Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 42
nokkuð stóra vettlinga eftir ákveðnu sniði og þæfa síðan í æskilega stærð. Urðu þeir þá þéttari, hlýrri og encl- ingarbetri. Ljóshlífin á lampanum er saumuð með sömu aðferð. Hliðar voru fyrst klæddar með fóðri. Siðan var ytra byrði saumað. Notað var eingirni, tvinnað band og hespulopi í ljósgrá- um litum og örlítið af silkilíni á stöku stað. Fyrst var saumaður hringur, tæplega vídd grindarinnar, síðan saumað áfram í hring, og þegar hólk- urinn var nógu stór (þetta teygist mikið), var hann saumaður fastur á fóðrið. Síðan var saumað hringlaga lok og þurfti þá að auka þétt í í fyrstu umferðunum. Þetta lok var svo saum- að á síðast, en undir því er ekki fóður. Eflaust má nota þessa ágætu aðferð við gerð margra annarra muna og væri gaman ef lesendur blaðsins spreyttu sig á því. V. P. 42 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.