Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 32

Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 32
U pphlutspils Efni: Tvær pilssíddir af svörtu klæði eða öðru efni 1,40 m. á breidd og 8 cm í streng. Pilsvídd má ekki vera minni en 2,76 m þrjár til fjórar pilssíddir af efni sem er 0,90 m á breidd. Ef fjór- ar síddir eru hafðar, má taka í pils- strenginn utanaf einni lengjunni. Skófóður 0,70 m af 1,40 m á breidd eða 1,00 m til 1,35 af 0,90 m breiðu fóðri. Tvinni, krókapör og efni í hanka. Þau mál sem þarf að nota eru: Mittisvídd mjaðmavídd langdavídd sídd frá rnitti niður á ökla. Pilsið er sniðið og saumað þannig: Efninu skipt eftir þræði í tvær eða fleiri síddarlengjur eftir breidd þess. Lengjurnar nældar saman með réttu mót réttu (títuprjónar snúi hornrétt á lengjurnar) og síðan saumað í vél rétt innan við jaðarinn. Alltaf er hafð- ur heill dúkur að framan, því fallegra er að saumarnir komi sem mest í föllin, ef fleiri lengjur eru hafðar. Sé efnið 1,40 m á breidd, er byrjað á að merkja miðlínur á báðar lengj- ur. Framdúkur unninn þannig: (sbr. teikningu) Byrjað er að næla 7-8 cm frá mið- línu. Þá teknir sniðsaumar um 2 cm á dýpt, síðan tekin 2 föll 2,5 cm á dýpt. Þau saumuð saman á röngu 3-4 cm frá mitti. Fallbotnar stroknir í átt að miðlínu. Sniðsaumar gerðir á hlið, 5-6 cm á dýpt og 20-22 á lengd. Klauf vinstra megin 18-20 cm löng, gengið frá henni með heilum renningi úr fóðurefni, og verður breidd hans frá gengin 1,5-2 cm. Vasi er stundum settur við klaufina. Þá er byrjað að fella afturdúk við miðlínu. Föllin liggja frá vinstri til hægri. Alltaf er hafður 1 cm milli fallbrúna. Fyrst eru gerð 20-24 föll nr. 40—42 jafndjúp frá 4-7 cm á dýpt, eftir því hvað mikið efni er til umráða. Þá er þeirri vídd, sem eftir er að sniðsaum á hlið, dreift í 3-4 föll, sem eru höfð djúp eftir vild, þannig að mittisvídd- in sé mátuleg. Föllin nækl vandlega niður með títuprjónum, sem liggja hornrétt við efri brún og gæta verður að brúnirnar liggi nákvœmlega sam- an að ofan. Föllin þrædd Vá cm frá brún og aftur 4 cm neðar, þétt og vel, þvert yfir föllin. Þá eru föllin pressuð niður á röngu um 4 cm frá brún. Síðan eru föllin lögð bein og slétt og varpað laust með grófu garni þvert yfir djúpu föllin á röngu. Fyrst 6 cm frá brún og aftur dálítið neðar, svo þau haldist betur saman. Streng- urinn nældur og þræddur á, stunginn um 1 cm frá brún og sprotarnir gerð- ir á strcnginn sitt hvorumegin við klaufina. Síðan brotinn um 1 cm inn af strengnum, lagt niður við streng- inn á röngu í vélstunguna, um leið eru settir fjórir hankar í pilsið, það mátað og síddin athuguð. Þá er skó- fóðrið saumað saman jafnvítt pilsinu og merktar miðlínur, lagt yfir pilsið, rétta mót réttu, nælt, þrætt og saum- að 1 cm frá brún. Síðan er fóður og saumför stungið saman á réttu fóð- urs 2 mm frá fyrri saum. Brotinn er inn 1 cm á fóðrinu að ofan og stungið í vél með stækkuðu spori um 3-4 frá brún. Fóðrið nælt upp þannig, að merkilínur standist á, nælt, þrætt og athugað, að ekki sé vindingur í fóðr- inu. Leggja má niður við skófóðrið með lausu kappmelluspori og er þá tekið í vélstunguna. Festir eru krókar innan á strenginn og þurfa þeir að standast á við lykkj- ur á bol, fjórir á afturpilsi, 1 í hvorri hlið og 4 að framan. Strengsprotinn er kræktur eða hnepptur. Strengurinn má ekki vera það breið- ur, að beltið hylji hann ckki vel. Not- uð eru stokkabelti, flauelsbelti, sem stundum eru baldýruð eða teygju- flauelsbelti og beltið ætíð krækt með silfurpörum að framan. Sjálfsagt er að vera í síðu millipilsi við íslenska búninginn og er þá fallegt að hafa rykktan bekk neðst á pils- inu um 30 cm á breicld. Efnisval í íslenzka búninginn. íslenski upphluturinn nýtur sín best sé þunnt fallegt klæði í pilsi og bol. Nú á seinni árum hefur verið mjög erfitt að fá réttu efnin og þurft hef- ur að notast við alls konar gerviefni misjafnlega hentug. Erfiðast hefur verið að fá efni í skyrtu og svuntu og hefur búningurinn sett niður við það. Áður höfðum við hinar glæsilegu þjóðlegu dúksvuntur, og er knýjandi nauðsyn að taka þær upp aftur og fá svo látlaust, hentugt efni í skyrturnar. Verslunin Baldursbrá í Reykjavík hef- ur þó ætíð reynt að gera sitt besta til að útvega efni til íslenska búningsins og leiðbeina með hann á margskonar hátt. Skotthúfur, skúfar, húfuprjónar, teygjflauelsbelti, kniplingar, flauels- bönd og allt til baldýringar hefur fengist í versluninni í tugi ára og hefur þar verið unnið mikið og gott starf, af þeim Kristínu M. Jónsdóttur og Ingibjörgu Eyfells, einnig hafa þær kennt baldýringu í mörg ár. Nú um skeið hefur Ingibjörg kennt á nám- skeiðum hjá Heimilisiðnaðarfélagi Is- lands. Mjög ánægjulegt er, að konur baldýri borða sína sjálfar. Víða á landinu hafa verið til efni, scm nota má í íslenska búninginn og má t. d. benda á Verslunina Vouge í Reykjavík, sem nú mun leggja mikla áherslu á að hafa á boðstólum hentug efni. Ánægjulegt væri, ef sem flestir tækju nú höndum saman um endurbætur á búningnum, svo hann mætti verða þjóðlegur og Islendingum til sóma. Svanhvít Friðriksdóttir. 32 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.