Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 12

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 12
Alltaf man ég, hve ákaflega mér fannst langt að horfa eftir prjóninum, fannst lykkjurnar aldrei ætla að taka enda. Þegar ég fór að kenna börnum að prjóna minntist ég þessa og lét prjóna renninga með fáum lykkjum, sem allir réðu við. (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 41) En önnur börn hafa reynt að gera sér leik að vinnunni. í Breiðagerði var jeg látinn fara að vinna dálítið að mínu hæfi, en ekki var mjer sjerlega sýnt um það og leiddist fremur flest störf, nema ef jeg gat látið ímyndunaraflið gera leik úr þeim. Jeg lærði að prjóna og það þótti mjer einna skemmtilegast. Þá gat jeg leikið mjer í huganum við að prjóna æfi mína. Jeg settist á eitthvert rúm, er jeg tók prjónana, og kallaði það bæjarnafni. Við fyrstu lykkj- una fæddist jeg. Fjórir prjónarnir voru hinar fjórar árs- tíðir. Svo þegar jeg var búinn með nokkrar umferðir flutti jeg mig á kistil eða annað rúm og þóttist flytja bú- ferlum. Svo fjölguðu árin með umferðunum og væri svo kallað á mig að gera eitthvað annað, svo jeg yrði að leggja frá mjer prjónana, þá þóttist jeg deyja, og æfisög- unni var lokið í það sinn. - Var oft í mjer mesta kapp að verða sem elstur og fór ekki frá verkinu ónauðugri en jeg býst við að jeg fari þegar þar að kemur í lífinu. Þessir og þvílíkir dagdraumar finnst mjer að hafi haft nokkra þýð- ingu fyrir þroska minn. (Séra Friðrik Friðriksson 52) Ekki var ullariðjan eingöngu verk kvennanna, heldur var hún jafnt verk karla. Við sjávarsíðuna var lítið að gera í Frá Byggðasafni Vestmannaeyja. Kvenvettlingar útsaumaðir, gulleitir með rósum, merktir K. TH. D. 1827. Vettlinga þessa átti og notaði frú Katrín Þórðardóttir móðir frú Ragnhildar Þórarinsd. í Júlíushaab, konu Gísla verslunarstjóra Engil- bertssonar (1834-1919). Frú Elínborg Gísladóttir húsfrú í Laufási við Austurveg (nr. 5) dóttirþeirra hjóna gaf Byggðasafninu vettlingana. Nr. 968. landi á vetrum og fengust þá karlmenn við tóskap. Upp til sveita voru karlmenn meira við útistörf og kvenfólk hafði umsjón með ullarvinnunni. Þeir karlmenn, sem ekki voru við gegningar sátu við prjónana. Algengt var að karlmenn ynnu við það versta og grófasta úr ullinni, en kvenfólkið var við fínni vinnu og útprjón. Það var verk karlmannanna að prjóna sölusokkana. Þeir voru hafðir víðir og háir, og náðu upp ámitt læri. Svo var til ætlazt, að karlmaðurinn prjónaði sokkinn á dag, væri hann að allan daginn. (Elínborg Lárusdóttir 21-22) Margar skemmtilegar sögur eru til um prjónandi karl- menn á ferð og flugi og ætlum við að láta nokkrar þeirra fylgja hér með. Minnist ég hér að síðustu eins manns, er var frábær að iðni, heimilisrækt og afköstum við öll störf. Það var Þor- valdur Stefánsson, bóndi á Norðurreykjum í Hálsasveit um langt skeið. Hann var kominn á fimmtugsaldur um síðustu aldamót. Lifði að mestu í anda 19. aldar þótt hann yrði líka í röð fremstu umbótamanna þessa tíma. Eitt sinn að haustlagi - nú fyrir sextíu árum - fór ég með fjárrekstur ofan Reykholtsdal. Kom ég þá að Hæg- 12 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.