Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 31

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 31
er oft nefnt af gestum Þjóðminjasafnsins vegna munstursins á því miðj u, átthyrndra umgerða með myndum af riddurum og hefðarmönnum (5. mynd). Ekki er vitað um uppruna þessarar ábreiðu, en hún hefur verið talinfrá 17. öld, þó svo að klæðatískan sem fram kemur á myndunum sé frá seinni hluta 16. aldar. Augnsaumur Augnsaumur - eða augnasaumur eins og hann var enn nefndur á 19. öld - er sérstæður fyrir íslenskan útsaum einkum vegna þess að hér á landi voru saumuð með honum stór útsaumsverk alveg þakin saumi, en hliðstæður við þau þekkjast ekki í öðrum löndum það vitað er. Þess má geta að augnsaumur mun einnig áður fyrr hafa verið nefndur boru- saumur og gatasaumur. Augnsaumur, sem eins og nafnið segir til um er með aug- um, er aðallega tvenns konar, með ferhyrndum augum og tigullaga, og er saumaður eftir tilsvarandi reitamunstrum þar sem hver munsturreitur jafngildir einu auga. í augn- saumi með ferhyrndum augum - en hann er langalgeng- astur - nær hvert auga yfir fjóra þræði eða þráðahópa í ísaumsefninu á hvorn veg, og eru í því sextán nálspor (8. mynd 12-13). í tigullaga augnsaumi nær hvert auga ýmist yfir sex eða átta þræði á hvorn veg og er myndað úr tólf eða sextán sporum (8. mynd 14-15). Ætíð ersaumað utanfráog inn að miðju. Og þar eð saumurinn á að vera sem líkastur á réttu og röngu, er yfirleitt ekki lokið við hvert auga út af fyrir sig, heldur saumaðir áfram hlutar úr augum eftir því sem munstrið gefur tilefni til, og síðan lokið við þau á baka- leið. Alls hafa varðveist fjórar ábreiður og hluti af þeirri fimmtu, svo og fimm sessuborð sem eingöngu eru unnin með augnsaumi. Eru þessi verk í Þjóðminjasafni íslands að tveimur ábreiðum undanskildum sem eru í söfnum erlend- is. Virðist mega tímasetja þau til 17., 18. og ef til vill önd- verðrar 19. aldar, og ein ábreiðan ber raunar ártalið 1751. Öll eru þau saumuð með íslensku ullarbandi í tvist. Augn- saumur var einnig notaður sem aukaspor með gamla kross- saumnum og hafa varðveist þrjár rúmábreiður af því tagi, tvær í Þjóðminjasafni íslands, en ein í safni Viktoríu og Al- berts í London. Virðast þær allar vera frá 17. öld eða um 1700, og er ein þeirra saumuð að hluta með língarni. Auk 6. mynd. Sessuborð af óþekktum uppruna. Frál8. eðaöndverðri 19. öld. Augnsaumur, ferhyrndurogtigullaga. Ullarband ítogtvist með einskeftu- vend. Stœrð um 40 x 47 cm. Þjms. 927. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir. s •f:- 5 £3 ■ a B-a- p£3 n . cb SO • - - -B - 'jC > •'~j * H r'cí'l -Et- M5 - Q :í2í?£í a :Q S2E* Rð a n anpnSHim ►É- **; a a •a faOI* 1 alEHíS*!** ggU< ■ ; •SSj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.