Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 5
Hluti afhökli úr Hvalsneskirkju. Hökull úr Hvalsneskirkju. Baldéruð stóla úr Áskirkju, Reykjavík. listakonan unnur ólafsdóttir Unnur Ólafsdóttir verður minnisstæð öllum er henni kynntust. Ber þar margt til. Hún var frjálsmannleg í fasi, hressileg í viðmóti, „húmoristi“ mikill, hafði vakandi áhuga á mönnum, málefnum, listum og lífinu, hreinskilin og ein- læg. Það gustaði af henni hvar sem hún fór, því starfsorku átti hún óvenju mikla og sköpunarþrá. Unnur fæddist í Keflavík 20. janúar 1897, fjórða af sex börnum hjónanna Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarn- arsonar kaupmanns. Foreldrar Vigdísar voru hjónin Vil- borg Eiríksdóttir frá Litla-Landi og Ketill Ketilsson hrepp- stjóri og dannebrogsmaður í Kotvogi í Höfnum. Foreldrar Ólafs voru hjónin Ingveldur Jafetsdóttir gullsmiðs Einars- sonar í Reykjavík og Ásbjörn Ólafsson útvegsbóndi í Innri- Njarðvík. Voru afar Unnar taldir með gildustu bændum landsins, enda reistu þeir sína kirkjuna hvor úr höggnu grjóti, Ásbjörn Innri-Njarðvíkurkirkju og Ketill Hvals- neskirkju. Árið 1905 flyst fjölskyldan til Reykjavíkur og hefst þá skólaganga Unnar í Landakotsskóla, þar sem listrænir hæfi- leikar hennar koma strax í ljós. Eftir fermingu lá leið hennar til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga á með- fæddu andlitslýti. Var hún meðfyrstu sjúklingum á Norður- löndum sem hlaut „radíum“-meðferð, sem leiddi svo seinna til blindu á öðru auga hennar. Samtímis hefur hún svo nám við Listiðnarskólann þar í borg, en það nám stund- aði hún um 8 ára skeið. Hlaut hún margskonar verðlaun fyrir færni sína og strax ókeypis skólavist fyrir frábæran námsárangur. HUGUR OG HÖND 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.