftinni, eða dýrlcika bókarinnar að öðru leyti. Ýmsar frægar bækur hcimsins eru af þessu tagi. írar til forna voru til að mynda meistarar slíkra listaverka, lika skandinavar utan Islands; ég skal aðeins minna á The Book of Kells og Necrologium Lundcnse. Íslendíngar áttu aldrei gull né rándýr litarefni að lýsa með bækur sínar; gildi íslenskra bóka fornra liggur á öðru sviði. A frumtímum prents með lausaletri Gútenbergs var prentiðnin listgrein sem stóðst samjöfnuð við hvert annað handverk fyrri tíma sem vera skyldi. En prentun vél- væddist þegar stundir liðu fram og síðan handverk í prentsmiðjum lagðist niður er ekki hægt að tala um prent sem listgrein leingur. Frágangur á vélgerðri vinnu getur aldrei orðið list, í hæsta lagi talist snyrtilegur eða eitthvað þessháttar. Hvað sem Konúngsbók, þeas. Eddukvæðin okkar, eru prentuð í vönduðum útgáfum getur eingin þeirra orðið listaverk senr bók, af því prentun bóka gerir ekki leingur kröfur til að heita list. Sama rnáli gegnir um Passíusálmana. Snild í skáldskap liggur á öðru sviði en bókagerðar, þó það virðist aulafyndni að taka svo til orða; en rnörg eru þau skáld sem skrifað hafa ljóta hönd og þó eftilvill enn fleiri sem verið hafa óskrifandi með öllu, og þcir hafa líklega verið bestir. Sú list að teingja hugmyndir með því að raða saman orðum og áherslum í bundnum textum styðst við sjálft eyra mannsins og túngu hans sem verkfæri, svo og minni þess sem hlustar eða skrifar upp, þar sem handverksmaðurinn notar smíðatól. Kvæðið er að vísu aldrei nema eitt, en þó það sé ort af óskrifandi manni er hægt að margfalda það með því að kenna það öðrum sem kunna að skrifa. Leirker verður að vísu til í eitt skifti fyrir öll einsog kvæðið; en brotni það HUGUR OG HÖND 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.