Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 42

Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 42
nokkuð stóra vettlinga eftir ákveðnu sniði og þæfa síðan í æskilega stærð. Urðu þeir þá þéttari, hlýrri og encl- ingarbetri. Ljóshlífin á lampanum er saumuð með sömu aðferð. Hliðar voru fyrst klæddar með fóðri. Siðan var ytra byrði saumað. Notað var eingirni, tvinnað band og hespulopi í ljósgrá- um litum og örlítið af silkilíni á stöku stað. Fyrst var saumaður hringur, tæplega vídd grindarinnar, síðan saumað áfram í hring, og þegar hólk- urinn var nógu stór (þetta teygist mikið), var hann saumaður fastur á fóðrið. Síðan var saumað hringlaga lok og þurfti þá að auka þétt í í fyrstu umferðunum. Þetta lok var svo saum- að á síðast, en undir því er ekki fóður. Eflaust má nota þessa ágætu aðferð við gerð margra annarra muna og væri gaman ef lesendur blaðsins spreyttu sig á því. V. P. 42 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.