Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 27
þarf að gæta þcss að sem allra minnst blóð sé í hári skmn- anna, þegar veiðin er lögð á land. Því venjulega líður nokkur tími, frá því að veiðiferð lýkur og þar til aðgerð getur hafist. Er þá byrjað á því, að leggja selinn í kalt vatn, venjulega þrjá til fjóra samtímis, svo blóðflekkir þeir, sem í skinnið hafa komist, leysist upp, áður en fláningin hefst. Er þá skinnið blautt, meðan fláning fer fram. Það er nauðsynlegt, til þess að fitan festist ekki eins í hárinu. En komist lýsið í þurrt hárið og nái að þrána þar, gengur oft crfiðlega að fjarlægja það svo ekki sjáist gulir flekkir eftir. En það skinn, sem ekki er laust við alla fitu, bæði í hári og innra byrði, þegar það er full- verkað, verður ekki fyrsta flokks söluvara. Bezt er að flá selinn á þar til gerðu borði, „selabúkka“, með vírböndum milli hliða, en ekki heilu borði. Þegar svo fláningu er lokið þarf að þvo skinnin úr köldu vatni og geyma þau í sem allra köldustu vatni, þar til fitan er skafin úr þeim. Til þess þarf vel beittan hníf, slétt og mjúkt undirlag á annað kné sér og gott sæti. Allrar varúðar þarf að gæta við þessa vinnu, því ekki mega göt koma á skinnin, eða aðrar skemmdir. Þegar búið er að .,skafa“ úr þeim fituna, eru þau fyrst þvegin vandlega úr köldu vatni. Síðan tvisvar úr vel volgu vatni, með ýmiskonar þvottaefni saman við. Að því loknu eru skinnin skoluð vandlega úr köldu fersku vatni, svo ekki verði eftir í þeim þvottaefni. Nú hafa skinnin verið þvegin svo sem þarf og er þá komið að því að negla þau upp. Er það gert á þar til gerða tréhlera og til þess notaður einnar og hálfrar tommu saumur, ryðvarinn. I hvert skinn þarf að jafnaði um 100—120 nagla. Verða þau fallegri í laginu og jaðrarnir á þeim jafnari, ef ekki er langt á milli nagla. Þegar skinnin eru svo búin að vera það lengi á „þön- um“, að þau eru orðin hæfilega þurr, eru þau tekin „niður“ og lögð í stafla, þannig að hárið snúi saman á hverjum tveim. Þannig eru þau geymd og helzt undir smáfargi, þar til þau eru send til sölumeðferðar. Þá kemur það í Ijós, við mat á þeim, hversu til hefur tekizt með verkunina. Það, sem sagt hefur verið hér á undan. varðar nær eingöngu meðferð á þeim selskinnum, sem ætluð hafa verið til sölu. Eftir er þá að geta hinna, sem notuð voru til skófatnaðar og „matar“. Hafa selskinn verið notuð til matar? Þannig mun nú einhver spyrja. Svo ótrúlegt sem það virðist, er það engu að síður sannleikur. Kem ég að því síðar. Nú þurfum við að færa okkur 50—60 ár aftur í tím- ann til þess að nálgast það tímabil, er selskinnsskór voru enn notaðir. í þá var ætíð notað skinn af eldri selum en kópum. Veturliðum, skussum, eða fullorðnum selum, eins og þeir voru kallaðir. Var það stærð þeirra, sem reði heitinu. Þóttu skórnir þeim mun betri, sem þeir voru úr skinni af stærri sel. Þegar þessi skinn, sem ætluð voru í skæða- skinnið, voru verkuð, var minni vandvirkni viðhöfð, en við hin, sem átti að selja. Voru þau ekki skafin eins vandlega, og ekki heldur þvegin, nema þá aðeins úr köldu vatni. Aftur á móti var borin í þau aska, úr sauðataði og sprekum. Atti askan að draga í sig þá fitu, sem eftir var í þeim, svo þau gætu harðnað með eðlilegum hætti. Var askan látin liggja í þeim, samanbrotnu.m, í þrjá til fjóra daga áður en þau voru „spýtt“. Spýtingin fór þannig frarn, að stungin voru göt í jaðra skinnanna, með mjóum og oddhvössum hníf og þau síðan fest upp á sléttan torfvegg, með litlum tréhælum, „bútingjaspýtum“, eins og þeir voru kallaðir. Á þessum tíma voru söluskinnin einnig „spýtt“. Þegar svo kom að því, að gera átti skó úr þessum skinn- u.m, voru þau rist niður að endilöngu í hæfilega breiðar lengjur, eftir fótastærð þeirra, sem nota áttu skóna. Síðan voru þessar lengjur skornar niður í skæðin. Hárið skafið af jöðrum þeirra, þannig að ekki var eftir hár, nema á gangfletinum, þá voru skæðin látin blotna upp í blá- steinslegi. Voru þau venjulega látin liggja í honum eina nótt, áður en skórnir voru gerðir. Selskinnsskórnir voru mjög eftirsóttir. Þóttu þeir bæði fallegri og þægilegra að vera í þeim en skóm úr nautsleðri. Þeir urðu aldrei eins harðir og leðurskórnir, hvorki í hitum né frosti. Einnig entust selskinnsskór betur en skór lir sauðskinni. Stundum voru þeir bryddaðir með hvítu eltiskinni og voru þá notaðir sem inni- eða sjaldhafnarskór. Hér á undan var þess getið, að selskinn hefðu verið nituð til matar. Þau skinn, sem þannig meðferð fengu, voru ekki tckin af selnum. Var hér aðeins um allra minnstu kópana að ræða. Voru þeir þá sviðnir í heilu lagi, síðan hreinsaðir vandlega, skornir í nokkra hluta og geymdir í mjólkursýru. Þótti þetta mjög góður matur og var talinn ganga næst hreyfunum, sem öllum þótti og þykir enn, það bezta af selnum. Þeir selir, sem matreiddir voru á þennan hátt, gengu undir heitinu „sviðringar“. Á sama hátt og hér hefur verið lýst, voru hreyfarnir — og lummurnar, þ. e. framhreyfarnir af eldri selum — matreiddir. Einnig kom það fyrir, að hausarnir væru hirtir. Fengu þeir þá sömu meðhöndlun og hreyfarnir, að öðru leyti en því, að úr þeim voru tekin öll bein og þeir síðan settir undir farg og látnir kólna þar. Að sjálfsögðu var allur sá matur, sem hér hefur verið nefndur, soðinn og kældur, áður en hann var látinn í sýruna. Kjötið var matreitt á líkan hátt og annað kjöt. Ymist steikt eða soðið nýtt, saltað niður í tunnur og jafnvel reykt. Þótti það góð tilbreyting að fá reykt sel- kjöt af og til. En ekki var unnt að geyma það lengi þannig, það þránaði svo fljótt. Selspikið eða „feitiselurinn“, eins og það var oftast kallað, var bæði notað til matar og gripafóðurs. Þurfti helzt að salta það jiegar að lokinni fláningu, til þess að tryggja geymsluna. HUGUR OG HÖND 27

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.