Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 26
Se/ve/ðí Ég hef verið beðinn að gera hér nokkra grein fyrir því, á hvern hátt þau hlunnindi, sem selveiði nefnast, væru helzt hagnýtt. Bæði mcð tilliti til þess, að fáir lesendur þessa rits væru þeim hlutum kunnugir af eigin reynd, og einnig ef varðveita mætti nokkurn fróðleik, frá fyrri og síðari tímum, um þetta efni. Ég sé mér ekki fært að fara það nákvæmlega í þessi mál að setja hér fram ákveðnar mataruppskriftir né lyfseðil fyrir hæfilega blandaðan þvottalög. Eru þó bæði þessi atriði, matreiðslan á því, sem til matvæla getur talist, og þvotturinn á skinnunum, það snarir þættir í hagnýtingu þessara hlunninda, að á hvor- ugan má bresta, ef vel á að fara. Þó má segja að á þessu hafi orðið nokkur breyting frá fyrri tímum, t. d. var um s.l. aldamót lögð aðaláherzla á að hagnýta matvælin. Var þá jafnvel ekki veitt öllu meira en þurfti að nota til matar og skófatnaðar á ári hverju. Nú eru það hinsvegar skinnin, sem einkum er sótzt eftir, eins og allir vita. Enda ekki undrunarefni, þegar það er haft í huga, að um hundrað sinnum fleiri krónur fengust fyrir eitt kópsskinn s.l. sumar, en fyrir 35—40 árum. Af því, sem hér hefur sagt verið, má það Ijóst vera að aðalverðmæti selaafurða, eru kópa- skinnin, þessvegna skiptir það höfuðmáli að verkun þeirra takist sem bezt. En til þess að svo megi verða, þarf að vanda alla meðferð þeirra frá byrjun, þ.e.a.s. að hugsa fyrir verkuninni þegar í veiðiferðinni. T. d. má blóð- skurðurinn ekki vera of aftarlega á hálsi dýrsins. Einnig 26 HUGXJR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.